Góðan dag hér, eftir langt hlé.
Æi maður er búinn að vera hálf dofinn síðustu daga, og er enn. Tengdapabbi dó laugardaginn 4. september, og var þá búinn að vera mjög veikur í hálfan mánuð. Jarðarförin var í gær.
Blessuð sé minning þín elsku Haukur minn.
Það eru búnar að vera göngur og réttir hjá okkur, og við Þórður erum búin að kollheimta, ásamt Simma, Siggu og Hauk, og Guðmundi. Rauðalækjarbúinu vantar 8 fullorðnar og 8 lömb. Þau koma líklegast næstu helgi í öðrum göngum.
Molinn kveður.
