Ég ákvað að njósna aðeins um Þórð, sjá hvað hann var að gera upp við fjárhús
Já hann var að vinna
Svo fór hann upp að prest-fjárhúsum
Og ég njósnaði um hann þar
Hann var að hreinsa úr gjafagrindinni. Hann er að undirbúa að geld féð fari þangað
Ég flaug svo drónanum upp í fjall
Ég ætlaði að fljúga alveg upp á fjall, en það var of mikil gola til að það hafi tekist
Við fórum í Gáseyrarfjöruna
Guðrún og Haukur Nói fóru með okkur
Mjög skemmtilegt fyrir börnin að fara þangað
Svo fengum við okkur heitt kakó og með því
Mynd tekin af drónanum
Þyrluflug er algeng sjón hér
Kaldbakur
Molinn kveður