Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 5946
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1852975
Samtals gestir: 82607
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:31

Færslur: 2018 Ágúst

16.08.2018 15:23

Hænur


Núna er ég orðin hænulaus. Búin að losa mig við þær allar. Ég er búin að kaupa fyrstu eggin síðan 2013. Það er pínu skrítið að vera ekki með hænur





Molinn kveður


15.08.2018 21:00

Ömmu og afa gull






Þessir eru góðir vinir. Þetta er yngsta ömmu og afa gullið okkar. Gaman að fá hann í heimsókn. Hann verður eins árs 24. ágúst emoticon emoticon





Molinn kveður


14.08.2018 20:00

Komnar 407 rúllur í sumar


Allt rúllað í gær sem var slegið 8. ágúst
Stykki 1, 7 rúllur
Stykki 2, 30 rúllur
Stykki 3, 50 rúllur
Stykki 4, 13 rúllur
Stykki 5, 20 rúllur
Stykki 8, 24 rúllur
Stykki 9, 18 rúllur
Alls 162 rúllur

Þá er búið að heyja 407 rúllur í sumar





Molinn kveður



13.08.2018 21:18

Hjónavígsla


Ég er svo endalaust stolt af þeim emoticon emoticon emoticon





Molinn kveður



12.08.2018 21:00

Fyrir og eftir myndir, af eldhúsinu


Fyrir, mynd af eldhúsinu


Eftir


Fyrir


Eftir





Molinn kveður


11.08.2018 22:39

Gifting á ættarmóti


Nú erum við á ættarmóti fimm bræðra.
Afkomendur Siggu Þórðar og Sigurjóns Steinssonar, saman komin á Myrká. Í dag var farið í Baugasel


Ættarmótið byrjaði í gær á messu. Öllum að óvörum létu þau Guðrún Helga og Jón Tómas gifta sig. Já þetta kom öllum á óvart. Elsku Guðrún og Nonni til hamingju með hvort annað emoticon





Molinn kveður

10.08.2018 13:49

Heyskapur


Mikið væri nú gott ef þessi fengi nú að skína alla helgina, því við erum að heyja á fullu


Þarna er verið að snúa





Molinn kveður


09.08.2018 21:37

Styttist í réttir


Nú styttist í réttir. Rúmur mánuður eftir. Mikil tilhlökkun emoticon





Molinn kveður


08.08.2018 21:32

Heyskapur


Annar sláttur hafinn. Öll túnin hér heima voru slegin í dag


Stykki nr. 1, 2, 3, 4 og 5 voru slegin í dag/kvöld


Já og líka stykki nr. 8 og 9

Þá er spurning með eingið, hvort það þurfi að slá þar aftur





Molinn kveður


07.08.2018 21:43

Fimman okkar

Veðrið í dag var nú ekki gott. Kuldi, rigning og hálfgert rok. Algjört haustveður. Það var samt engin miskun, krakkarnir fóru út að leika sér. Hér koma nokkrar myndir af þeim








Hér raða þau sér upp í aldri og stærð. Sólveig Björk 12 ára, Dagur Árni 12 ára, Jökull Logi 9 ára, verður 10 ára í desember, Damian 9 ára, verður 10 ára í desember og Einar Breki 6 ára og verður 7 ára í september emoticon





Molinn kveður


06.08.2018 22:31

Góð máltíð


Hér var sko góður matur í kvöld. Tengdasonur okkar, Jón Tómas kom og eldaði fyrir okkur nautakjöt. Hann er snillingur í eldhúsinu emoticon  Nautakjötið var frá vinum okkar á Vöglum í Skagafirði. Takk svo innilega fyrir kjötið og eldamennskuna


Já við vorum 12 sem borðuðum þennan góða mat emoticon 




 
Molinn kveður


05.08.2018 22:24

Versló


Krakkarnir að keppast við að ná nammi sem hent var af húsþaki á Hjalteyri. Það var mikil keppni í gangi


Mjög gaman hjá krökkunum


Þessa mynd tók Þráinn Sigvaldason, vinur okkar hér í sveitinni, við messuna á Myrká í gær. Mér finnst þetta svo flott mynd af þessum góðu vinum, að ég varð að setja hana hér inn. Þórður og Damian vinir emoticon





Molinn kveður


04.08.2018 21:49

Guðþjónusta á Myrká

Nokkrar myndir í albúmi hér að ofan
Guðþjónusta á Myrká í morgun

Oddur Bjarni og Stefanía
 
 
Ég setti inn nokkrar myndir, frá messunni í morgun, í myndaalbúmið hér að ofan 

Góðir gestir í heimsókn



 
 
Molinn kveður
 
 

03.08.2018 18:51

Ég er mjög sátt. Búin að fá eldhúsið


Já, já maður er nú búinn að prufa helluborðið. Pönnukökur í kaffitímanum emoticon


Flotti hópurinn okkar emoticon


Fórum í smá göngu emoticon


Þeir fóru nú létt með þessa göngu


Flottir ömmu og afa stubbar emoticon

Ég er mjög montin með eldhúsið. Mjög flott. Það verður gaman að vinna í því í framtíðinni emoticon





Molinn kveður


02.08.2018 22:44

Eldhúsið vígt


Tvíréttað í dag. Lifur, hjörtu og nýru í sósu og svo lasagna. Eldað í fellihýsinu og bílskúrnum í síðasta sinn emoticon


Sósumaturinn hitaður upp í kvöldmat og það á nýja helluborðinu


Háfurinn kominn upp


Nýja eldhúsið vígt. Við borðuðum kvöldmatinn þar


Þetta er náttúrulega bara best emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni