Nú er frekar tómlegt hér í Sólvöllum 7. Ekkert lítið ömmugull sem gefur mér falleg bros. Þau Guðrún og Einar Breki fóru suður í gærkvöld, eftir nærri tveggja vikna dvöl hér. Ég verð bara að drífa mig suður þegar ég fæ frí. Hann dafnar vel, og er orðinn 61.5 cm. Fæddist 53 cm.

Ég hef ekki verið mikið í tölvunni þennan tíma sem þau voru hér, og þar af leiðandi hef ég ekki
staðið mig vel í síðunni minni. Ég er að setja inn myndir núna. Ég þarf svo að fara að taka myndir í sveitinni og setja inn myndir af stofninum okkar. Það er búið að setja merkin í gimbrarnar, og gefa ormalyf.
Siggi og Júlli voru hjá okkur um helgina. Þeim fannst gaman að sjá Einar Breka.
Ég fór í smá aðgerð á föstudaginn. Það þurftir að skera í burtu kúlur á ristinni á mér. Ég veit ekki hvað var þarna á ferðinni, og ekki heldur læknirinn. Hann þurfti að deyfa mig þrisvar, því ég fann fyrir hnífnum eftir fyrstu sprautuna. Ég fór í vinnu í morgun, og til að geta verið í skó, þá skárum við hliðina úr skónum þannig að skurðurinn nuddaðist ekki í. Þetta hlýtur að jafna sig í vikunni.
Jæja ég vona að það líði ekki eins langur tími þangað til næst.
Molinn kveður.