Afkomendur Siggu Þórðar og Sigurjóns Steinssonar, saman komin á Myrká. Í dag var farið í Baugasel
Ættarmótið byrjaði í gær á messu. Öllum að óvörum létu þau Guðrún Helga og Jón Tómas gifta sig. Já þetta kom öllum á óvart. Elsku Guðrún og Nonni til hamingju með hvort annað
Veðrið í dag var nú ekki gott. Kuldi, rigning og hálfgert rok. Algjört haustveður. Það var samt engin miskun, krakkarnir fóru út að leika sér. Hér koma nokkrar myndir af þeim
Hér raða þau sér upp í aldri og stærð. Sólveig Björk 12 ára, Dagur Árni 12 ára, Jökull Logi 9 ára, verður 10 ára í desember, Damian 9 ára, verður 10 ára í desember og Einar Breki 6 ára og verður 7 ára í september
Hér var sko góður matur í kvöld. Tengdasonur okkar, Jón Tómas kom og eldaði fyrir okkur nautakjöt. Hann er snillingur í eldhúsinu Nautakjötið var frá vinum okkar á Vöglum í Skagafirði. Takk svo innilega fyrir kjötið og eldamennskuna
Krakkarnir að keppast við að ná nammi sem hent var af húsþaki á Hjalteyri. Það var mikil keppni í gangi
Mjög gaman hjá krökkunum
Þessa mynd tók Þráinn Sigvaldason, vinur okkar hér í sveitinni, við messuna á Myrká í gær. Mér finnst þetta svo flott mynd af þessum góðu vinum, að ég varð að setja hana hér inn. Þórður og Damian vinir