Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3144
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 7163
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1857336
Samtals gestir: 82628
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 10:40:42

Færslur: 2018 Júní

15.06.2018 22:16

Byrjuð að keyra á fjall

Við erum byrjuð að keyra á fjall. Það fóru tvær ferðir í dag. Það fara 38 fullorðnar + lömbin, á fjárvagninn. Það eru þá farnar 76 og lömbin þeirra


Heimalingarnir eru búnir að fá frelsi. Þeir fóru í fyrri ferðinni. Ég held að þeir verði bara ánægðir með það


Þessi stekkur mjög hátt. Hefur leikið sér að stökkva yfir grindverkið


Já það er stökk kraftur í honum


Þær bíða eftir frelsinu


Þessi hrútur er áreiðanlega orðinn um 30 kg. núna þegar hann fór á fjall. Þvílíkt lamb. Hann er undan 15-195 Hörpu og 16-152 Hrók





Molinn kveður


14.06.2018 22:11

Ær sem ganga með þrjú


12-320 Viktoría með tvo hrúta og eina gimbur undan 17-579 Forna


12-077 Hrafna með þrjár gimbrar undan 16-574 Strút


15-235 Spöng með einn hrút og tvær gimbrar undan 17-584 Báser. Flekkótta lambið er hrútur. Önnur svarta gimbrin er að dragast afturúr með stærð


12-087 Slenja með einn hrút og tvær gimbrar undan 17-582 Maríó


13-098 Slæða með tvo hrúta og eina gimbur undan 17-584 Báser. Flekkótta lambið er gimbur


13-104 Skrukka með þrjár gimbrar, tvær undan 17-579 Forna og ein undan 13-107 Brík og 17-582 Maríó. Skrukka var tvílembd og við vöndum undir hana það þriðja. Það kom til út af því að við vorum búin að venja það undir tvær einlembur (ekki báðar í einu) og þær vildu það ekki eftir nokkra klukkutíma. Við ákváðum að venja það undir næstu kind sem bæri og það var Skrukka. Hún tók það og það gekk svo vel hjá henni að við ákváðum að hún fengi að hafa það. Mér sýnist að þau dafni vel hjá henni.





Molinn kveður


13.06.2018 21:07

Kindur og lömb



Hrútar undan 11-059 Mörk og 16-574 Strút



Hrútur og gimbur undan 14-174 Snuddu og 16-152 Hrók


14-187 Lúpa með Hrút og gimbur undan 17-584 Báser


14-141 Aría með gimbur undan 17-582 Maríó (vinstra megin) og lánslamb sem er hrútur undan 17-312 Flegðu og 16-543 Boris


Hrútar undan 15-205 Prúð og 17-103 Dranga


14-145 Kirna með hrút og gimbur undan 17-587 Daríusi





Molinn kveður


12.06.2018 21:05

Ömmu og afa gull


Við fórum niður á engi með þessa stubba


Afi var að kenna þeim að þekkja blóm og grös


Verið að skoða




Flottir ömmu og afa strákarnir og allir með eins húfur


Rauðhöfðaönd


Þær voru tvær með mjög marga unga


Krúttin


Þessi var að svífa yfir okkur


15-242 Galía með hrút undan 17-586 Nóa


Hrútar undan 14-252 Sprengju og 17-579 Forna





Molinn kveður


11.06.2018 20:22

Fjárvagninn klár


Vagninn klár í fjárflutninga


Gimbrar undan 09-020 Drífu og 16-571 Þyrli


15-240 Nös með hrúta, þennan aftari á hún og hann er undan 16-574 Strút og þessi hyrndi er undan Drífu og Þyrli, bróðir gimbranna sem eru á myndinni fyrir ofan. Hann var vaninn undir Nös





Molinn kveður


10.06.2018 18:09

Góðir vinir



Já, Garðar Steinsson kom í heimsókn í morgun á hjóli, frá Skógarhlíð (rétt utan við Akureyri). Hann er sko duglegur að hjóla þessi snillingur



