Nú er algjört spennufall hjá mér. Fósturtalningu lokið. Við erum svona nokkuð sátt við útkomuna.
Útkoman hjá fullorðnu kindunum er svona :
1 geld, hún er líklegast ónýt
4 einlembdar
15 tvílembdar
8 þrílembdar, og líklegast er ein af þeim fjórlembd, en er ekki viss
Útkoman hjá veturgömlu kindunum er svona :
1 geld, ónýt
2 einlembdar
14 tvílembdar
3 þrílembdar
1 fjórlembd
Svo eru það gemlingarnir, og útkoman hjá þeim er svona:
1 sem var að láta í dag, og er þá geld
19 einlembdar, en það er að drepast fóstur í einni, og hún verður þá í rauninni geld.
11 tvílembdar
2 þrílembdar, í annari eru þau öll sprelllifandi, en í hinni drepast tvö, og verður hún þá í rauninni einlembd
 |
Hér sést fjöldinn, í fullorðnu kindunum, hverri og einni. |
 |
Veturgamlar |
 |
Og hér eru gemlingarnir |
Þetta er semsagt útkoman hjá okkur. Þórður er mjög montinn núna. Hann sæddi eina kind, hana Súlu forystukind, og hún hélt og er með þrjú. Það hélt úr sæðingu hjá honum 100% og meirisegja þrílembd. Hann hefur aldrei sætt áður. Flottur karlinn minn.
Molinn kveður.