Jæja nú er þessi frábæra matarhelgi búin. Við fórum í tvær, já eiginlega þrjár fermingarveislur um helgina. Það var verið að ferma Björgu, dóttir Inga Rúnars og Hildar Salínu, á laugardaginn og svo líka tvíburasysturnar þær Margréti og Sigríði, dætur Guðrúnar Olgu Baldvinsdóttur og Stefáns Héðinssonar, á sunnudaginn. Ég þurfti EKKERT að elda þessa helgi. Takk fyrir mig. Nú eru búnar þrjár veislur af fimm. Það á svo að ferma Hlyn Frey systurson minn, og Júlla okkar, 30 apríl. Þá verður sauðburður væntanlega byrjaður, og það verður að koma í ljós hvort það verði tími til að skjótast á Krókinn í veislu.

Ríkey Lilja Steinsdóttir, fermdist 9.apríl

Björg Ingadóttir, fermdist 16.apríl
Sigríður Lára og Margrét Lilja Stefánsdætur, fermdust 17.apríl

Hlynur Freyr Einarsson, fermist 30. apríl

Júlíus Birkir Magnússon, fermist 30.apríl
Í dag verður Haraldur Skjóldal (Dalli) eins og hann var alltaf kallaður, kvaddur í hinsta sinn. Blessuð sé minning þín elsku Dalli minn.

Haraldur Skjóldal (Dalli)
Nú fer að styttast í pakkana. Við skulum segja að það séu innan við 8 daga í þá
Þær eru orðnar frekar þungar á sér.
Molinn kveður.