Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 5946
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1852975
Samtals gestir: 82607
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:31

Færslur: 2018 Febrúar

13.02.2018 21:16

Á MORGUN !!!!!!!!!


Jæja þá er nú komið að því. FÓSTURTALNING á morgun. Gunnar Björnsson kemur á morgun emoticon



Veðrið



Molinn kveður



12.02.2018 20:42

Ninja


Snillingurinn okkar ætlar að vera ninja á öskudaginn


Þetta heldur áfram. Takið eftir hvað ég á marga peninga þarna uppi í hægra horninu. Ég hef ekki þurft mikla hjálp í þessu, en ég er að vísu ekki komin nema í borð 77



Veðrið



Molinn kveður


11.02.2018 19:34

Snjór, já snjór


Það gleymdist að loka glugganum inn á baðherbergi, í gærkvöld. Það var semsagt ekki gott veður þá. Ég lokaði honum þá. Hann var ekki opinn í nótt emoticon




Svona var umhorfs í morgun. Týri skrapp út í þetta veður og kom með skafl inn með sér


Þvílíkt sem skóf í nótt. Allt orðið fullt af snjó


Ég fórnaði mér út í morgun til að allir kæmust út í bílskúr án þess að vaða snjó upp í mitti


Já ég gerði svona göng


Og svona leit ég út á eftir. Það vill svo til að mér finnst gott og gaman að vera úti í svona veðri ef maður er rétt búinn í það


Svo lá leið okkar í fjárhúsin. Þar var ekki glæsileg aðkoma. Það hefur verið svo hvasst að það hefur náð að snjóa inn um ja engin göt. Þetta hefur aldrei gerst, þennan tíma sem við höfum verið með fjárhúsin


Svo fór Simmi af stað. Og hann blés og mokaði og blés og mokaði


Simmi búinn að blása í gegnum skaflinn


Já það var svakalega mikill snjór á bílastæðinu og stéttinni


Já og Simmi kom og blés hjá okkur


Og skóf


Og mokaði


Og svona er þetta orðið. Við Þórður mokuðum líka með skóflu, þannig að líkamsræktin er búin hjá okkur í dag


Og já það er búið að fínpússa allt


Þarna stóð Þórður í morgun, í frekar miklum snjó. Nú getur hann verið á inniskónum emoticon


Þórður ánægður með dagsverkið



Veðrið



Molinn kveður



10.02.2018 21:52

Skítmokstur


Verið að hreinsa undan hrútunum og smálömbunum sem eru inn í hlöðu. Simmi er þarna að moka út og gerði það með glans







Orðið glæsilegt


Smálömbin voru ánægð með þetta

Hrútarnir voru teknir úr fénu í dag


Nói þríliti


Sumar eru að verða þungar á sér og sitja bara


Úti að leika í snjónum


Útiverutími emoticon



Veðrið



Molinn kveður


09.02.2018 20:12

Gullin okkar


Þessir gullmolar eru mættir til ömmu og afa. Þeir komu í gær og ætla að fara heim á sunnudaginn ef veður leyfir. Gott að fá svona flotta vinnumenn emoticon


Svona voru bílarnir í gærmorgun. Skrítið hvernig skodinn er miðað við jeppann. Það var ekki snjókorn á jeppanum



Já þetta var dálítið skrítið


Sólin að koma upp


Það var mjög skrítið veður hér í dag. Það var mikill skafrenningur hér á Möðruvöllum, þó það væri sól. Ég held að það hafi bara verið vont veður hér. Allavega var gott veður á Akureyri


Úff maður festist í þessum leik. Þetta er orðasnakk. Ég hefði ekki átt að byrja á þessu því ég er alveg föst. En þetta er gaman. Ég fæ hjálp frá strákunum ef ég stranda í þessu



