Jæja nú er að reyna að koma einhverju hér niður.
Ég ætlaði mér að koma norður þarna á fimmtudaginn 15. en það var svo ekki flogið þannig að ég komst ekki fyrr en á föstudagsmorgunn. Var lennt um kl. 9 og fór beint í vinnuna. Einar Breki er ekki orðinn alveg góður, en vonandi fer hann nú að hrista þetta af sér.
Við vorum með einn gutta um síðustu helgi, og núna þessa komandi helgi koma tveir guttar.
Á laugardagsmorgunn fórum við Þórður, Simmi og Níels, að ná í kálfana í Bægisá til Helga og Röggu Möggu. Þeir hafa heldur betur stækkað. Þórður er orðinn þriggja mánaða og Simmi er tveggja og hálfs mán. Í þessari sömu ferð sóttum við hrút, eða sko sauð, líka á Bægisá. Þannig er það, að í haust þegar við vorum að senda lömbin í sláturhús, þá ákvað Simmi að senda ekki annan forystuhrútinn undan Drottningu, á bílinn, þess í stað var hann geymdur á Bægisá allan þennan tíma, því þetta átti að vera fimmtugsafmælisgjöf Helgu Steingríms. Við fórum þessa ferð í laumi á laugardagsmorgunn og settum sauðinn í gimbrahópinn. Simmi fór svo heim og náði í Helgu. Það var gaman að fylgjast með henni þegar hún sá hann. Þetta hitti algjörlega í mark. Það voru miklir fagnaðarfundir hjá þeim :-) Helga varð fimmtug 18. nóv. Loksins komin á aldurinn góða.
 |
Þórður er nr. 481, og Simmi nr. 482
|
 |
Helga og Prins hittast á ný |
Talandi um afmæli, þá kom ég því loksins í verk í gær, að koma með köku í vinnuna, í tilefni af fimmtugsafmæli mínu, sem var í júlí í sumar. Búgarður var lokaður akkúrat þennan tíma, þannig að ég ákvað að koma með bakkelsi seinna. Það var að vísu frekar seinna, eða í gær. Ég fékk afmælisgjöf afhenda í gær frá samstarfsfólki mínu. Rosalega flottan blómvönd, fallegan engil, sem hægt er að kveikja ljós á og krús fulla af Mackintosh. Takk kærlega fyrir mig.
 |
Afmælisgjöfin frá samstarfsfólki mínu |
Lömbin voru sprautuð í gær, 21. gegn garnaveiki.
Molinn kveður.