Já komið þið sæl og blessuð !!!!
Jæja nú er mín búin að hafa það gott um þessa helgi. Að vísu er helgin ekki liðin, sem betur fer.
Ég svaf nú til korter yfir tíu í gærmorgun og til korter fyrir tíu í morgun. Ég gerði nú ekki mikið í gær, og geri nú sjálfsagt ekki mikið í dag.
Ég skrapp nú samt í sveitina í gær, sat í garðanum kanski í svona 2 klukkustundir. Ég var að gefa kindunum brauð, og svo náði ég líka að gera eina gimbur gæfa. Og það er hún Gríma hans Dags Árna. Ég fer líka í sveitina í dag og reyni að gera fleiri gimbrar gæfar. Held að það ætti að takast að gera Ponsu og Skessu gæfar, en sjáum nú til.
Svo ætla ég nú að horfa á ríkissjónvarpið kl. 19:35 í kvöld. Það á að sýna heimildarþátt um íslenskt forystufé. Það eru tvær forystukindur á Rauðalæk og bara gaman af því. Haukur Haralds er búinn að gera aðra mjög gæfa og hann er að vinna í því að gera gimbrina líka gæfa. Eða sko það er nú gaman að segja frá því að þessi sem hann er búinn að gera gæfa er bara gæf við hann. Ekki aðra. Þegar að hún sér hann, þá kemur hún til hans og hann getur klappað henni og auðvitað gefið henni brauð. Hún gerir mannamun.
Þórður greyið að vinna alla helgina, og verður að vinna mikið næstu mánuði held ég.
Ég ætla hinsvegar að halda áfram að hafa það gott, og skreppa í sveitina á eftir.
Ég er búin að setja niðurteljara hér á síðuna, um það hvenær sauðburður hefst, og svo tvær myndir á hausinn á síðunni. Guðrún Helga hjálpaði mér við myndirnar. Takk, takk Guðrún mín.
Molinn kveður.
