Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1704
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 7163
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1855896
Samtals gestir: 82622
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 04:48:52

Færslur: 2020 Mars

16.03.2020 20:18

Snjór


Það er komið svakalegt snjóstál við fjárhúsin. Líklegast uppundir tvo og hálfan meter

Við hreinsuðum stéttina og bílaplanið í dag. Það var kominn þónokkur snjór þar. Það er allavega tilbúið fyrir næsta óveður

Þessir koma stundum og fá í gogginn

Ég gaf þeim smá bita

Þeir komu þrír og fengu sér vel að éta

Veðrið var dásamlegt í dag





Molinn kveður


15.03.2020 20:32

Vont veður í dag


Staðan í dag. Úti var vont veður og þá var dundað við að perla





Molinn kveður


14.03.2020 20:35

Smá útivera í snjónum


Við fórum í morgun og mokuðum upp leiðið hjá litla gullinu okkar. Nú er að halda því við, því bráðum kemur að afmælisdeginum hans og þá kveikjum við á kerti emoticon

Elsku litli gullmolinn


Smá útivera með þessum í dag emoticon

Við fórum upp að girðingu og renndum okkur niður. Það var ekki gott rennsli, þótt Simmi og Helga væru búin að fara á snjósleðanum nokkrar ferðir til að troða snjóinn

Strákarnir að koma niður

Ekki gott rennsli, en góð útivera





Molinn kveður


13.03.2020 22:26

Snjókoma


Möðruvallakirkja í morgun. Líklegast er hún komin í frí

Það snjóaði þónokkuð í nótt og morgun. Þessi mynd var tekin í morgun





Molinn kveður


12.03.2020 21:19

Skíðaskólinn


Þessi tekin í morgun

Skíðaskóli hjá 1. - 4. bekk í Þelamerkurskóla, í Hlíðarfjalli í dag

Þarna eru nokkrir nemendur með kennara



Allir að skíða

Stubburinn okkar var svo duglegur, að hann fór í diskalyftuna. Hér er skíðakennarinn að draga hann og sýna honum hvernig diskalyftan virkar


Og það tókst að koma honum í lyftuna


Þau fóru úr lyftunni í miðri brekku


Og hann fékk smá knús elsku gullið


Hann renndi sér svo niður


Og aftur fór hann upp í miðja brekku




Og fékk aftur smá knús


Nú fór minn alla leið upp emoticon


Ég er svo stolt af honum. Hann var svo duglegur


Sjá hvað hann er duglegur


Kominn í hópinn með skíðakennara


Já ég er að springa úr stolti af þessum gullmola emoticon emoticon emoticon


Við fengum okkur rúnt í Löngumýri í Skagafirði, núna seinnipartinn


Varmahlíð. Ég var einn vetur í skóla í Varmahlíð. Það var veturinn 1975-1976. Við fórum einmitt í matreiðslu í Löngumýri. Við löbbuðum þangað frá Varmahlíð. Í minningunni var þetta góður vetur emoticon





Molinn kveður


11.03.2020 20:53

Veðurguðirnir í stuði

Frekar vont veður í dag. Á tímabili sást ekki í þennan runna. Þetta er tekið út um eldhúsgluggann





Stofugluggi

Í dag átti að vera skíðaskóli fyrir börn í 1-4 bekk  Þelamerkurskóla, í Hlíðarfjalli. Það var hinsvegar lokað í fjallinu og skíðaskólinn féll niður. Vonandi verður opið á morgun, því dagur 2 í skíðaskóla á að vera þá





Molinn kveður


10.03.2020 10:05

Burðardagar


Þessa mynd tók ég í morgun. Snjór yfir allt

Fyrsti morguninn sem þessi stubbur fer einn í skólann


24. apríl eiga  31 kindur tal
25. apríl eiga  20 kindur tal
27. apríl eiga    3 kindur tal
28. apríl eiga    9 kindur tal
29. apríl eiga    9 kindur tal
30. apríl eiga    7 kindur tal
01. maí  eiga  10 kindur tal
02. maí  eiga    9 kindur tal
03. maí  eiga    4 kindur tal
04. maí  eiga  19 kindur tal
05. maí  eiga    5 kindur tal
06. maí  eiga    3 kindur tal
07. maí  eiga    6 kindur tal
08. maí  eiga  21 kindur tal
09. maí  eiga  32 kindur tal
10. maí  eiga  32 kindur tal
11. maí  eiga  19 kindur tal
12. maí  eiga    5 kindur tal
13. maí  eiga    5 kindur tal
14. maí  eiga    6 kindur tal
15. maí  eiga    2 kindur tal
16. maí  eiga    4 kindur tal
18. maí     á     1 kind tal
19. maí     á     1 kind tal
20. maí     á     1 kind tal
21. maí     á     1 kind tal
22. maí  eiga    2 kindur tal
23. maí  eiga    2 kindur tal
26. maí  eiga    3 kindur tal
29. maí     á     1 kind tal
30. maí     á     1 kind tal
07. júní     á     1 kind tal
16 geldar með gemsunum
Vonandi náum við að láta telja aftur í þessum geldu ám, því ég held að nokkrar hafi verið nýfengnar þegar það var talið í þeim

