Jæja, nú er kominn tími til að setja eitthvað hingað inn. Ég er búin að hafa litla stubbinn, og Guðrúnu hér hjá mér í viku. Þau fóru suður í gær

, en þau koma aftur eftir viku. Ég var ekkert að eyða tímanum í það að vera í tölvunni, þegar stubburinn var hér. Hann er svo yndislegur þessi elska. Vá hvað tíminn líður, hann er orðinn rúmlega eins mánaða. Það á að skíra hann 31. október. Hlakka mikið til að vita nafnið á honum.

Litli stubbur Jónsson
Við erum búin að velja lífgimbrar, og taka þær á hús. Mikið var þetta nú erfitt val. Margar svo fallegar.
43 lömbum var slátrað, 2 seld og 17 sett á, og svo voru keyptar 5 gimbrar. Meðalfallþunginn var 18.96, gerð var 10.44 og fita 8.44
Já við erum búin að taka á hús allar gimbrarnar sem eru 22 og svo báða hrútana okkar, þá Radix sem er veturgamall og Amadeus sem við keyptum á Smáhömrum. Svo ætlum við að taka ærnar inn á laugardaginn. Bara fjör hjá okkur þessa dagana.
Það koma svo inn myndir, bæði af kindum og þessum yndislega ömmudreng mínum, sem ég sakna svo mikið. Ég vona að hann eigi eftir að hafa gaman af kindunum. Hann fær að vera með okkur í sauðburðinum í vor. Hann verður þá orðinn rúmlega 7 mánaða.
Molinn kveður.