
Núna erum við búin að mála bílskúrinn á Möðruvöllum. Og nú þegar eru komnir nokkrir kassar þangað. Við ætlum að reyna að flytja eitthvað um helgina, úr bílskúrnum okkar og í bílskúrinn þar.
Féð, sem kom úr göngunum 30. ágúst, var allt sett í Hallgilsstaða hólfið. Það á að reka það inn, í Spónsgerði, á morgun. Þá kemur í ljós hvað við eigum þar. Við erum komin með eitthvað um þrjátíu kindur niður í fjallshólfið okkar. Vonandi fjölgar í því eftir morgundaginn. Við fengum 6 stk. á Þorvaldsdalsréttinni, sem var 30. ágúst. Einn gemsi með eitt og annar gemsi með tvö, og svo einn undanvilling. Það var gimbur undan Tjöru. Hún hefur villst undan greyið.
Það gengur vel með Gutta litla. Hann elskar það að vera á Möðruvöllum. Það verður gaman fyrir hann þegar við erum flutt.
Molinn kveður.