Huginn Kolka Gíslason F. 25.03.13 D. 03.04.15
Jarðarförin fór fram í dag, 11.apríl, í Möðruvallakirkju
Svona var veðrið í morgun kl. 7, og var alveg á meðan athöfnin var
Möðruvallakirkja á útfarardaginn.
Svo seinnipartinn fór að þyngja veðrið. Það fór að snjóa og hvessa. Svona var veðrið líka í gærkvöld og fram á nótt.
Fallegt
Hvíldu í friði elsku Huginn okkar
Fyrir rétt um 11 mánuðum lágu leiðir okkar Hugins saman. Við vorum svo heppin að fá þetta gull í okkar líf.
Þú varst tveggja ára fyrir nokkrum dögum, 25.mars. Þessi dagur var fallegur og ómetanleg stund fyrir okkur öll

Hér ert þú með fjölskyldu þinni, mömmu, pabba, Hákoni og Iðunni
Og hér ert þú með ömmu, afa og mömmu þinni
Mamma þín bakaði svo fallega köku fyrir þig
Flott veisluborðið þitt
Okkur leið alltaf vel saman í fjárhúsunum. Við létum ekki margt stoppa okkur í að komast þangað. Við notuðum margskonar tæki í það.

Hér er td. eitt
Annað hér
Enn eitt hér
Og svo á þessu faratæki. Já elsku Huginn, við gáfumst aldrei upp
Á góðri stund í fjárhúsunum
Oft vorum við búin að fara á þessu faratæki upp í fjallshólf og huga að kindum og lömbum, síðasta vor
Þú áttir hug og hjörtu okkar allra
Hér er Einar Breki að leika við þig, eins og svo oft áður.
Hér eruð þið Þórður alveg búnir á því eftir erfiði dagsins í ferð okkar til Reykjavíkur, í mars
Tveir vinir á aðfangadagskvöld
Já elsku Huginn. Þú lifir áfram í hjörtum okkar. Hvíldu í friði elsku gullið okkar.
Molinn kveður