Vinir okkar frá Ólafsvík, Dísa, Emil og krakkarnir komu í heimsókn í dag. Það er alltaf svo gaman þegar við hittumst. Þakka ykkur innilega vel fyrir komuna elsku fjölskylda. Við erum sko kinda, kinda vinir 
emoticon emoticon emoticon


Við Dísa kindavinkona emoticon Hún er með síðu sem er: isak.123.is
Eins og ég hef sagt áður, þá hófst vinskapur okkar í gegnum síðurnar okkar


Þessar stökk-kindur okkar. Fara bara sínar eigin leiðir. Stökkva yfir girðingar oft á dag





Molinn kveður



09.06.2018 21:28

Sauðburði lokið


Þá er nú sauðburði lokið. Þessi bar um hádegi í dag, tveimur hrútum. Sauðburður byrjaði 19. apríl og lauk 9. júní. Ég er búin að sofa 39 nætur í fjárhúsunum, núna í vor

Á lífi 547 lömb, 268 hrútar og 279 gimbrar


Jæja þá eru það hliðgrindurnar




Smíðuðum og settum upp 5 hliðgrindur. Þá eigum við eftir að smíða tvær og skipta fremsta hólfinu í tvent


12-602 Lísa með gimbrar undan 17-588 Varíusi. Hún byrjaði sauðburðinn (bar fyrst)


Já, já 15-223 Púpa fer sínar eigin leiðir. Það eru nokkrar sem öfunda hana. Grasið er alltaf grænna hinum megin


Til dæmis hún 13-115 Embla. Hún væri alveg til í að komast yfir þessa girðingu. Hún er með tvær gimbrar undan 17-588 Varíusi





Molinn kveður


08.06.2018 19:52

Lagfæring á fjárvagninum heldur áfram


Endurnýjun heldur áfram. Þetta gerðum við í gær



Gólfið búið. Þetta er orðið glæsilegt. Nú á eftir að smíða hliðgrindurnar til að loka hólfunum


Við eigum eftir að endursmíða þessar hliðgrindur og þá er vagninn klár emoticon


16-302 Zeta með gimbur og hrút undan 16-571 Þyrli



Hrútar undan 10-032 Ponsu og 16-152 Hrók





Molinn kveður


07.06.2018 19:30

Verið að lagfæra fjárvagninn


Nú er verið að undirbúa flutning á fénu. Við erum að laga gólfið í fjárvagninum. Það er orðið svo fúið og lélegt


Súla með flotta gimbur undan Unga


Drottning með gimbrar undan Unga


17-343 Slaufa í smá feluleik


Líka 17-316 Geyl


15-241 Botna með hrúta undan 17-584 Báser


16-266 Mulla með gimbur og hrút undan 16-571 Þyrli





Molinn kveður



06.06.2018 21:35

Kindur og lömb



Þá er næstsíðasta ærin borin. Hún bar í dag. Þetta er ljósgrár hrútur

Á lífi 545 lömb, 266 hrútar og 279 gimbrar




Þetta er 17-368 Litla-Golta. Hún er ein af smálömbunum, sem við vorum með í vetur. Hún kann að redda sér, enda orðin stór og flott


Hrútur og gimbur undan 14-163 Flækju og 16-152 Hrók. Eins og sést er Flækja ekki með mikla ull. Hún er nánast ber


Gimbrar undan 11-057 Tjöru og 16-574 Strút


Hrútur og gimbur undan 13-137 Þúfu og 17-579 Forna


Hrúturinn er með þennan svarta blett og minnir helst á Hitler


Þetta er svakalegur köggull. Þetta er hrútur undan 13-113 Úthyrnu og 17-103 Dranga. Þetta er þrílembingur og var vaninn undir 12-079 Filmu



Þetta er líka köggull. Þetta er hrútur undan 17-314 Slettu og 16-152 Hrók. Það þarf að skoða þessa köggla í haust


