Jæja nú er ég komin í pásu frá því að þurfa að moka snjó á hverjum degi frá hurðunum á hænsnakofunum.Eins og sést í bloggi 29. des. þá eru kofarnir á kafi í snjó, og ef það snjóar eitthvað eða skefur þá þarf ég að moka og moka til að komast inn.
Þórður ákvað að nú væri nóg komið og smíðaði afdrep fyrir þær í einu horninu á hlöðunni. Hann hafði góðan aðstoðarmann með sér, hann Bjössa
Bjössi var duglegur að hjálpa honum við smíðarnar.
Hér er allt tilbúið. Mjög stórt og fínt fyrir þær.
Við fluttum þær svo í gærkvöld, og þær eru svo lukkulegar með þetta. Það eru 7 hænur síðan haustið 2013 svo eru 9 síðan í júní og 6 síðan í júlí. 22 hænur og einn hani. Við vorum með eldri hænurnar í öðrum kofanum og yngri í hinum. Við settum þær svo allar saman þarna og það virðist ætla að ganga upp. Þeim kemur vel saman. Það er kannski vegna þess að það er hani sem stjórnar þeim. Ég veit ekki, en þetta er meiriháttar

Ég er að fara í aðgerð á hné, á föstudaginn og það væri ekki gott að þurfa að moka snjó nýkomin úr aðgerð. Karlinn hugsar um sína
Þeir bræður, Þórður og Simmi voru að gera tilraun (sem reynist mjög vel) með að loka görðunum. Þeir eru búnir að setja svona loku fyrir hjá gemlingunum og mikið voðalega er nú betra að gefa. Þær þvælast ekki fyrir og stoppa heyið með hausunum.
Svona er borðið fest, þannig að það haldist niðri.
Og svo er borðið sett upp til að þær komist til að éta.
Og það er fest svona til að það detti ekki niður. Þeir eiga eftir að setja svona á hina garðana
En já, lífið er yndislegt.
Þeir eru svo flottir þessir ömmugullmolar. Einar Breki og Haukur Nói. Það er svo stutt síðan að þessi stubbur fæddist, en það er nú samt liðið hálft ár. Hann varð 6 mánaða í gær þessi elska. Ooohhhh hvað ég sakna þeirra.
Molinn kveður