Jæja, ég er á lífi. Langt síðan ég hef skrifað eitthvað hér inn. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér, bæði í vinnunni og í fjárhúsunum.
Við erum heldurbetur búin að hafa það gott. Við fengum margar jólagjafir. Við vorum bara þrjú hér á aðfangadag. Mjög skrítið að hafa ekki Guðrúnu Helgu hér hjá okkur. Nú eru þau Jón Tómas og Einar Breki að halda jólin saman og búa til sínar hefðir um jólin heima hjá sér. Þau koma ekkert norður :-(
Við borðuðum hangikjötið á jóladag og annan í jólum, í fjárhúsunum. Það var svolítið öðruvísi, en mjög gaman. Við eyddum þessum tveim dögum þar. Við erum búin að setja fullorðinsmerki í allar gimbrarnar, og eitthvað af hrútunum. Og svo vorum við bara að dunda okkur þar. Er hægt að biðja um það betra ? Nei ég held ekki.
 |
Eldað á jóladag í sveitinni :-) |
Nú erum við búin að flokka allar kindurnar aftur. Við vorum með fullorðnar og gimbrar, í bland, undir hrútana. Nú eru allar gimbrarnar orðnar sér aftur. Það er ekki gott að hafa þær svona í bland, upp á fóðrunina.
Við létum sæða tvær kindur, með Flórgoða. Það voru forystuærnar. Önnur þeirra er sloppin, og gengur ekki upp, og svo er spurning með hina. Það kemur í ljós á næstu 5 dögum.
Nú eru allar kindurnar gengnar. Tvær eru búnar að ganga upp, og vonandi ganga ekki ekki fleiri upp. Sauðburður verður ca. þrjár vikur. Nú fer maður bara að bíða eftir vorinu. Þeim góða tíma.
Ég setti inn nokkrar myndir.
Molinn kveður.