Veðrið



Molinn kveður



08.02.2018 18:10

Duglegi strákurinn okkar


Enn heldur þessi snillingur áfram að leika sér á svellinu. Hann er búinn að vera þarna í tvo klukkutíma. Þegar hann kom heim úr skólanum, þá las hann og fékk sér að drekka og fór svo á svellið, en núna var hann vopnaður stunguspaða til að höggva aðeins í klakann. Ég þurfti að sækja hann, því það var komið myrkur. Mér er ekki vel við að hann sé þarna í myrkri, því þetta er ekki svo langt frá veginum


Þarna sést hvað hann er búinn að höggva. Hann er svo duglegur þessi elska emoticon


Þessi blikkaði mig og sagði: Birgitta ertu ekki orðin spennt fyrir fósturtalningunni? Ég svaraði ooohhh júhú ég er orðin mjög spennt. Þetta er hún 16-289 Gedda


Smá myndataka í morgun. Þessi fyrirsæta er 16-273 Tía. Ég er að endurnýja myndirnar af árgang 2016



Veðrið



Molinn kveður



07.02.2018 19:18

Damian snillingur


Damian er nú alveg ótrúlegur. Hann kemur heim úr skólanum, kemur við á þessu svelli og byrjar að brjóta klakann. Ég þarf að kalla á hann heim, til að klára lesturinn og kaffitímann. Í dag þegar hann var búinn að lesa og drekka, fór hann aftur á þetta svell og byrjaði að brjóta klaka. Hann var þarna að dunda sér, í tvo klukkutíma




Svo mikill snillingur


Þennan klaka brýtur hann bara með fótum og höndum


Já svona leikur hann sér. Hann þarf ekki dót emoticon emoticon



Veðrið



Molinn kveður



06.02.2018 19:44

Á leið minni til Akureyrar




Þessar myndir tók ég á leið minni til Akureyrar í morgun. Sólin var að brjótast í gegnum éljabakkann. Dálítið sérstakt emoticon



Veðrið



Molinn kveður


05.02.2018 21:59

Svellið hopar


Það var svo hvasst í gær og hiti með, að snjórinn/svellið hefur minkað mikið. Vonandi fer þetta í næstu hláku svo það verði ekki kal á túnunum í sumar


Hús á hjólum í lögreglufylgd. Það fór á næsta bæ emoticon



Ekki eins hvasst í dag



Molinn kveður


04.02.2018 20:01

Gamlar myndir


Þessa mynd tók ég hér á Möðruvöllum sumarið 1984. Þetta er náttúrulega bara flott emoticon


Þessi mynd er síðan 2008. Þetta lamb er dálítið sérstakt á litinn


Hér er þetta sama lamb um haustið 2008


Hún var sett á


Hér er hún líka, þriggja vetra



Það er búið að vera mjög hvasst þennan sólahring



Molinn kveður



03.02.2018 20:31

Reiðskólinn Garðshorni


Við fórum í Garðshorn í morgun. Sunna fór á reiðnámskeið hjá Birnu. Henni fannst mjög gaman


Sunna með Finnboga fótalausa emoticon


Birna að kenna krökkunum. Hún er flottur kennari emoticon


Góðir vinir, já sko góðir vinir. Þórður og Bjössi. Hann er góður vinnumaður þessi flotti strákur emoticon



Veðrið



Molinn kveður



02.02.2018 20:28

Flottur strumpur


Sumar eru frekari en aðrar. Þessi kom sér í svona aðstæður með frekjunni einni saman. Hún komst hvorki lönd né strönd fyrr en þeim hinum var skipað að færa sig


Flotti strumpurinn okkar í gærkvöld emoticon Hann stóð sig svo vel



Veðrið



Molinn kveður



01.02.2018 23:00

Árshátíð

Við fórum á árshátíð Þelamerkurskóla, í kvöld. Damian tók þátt í atriði 1-4 bekk. Hann stóð sig mjög vel. Við erum svo stolt af honum. Ég tók nokkrar myndir og hér koma þær. Ég er búin að merkja Damian inn á myndirnar 







Já hann stóð sig svakalega vel elsku karlinn okkar



Veðrið



Molinn kveður





clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni