Þelamerkurskóli er sko flottasti skólinn á landinu.
1-4 bekkur skólans fær skíðakennslu í fjóra daga. Þau fóru í Hlíðarfjall í dag, fara svo líka á morgun (fimmtudag), mánudag og þriðjudag. Þessa fjóra daga eru þau með skíðakennara með sér.
Miðvikudaginn 21. mars er svo útivistardagur hjá skólanum og þá fara allir í Hlíðarfjall. Þessir dagar eru æðislegir
Ég tók nokkrar myndir í dag. Það var bara ekki alveg nógu gott skyggni. Ég verð alla dagana með þeim þannig að ég tek fleiri myndir, í vonandi betra skyggni. Hér koma nokkrar myndir
Krakkarnir búnir að raða sér í hópa, gulur, rauður og grænn
Rauði hópurinn að fara með kennaranum sínum
Græni hópurinn
Rauði hópurinn. Græni hópurinn er þarna fyrir ofan
Guli hópurinn
Þessi eru að fara í stólalyftuna í fyrsta skiptið. Þau stóðu sig mjög vel
Svo var hressing í lokin. Góður dagur
Aðeins að hvíla lúin bein
Fleiri myndir í myndaalbúminu
