Það er með ólíkindum þetta veðurfar sem af er vetri. Það er varla hægt að segja að það hafi snjóað og það í allan vetur. Ég tók nokkrar myndir í gær af nær auðri jörð

Það er nánast enginn snjór í fjöllunum. Vonandi verður restin af vetrinum svona
Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því, að túnin kali. Þau eru búin að vera græn í allan vetur
Það er allt komið af stað í blómabeðinu.
Nú er bara að krossa putta og vona að við fáum gott vor. Það skiptir svo miklu máli að hafa það gott á sauðburðartímanum, já og eftir hann.
Sauðburður byrjar 28. apríl og verður alveg til 4. júní. Já það voru nokkrar sem gengu upp
28. apríl eiga 3 kindur tal
29. apríl eiga 2 kindur tal
30. apríl eiga 20 kindur tal
01. maí eiga 19 kindur tal
02. maí eiga 23 kindur tal
03. maí eiga 18 kindur tal
04. maí eiga 22 kindur tal
05. maí eiga 25 kindur tal
06. maí eiga 25 kindur tal
07. maí eiga 17 kindur tal
08. maí eiga 21 kindur tal
09. maí eiga 13 kindur tal
10. maí eiga 18 kindur tal
11. maí eiga 11 kindur tal
12. maí eiga 10 kindur tal
13. maí eiga 6 kindur tal
14. maí eiga 12 kindur tal
15. maí eiga 5 kindur tal
16. maí eiga 3 kindur tal
18. maí á 1 kind tal
19. maí á 1 kind tal
20. maí eiga 2 kindur tal
22. maí eiga 2 kindur tal
24. maí á 1 kind tal
03. júní á 1 kind tal
04. júní á 1 kind tal
Við erum ekki með tal á 23 kindum
Það eru 305 kindur sem eiga að bera,
Það verður mikið að gera í hálfan mánuð. Líklegast lítið sofið.
Molinn kveður