
Svona var ástandið kl. 7 í morgun. Engin skófla hér inni og Týri þurfti að fara út að pissa.
Ég gat ýtt snjónum frá með höndunum, en bara niður að dyrabjöllu. Snjórinn var svo mikill og þéttur að það var ekki hægt að ýta meira frá. Týri stökk upp og ég þurfti að hjálpa honum að komast út. Það sjást för í snjónum eftir afturfæturnar hans
Simmi byrjaður að blása til að komast í vinnu. Svakalegir skaflar sem hafa komið í nótt
Þessi skafl er fyrir framan húsið okkar
Nú er gott að hafa góð tæki til að redda sér
Ég þurfti að taka tilhlaup og stökkva upp, eins og ég væri að stinga mér til sunds,til að komast út
Ef vel er að gáð, sjást sundförin mín í snjónum þarna við hurðina
Ég þurfti að moka göng fyrir hina, því við þurftum að fara í fjárhúsin að gefa
Enginn skóli og börnin komu bara með í fjárhúsin. Ekki gott ástand á hlöðunni og syðsta garðanum. Og eiginlega öllu húsinu. Allt fullt af snjó
Og líka á ganginn
Við rétt höfðum okkur heim úr fjárhúsunum. Hér í suðvesturskotinu er allt að fyllast af snjó. Snjórinn er kominn jafn hátt þakinu
Já og hér er allt fullt. Þetta er í suðvesturskotinu
Í suðvesturskotinu
Vestan við húsið
Suðvesturskotið
Nú er komið gott veður og þá er um að gera að fara út að leika
Já gaman að vera úti og gera snjóhús
Við reynum að stækka þetta næstu daga
Snjóhúsið er þarna á bakvið
'14 árgangur kominn inn í myndaalbúm
Molinn kveður