Gimbur undan 19-462 Jöru og 19-594 Darra. Jara fannst dauð 20. maí. Þessi gimbur var þá tekin inn sem heimalingur
Hrútur undan 13-104 Skrukku og 17-586 Nóa. Skrukka var þrílembd og við tókum hann undan henni. Höfðum enga til að venja hann undir og því varð hann heimalingur
Hrútur undan 15-235 Spöng og 19-598 Glóa. Spöng var þrílembd og við tókum hann undan henni
Gimbur undan 17-338 Búsku og 19-600 Gunnsa. Búska var þrílembd og við tókum hana undan henni
Hrútur undan 12-076 Ösp og 18-590 Sonik. Ösp fóðraðist illa í vetur. Eftir burð, þá varð hún mjög slæm í fótunum, svo slæm að það þurfti að lóga henni
Gimbrin á móti, undan Ösp og Sonik
Hrútur undan 14-143 Kiðu og 17-586 Nóa. Hún var sónuð með þrju, en kom með fjóra hrúta. Þessir tveir voru teknir undan henni
Hrútur undan Kiðu og Nóa
Gimbur undan 18-388 Svölu og 16-108 Bláma. Þetta er sú sem ég skrifaði um í bloggi 5. október
Hér eru þau öll í vor áður en þau fóru á fjall
Molinn kveður