Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 5946
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1852975
Samtals gestir: 82607
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:31

Færslur: 2020 Ágúst

16.08.2020 19:30

Drónaflug


Ég tók smá drónaflug í morgun. Hjalteyri, Kaldbakur, Hrísey og fl.


Hjalteyri


Skriðuland, Kjarni, Kambhóll, Fagriskógur, Bragholt og Arnarnes. Þarna sést líka Hrísey og út í Ólafsfjarðarmúla


Gamli skólinn í Arnarneshrepp


Þarna var ég að sýna Júlla hvernig dróninn virkar. Var að sýna honum að hann gæti tekið mynd af okkur


Þessi sveif hér yfir í dag emoticon





Molinn kveður


15.08.2020 20:40

Afslöppun


Ég fór og taldi hrútana í dag. Þeir voru allir


17-586 Nói þríliti


Það er einn og einn kubbur til á þessu heimili. Þessi kann að nota þá


Ég er algjörlega búin að fara eftir þessu í dag. Ég hef verið í algjörri leti og afslöppun. Hugsið um þetta kæru vinir





Molinn kveður


14.08.2020 19:26

Búið að keyra öllum rúllunum heim


Við kláruðum að ganga frá endunum og merkja rúllurnar

Það er búið að keyra öllum rúllunum heim. Glæsilegt emoticon





Molinn kveður


13.08.2020 20:50

Sund á Þeló


Sund á Þeló emoticon  Vöfflur og kakó á eftir. Það er nú gott

Það er búið að keyra heim rúllunum af fjallstúninu, 15 stk.





Molinn kveður


12.08.2020 18:57

73 rúllur í dag


Búið að rúlla af öllum túnunum

Tún 1 - 4 rúllur
Tún 3 - 30 rúllur
Tún 4 - 3 rúllur
Tún 5 - 15 rúllur
Tún 8 - 15 rúllur
Tún 9 - 6 rúllur
Samtals 73 rúllur

Rúllurnar í fyrri slætti voru 187 og þá eru rúllurnar í sumar orðnar alls 260


Við fórum út í göngu


Og svo eftir svona dag, þá er gott að fá sér almennilega máltíð

Lambakjötið svíkur engann emoticon





Molinn kveður


11.08.2020 20:55

Sveppir og fleira

Nokkrar sveppamyndir



















Við fórum í smá göngutúr í dag emoticon

Og smá drónaflug emoticon







Molinn kveður


10.08.2020 19:52

Heyskapur


Nú er að krossa putta. Það er ekki búið að rigna og vonandi sleppum við. Öllu var snúið einu sinni í dag


Við fórum upp í fjallshólf, til að telja hrútana. Þeir voru allir emoticon





Molinn kveður


09.08.2020 20:56

Seinni sláttur


Öll túnin hér heima voru slegin í dag. Nú er bara að vona að það verði þurrkur emoticon


Aðeins að koma mynd á þetta hjá okkur





Molinn kveður


08.08.2020 21:44

Holið búið


Jæja ég var aðeins duglegri í dag en í gær. Ég málaði loftið og hina veggina tvo. Nú er holið búið emoticon Sófinn verður settur þarna á morgun emoticon

Það sem eftir er að mála eru báðar forstofurnar, stofan, þvottahúsið og litla snyrtingin emoticon





Molinn kveður


07.08.2020 21:08

Smá afslöppun í dag


Letidagur í dag. Ég er bara búin að mála þessa tvo veggi í holinu. Ætlaði að vera duglegri, en nei bara leti emoticon





Molinn kveður


06.08.2020 21:21

Gólfið klárt

Búið að fúa og þá er gólfið klárt emoticon

Við héldum gömlu flísunum við kamínuna og þá varð að útbúa lista þar sem flísarnar mætast. Halli og Sissa voru nú ekki í vandræðum að galdra hann fram

Kemur mjög vel út

Stofan. Ég á eftir að mála veggina emoticon

Holið og séð inn í stofu

Snillingarnir sem unnu verkið emoticon Halli og Sissa dugnaðarforkar emoticon

Í lokin fóru þau smá rúnt á fjórhjólunum


Ég fór með stubbana, í dag, á leikvöllinn við Naustaskóla. Þeir hoppuðu og skoppuðu

A

D

E

H

Þeir fóru í öll tækin þar

Þetta leiktæki ætti að banna haha. Þeir fóru hring eftir hring og á endanum varð þeim bara óglatt emoticon





Molinn kveður


05.08.2020 21:32

Búið að flísaleggja

Flísalögnin kláraðist í dag emoticon emoticon emoticon emoticon

Stofan

Forstofan aðaldyra megin

Og upphækkun fyrir þvottavélina

Það verður fúað á morgun og vá hvað þetta er flott og ánæjulegt


Rafmagnið fór af í morgun þegar ég var að elda. Ég fór þá bara með pottinn út í húsbíl og suðan hélt áfram þar. Ég hitaði svo kaffi í leiðinni

Það er búið að rigna mikið í dag



Molinn kveður


04.08.2020 20:40

Kominn hiti á húsið

Nú er kominn hiti á húsið. Það er kominn hiti á allt nema stofuna, því það er verið að flísaleggja þar


Þetta fer að verða búið emoticon

Stofan


Alexanders herbergi

Damians herbergi

Og hjónaherbergið. Núna þurfum við ekki að sofa á dýnum á gólfinu. Það er nú gott emoticon





Molinn kveður


03.08.2020 21:01

Flísalögn

Það er búið að fúa frammi í forstofu, snyrtingunni og þvottahúsinu. Alveg glæsilegt emoticon

Það er byrjað að flísaleggja í stofunni emoticon



Stofan


Alexanders herbergi klárt emoticon Hann var mjög spenntur að fara að sofa í nýju kojunni sinni


Hinn árlegi hittingur hjá okkur kindavinkonum var í dag. Það er alltaf gaman að hittast emoticon Það hefði mátt vera lengri stund með þeim, fjölskyldunni, en það verður bara seinna emoticon





Molinn kveður


02.08.2020 21:31

Búin að mála herbergisálmuna

Það tókst að klára að mála herbergisálmuna í dag emoticon


Damians herbergi búið


Og gangurinn búinn emoticon Takið eftir að spegillinn er farinn emoticon

Nú getum við farið að raða inn í herbergin. Allavega setja rúm og kojur þar inn emoticon emoticon emoticon





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni