Nú eru ömmugullin orðin sjö. 12. júlí eignaðist ég enn eitt gullið. Hér erum við Einar Breki með litla bróðir hans. Ég skrapp suður 13. og kom aftur 14. og þá með Einar Breka með mér norður. Einar Breki fékk að vera hjá okkur í 10 daga. Það voru 10 góðir dagar.
Öll 7 ömmugullin og amman með
Frekar sáttur með afa sinn. Fékk þennan fína traktor
Þessi bíll hefur eignast nýtt líf. Hafey systir og Stjáni mágur eru búin að gera hann mjög flottan. Hann rann í gegnum skoðun.
Það er búið að vera mikið fjör á þessu heimili. Við þurftum að fara á tveim bílum til að komast ferða okkar hahaha. Og ekki hefur verið mikill tími til að skrifa hér
Hér er fjör
Stofan var notuð sem leiksvæði. Þau voru dugleg að leika sér bæði inni og úti
Það tekst líklegast að láta þessa unga út. Hún er með 13 egg undir sér og hreifir sig ekki. Það eru komnir 10 dagar.

Við erum líka með 26 egg í útungunarvélinni. Líka komnir 10 dagar á þau. Hænan fær alla þá unga sem koma úr þessum eggjum. Hún verður glöð með það.
Nautin hafa það gott. Fá nýtt hey.
Komnar nokkrar rúllur inn í hlöðuna
Og komnar nokkrar rúllur norðan við fjárhúsin. Nú eigum við alltof mikið af heyi.
Svona er kvöldsnarlið á þessu heimili
Þessi mynd er tekin 5. júní. Þessi hrútur fannst dauður í dag, í fjallshólfinu okkar. Hann var búinn að berjast mikið fyrir lífinu. Mamma hans (Slenja) vildi hann ekki og hann var vaninn undir Hnotu. Slenja var búin að fara illa með hann. Stangaði hann þannig að hann skaddaðist eitthvað á lunga og átti erfitt með að anda. Æi greyið litla
Molinn kveður