Við erum ekki með tal á 48 kindum, af þeim eru 9 gemlingar
Alls 339 stk





Molinn kveður


09.03.2020 20:46

Skólabúðir Reykjum


Nú eru þessi tvö farin í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði. Þau fóru í morgun og koma á föstudaginn. Þau eiga eftir að skemmta sér vel hef ég trú á emoticon

Skólabúðirnar Reykjum


Og þá er bara þessi litli stubbur einn hjá okkur þessa viku. Hann á eftir að njóta þess emoticon


Það var gott veður og gott færi í fjallinu í dag. Ég fór með tvo í fjallið í dag


Hann átti töfrateppið, eða sko hann var einn í á því svæði





Framför í dag emoticon





Molinn kveður


08.03.2020 22:49

Hlíðarfjall í dag með gullmolum


Við fórum aftur í Hlíðarfjall í dag

Verið að fylla á orkutankinn

Veðrið var ágætt. Snjóaði annað slagið







Við fórum inn og fengum okkur franskar og gos

Einar Breki og Teitur voru mikið í stólalyftunni



Skemmtilegur og góður dagur emoticon





Molinn kveður


07.03.2020 20:55

Seinni sprautan gegn lungnapest


Við sprautuðum öll lömbin seinni sprautuna gegn lungnapest


Við fórum til Ólafsfjarðar í dag í skírn





Molinn kveður


06.03.2020 18:38

Hlíðarfjall á skíði


Við fórum í dag, á skíði í Hlíðarfjall

Damian á fullri ferð

Og Alexander kominn á fullt og meirisegja farinn að stökkva á litlum stökkpalli. Hann er algjörlega búinn að vinna brekkuna í töfrateppinu









Hann fór alltaf á stökkpallinn

Sólveig á fullu

Og allir að fylla á orkutankinn

Séð yfir Akureyri

Eftir góða veðrið í gærdag, kom skot í veðrið í gærkvöld





Það var ófært fyrir fjórhjólin upp í fjárhús

Þórður tók þá traktorinn og blés uppeftir

Og þá var hægt að fara á hjólinu uppeftir emoticon





Molinn kveður


05.03.2020 21:01

Drónaflug

Gott veður fyrir flug í dag. Fór smá flugrúnt emoticon

Séð inn Hörgársveit

Möðruvellir 3, 4 og 5



Möðruvallakirkja og Möðruvellir 1 og 2





Akureyri

Vaðlaheiði



Séð út Hörgársveit

















Já gott veður í dag, en ekki gott veður í kvöld emoticon





Molinn kveður


04.03.2020 21:25

Hlíðarfjall í dag

Við fórum í Hlíðarfjall í dag og skemmtum okkur vel. Nú eru allir farnir að renna sér alveg sjálfir. Einn fór margar ferðir í stólalyftuna. Tvö voru í diskalyftunni og þessir tveir yngstu voru að læra að renna sér í töfrateppinu. Alveg frábær dagur emoticon



Það þarf líka að fylla á orkutankinn til að geta haldið áfram


Þeir fara einir í töfrateppið



Og renna sér einir niður

Svakaleg framför eftir daginn emoticon


Fallegur himinn í morgun. Verið að bíða eftir skólarútunni


Svona dagar, eins og dagurinn í dag var, eru æðislegir





Molinn kveður


03.03.2020 21:58

Myndaalbúm


Ég er búin að setja inn í myndaalbúmið, hrútana og smálömbin (gimbrar)





Molinn kveður


02.03.2020 13:21

Fallegt

Fallegur himinn í morgun. 10 mínútur milli fyrstu og síðustu mynd








Fallegur himinn og falleg börnemoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

20 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

23 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

21 daga

Tenglar

Eldra efni