Jæja, þá vinnst smá tími til að skrá hér inn. Það er búið að vera rosalega mikið að gera. Sauðburður hefur gengið vel það sem af er. Það eru 8 fullorðnar og 3 gemlingar eftir að bera. Við erum búin að missa 5 lömb. Þrjú lömb sem við vitum ekki hvað var að, eitt sem garnirnar komu út úr og eitt í burði sem kom afturábak, stórt og mikið og þurfti að taka á til að ná því. Það hafa mörg lömb komið afturábak og ekkert mál að ná þeim lifandi.
Við erum líka búin að missa tvær ær. Við vitum ekki hvers vegna önnur þeirra dó, en hin fór afvelta.
Það eru 505 lömb á lífi núna, (vonandi hefur ekkert drepist í nótt í þessu ömurlega veðri). Ég er búin að taka göngu um túnin og fjallshólfið og öll bera þau sig vel eftir þessa ömurlegu nótt.
5. maí fæddust 31 lömb
6. maí fæddust 46 lömb
7. maí fæddust 36 lömb
8. maí fæddust 42 lömb
9. maí fæddust 46 lömb
10. maí fæddust 23 lömb
11. maí fæddust 24 lömb
12. maí fæddust 18 lömb
13. maí fæddust 18 lömb
14. maí fæddust 18 lömb
15. maí fæddust 17 lömb
16. maí fæddust 15 lömb
17. maí fæddust 4 lömb
Þetta eru lömb sem eru á lífi, já og þessi 5 sem við erum búin að missa eru ekki í þessari tölu
Staðan er þá svona 267 gimbrar og 238 hrútar = 505 lömb
Simmi sá um að það yrði auðveldara að brynna í einstaklingsstíunum. Vatnsföturnar voru fyrst á gólfinu inni í stíunum. Simmi hækkaði þær upp, (setti hillu og binding fyrir hverja og eina). Með þessu, þá voru þær ekki að skíta eða krafsa í þær. Þvílíkur munur
Svo útbjó hann slöngu með krana á, þannig að það var hægt að láta renna í föturnar án þess að þurfa að færa þær eitthvað til
Hér sést þetta aðeins betur
Hér er Bjössi að láta renna í föturnar. Þetta hefur sparað okkur að minnsta kosti klukkutíma á dag í vinnu
Við settum nokkrar upp í refaskála. Það fór nú vel um þær þar
Skálanu var skippt í þrjú hólf
Þessi ömmugull hafa verið duglegir að koma. Þessi eldri svaf eina nótt hjá mér í fjárhúsunum og fannst það mjög gaman. Ég er búin að sofa þar 26 nætur og á eftir að sofa nokkrar í viðbót
Damian er búinn að sofa nokkrar nætur líka
Já og Bjössi líka. Svo kom ömmustelpan mín hún Ísabella og gisti eina nótt hjá mér.
Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju karið er svona mismunandi á litinn. Hér er annað með hvítt kar meðan hitt er með gult
Ég á eftir að taka það saman hvað þær eru margar sem ganga með þrjú og líka hvað margir gemlingar ganga með tvö. Við erum búin að venja mörg undir. Við sitjum uppi með 9 heimalinga (lömb undan þeim sem dóu og svo lítil lömb sem við tókum undan þrílembum) Svo er eitt af þeim lamb sem móðirin afneitaði. Ég hef aldrei skilið af hverju þær eru að afneita sínum lömbum
Svo er hér ein mynd fyrir þig María mín. Ég veit að þú fylgist með okkur. Þetta er Hugljúf. Hún átti hrút og gimbur. Þau eru hér með henni, gimbrin er nær henni og hrúturinn fjær. Þau heita Iðunn og Hákon. Nú fer ég að hafa tíma fyrir þig ef þú ert á ferðinni. Það er orðið mun léttara núna
Hlakka til að sjá þig
Kindurnar voru svo ánægðar að komast á grænt gras, að þær sukku alveg í það
Nú koma nokkrar myndir af afslöppun
Þessum kemur vel saman
Þessi var aðeins að teygja sig í góða veðrinu um daginn
Aðeins að kíkja
Panda í afslöppun
Aníta í afslöppun. Ég vona að góða veðrið komi á morgun og verði í allt sumar
Molinn kveður