Þessi gullmoli á afmæli í dag. Hann er orðinn 10 ára gamall
Damian var mjög ánægður með daginn. Hann fékk afmælissöng og afmælispakka í morgun
Eftir skóla fórum við á flugvöllinn til að taka á móti mömmu hans. Fórum svo heim og drukkum afmæliskaffi
Eftir kaffi þá fórum við öll í bíó á myndina Ralph breaks the internet
Eftir bíóferðina fórum við með mömmu hans út á flugvöll
Keyptum pitsu (uppáhaldið hans) og borðuðum hana heima
Svo var nú kominn svefntími og allir í háttinn
Þessi dagur var góður
Molinn kveður