17-315 Elna með gimbur undan 17-581 Pits. Gemlingslömbin eru mjög stór og flott





Molinn kveður


05.06.2018 17:50

Lömb



Hrútur og gimbur undan 16-299 Bólu og 17-103 Dranga


Hrútur og gimbur undan 15-216 Iðu og 17-103 Dranga


Hrútur og gimbur undan 11-051 Urð og 17-587 Daríusi


Gimbrar undan 10-021 Sælu og 16-152 Hrók


Gimbrar undan 15-223 Púpu og 16-573 Skála



Hrútur og gimbur undan 12-073 Ögn og 17-587 Daríusi





Molinn kveður


04.06.2018 19:40

Nýtt grill


Við fáum reglulega heimsókn í garðinn. Þessi gerir sér lítið fyrir og stekkur yfir girðinguna og fer sínar eigin leiðir


Hver veit nema að hún endi á þessu ef hún hættir þessu ekki.

Við vorum að kaupa okkur grill. Við vígðum það í dag og þvílíka grillið emoticon Nú er gaman að grilla emoticon


10-406 Viðja með hrút og gimbur undan 16-573 Skála





Þetta er svakalegt lamb. Það verður gaman að sjá hvernig hann verður þegar hann kemur af fjalli í haust. Þetta er hrútur undan 15-195 Hörpu og 16-152 Hrók



Gimbrar undan 12-321 Stutthyrnu og 17-587 Daríusi

Enn eiga tvær ær eftir að bera

Það er enginn gemlingur sem gengur með tvö. Náðum að taka undan þeim og venja undir aðrar

Það eru 6 ær sem ganga með þrjú lömb





Molinn kveður


03.06.2018 12:00

Lömb undan 13-953 Dreka og fleiri myndir

Lömb undan 13-953 Dreka



Gimbrar undan 12-217 Mógolsu



Gimbrar undan 15-244 Ræmu



Hrútur og gimbur undan 15-246 Tinnu

Alls 6 lömb, 1 hrútur og 5 gimbrar


Undan Tinnu og Dreka


Hrútur og gimbur undan 14-256 Skrítlu og 16-152 Hrók


Við Týri fengum óskipta athygli þarna. Þetta eru  nokkur smálömb og hrútar





Molinn kveður


02.06.2018 22:36

Lömb undan 16-995 Fáfni og fleiri myndir

Lömb undan 16-995 Fáfni



Hrútar undan 14-152 Sjönu



Gimbrar undan 14-609 Flugu


Hrútur undan 11-047 Brá

Alls eru þetta 5 lömb, 3 hrútar og 2 gimbrar



Hrútur og gimbur undan 13-106 Ámu og 16-152 Hrók



Hrútar undan 11-059 Mörk og 16-574 Strút







Yndislegur dagur með Ísafold Kolku Gísladóttur og fjölskyldu hennar. Ísafold er systir Hugins, litla gullsins okkar. Þessar myndir tók Hjalti Pálsson, afi þeirra





Molinn kveður



01.06.2018 14:24

Lömb undan 12-980 Lampa og fleiri myndir

Lömb undan 12-980 Lampa



Hrútar undan 15-218 Kötu


Gimbur undan 13-103 Muggu


Gimbur og hrútur undan 12-086 Pöndu



Hrútur og gimbur undan 15-191 Óttu

Alls 7 lömb, 4 hrútar og 3 gimbrar


14-184 Dyrgja með tvær gimbrar undan 16-152 Hrók


Hrútur og gimbur undan 13-119 Spök og 17-103 Dranga

Ég gisti uppfrá í nótt (nótt nr. 38). Gemsinn var orðinn burðarlegur í gærkvöld

Svo núna í dag, bar bæði gemsinn og ein ær. Það eru þá tvær ær eftir að bera. Líklegast fá þær að fara út, því þær bera ekki strax held ég

Þá er staðan á lömbunum svona: Á lífi 544 lömb, 265 hrútar og 279 gimbrar. Gimbrarnar hafa vinninginn þetta árið, því það eiga bara eftir að fæðast 3 lömb





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

20 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

23 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

21 daga

Tenglar

Eldra efni