Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1688
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1848717
Samtals gestir: 82599
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:39:09

Færslur: 2021 Janúar

16.01.2021 21:13

Flottur vinnumaður


Við vorum bara með einn vinnumann í fjárhúsunum í dag

Hann er mikill hestamaður og hann fékk að gefa hestunum, sem eru í fjárhúshólfinu, smá góðgæti

Þeir voru ánægðir með hvorn annan emoticon





Molinn kveður


15.01.2021 19:39

Skíði


Við drógum strákana á sitthvoru hjólinu. Ekki er nú mikill snjór



Þeir eru þarna upp við girðingu

Og renna sér niður

Nú er sá stutti búinn að brjóta ísinn. Hann var á báðum áttum að fara á skíði, en lét sig hafa það og þótti gaman. Nú er bara að fara í fjallið. Þar er meiri snjór





Molinn kveður


14.01.2021 17:53

Burðardagar

Það eru 3 sem bera fyrr en sauðburður skellur á. Það eru þessar sem heimtust 6. 7. og 22. desember. Við vitum að ein þeirra á að bera 28. apríl, því hún var að ganga 6. des. á Myrkárdal, þegar Simmi fór og fann þær. Hér koma burðar-dagarnir sem við náðum að skrá

28. apríl    á     1  kind tal
04. maí  eiga  13 kindur tal
05. maí  eiga    4 kindur tal
06. maí  eiga  13 kindur tal
07. maí  eiga    9 kindur tal
08. maí  eiga  19 kindur tal
09. maí  eiga  18 kindur tal
10. maí  eiga  20 kindur tal
11. maí  eiga  27 kindur tal
12. maí  eiga  14 kindur tal
13. maí  eiga  15 kindur tal
14. maí  eiga  20 kindur tal
15. maí  eiga  13 kindur tal
16. maí  eiga    7 kindur tal
17. maí  eiga   17 kindur tal
18. maí  eiga   14 kindur tal
19. maí  eiga   10 kindur tal
20. maí  eiga    2 kindur tal
21. maí  eiga    2 kindur tal
22. maí  eiga    2 kindur tal
27. maí     á       1 kind tal
04. júní     á       1 kind tal
05. júní     á       1 kind tal

Við erum ekki með tal á 73 kindum, af þeim eru 8 gemlingar
Alls 316 stk

Það verður nóg að gera í vor emoticon








Molinn kveður


13.01.2021 18:57

Fjórir gullmolar


Tveir ömmu og afa gullmolar í heimsókn. Við fórum í Skíðaþjónustuna, til að skipta út skíðaskóm, því þeir hafa stækkað síðan í mars


Ég hélt að það væri búið að opna í fjallinu og við ætluðum að fara á skíði, en það verður ekki opnað fyrr en á föstudaginn. Við tókum þá bara á það ráð að skíða á túninu fyrir neðan íbúðarhúsin


Ég setti langan kaðal aftan í hjólið og keyrði hring eftir hring. Þeir héldu í kaðalinn og náðu að halda jafnvægi meðan ég keyrði. Þeir hafa engu gleymt frá því í mars. Meirisegja sá yngsti gat þetta emoticon Nú er bara að bíða eftir að fjallið verði opnað emoticon


Að lokinni útiveru, þá fengu sér allir að borða kvöldmat emoticon





Molinn kveður


12.01.2021 17:13

Kalt og fallegt veður


Möðruvallakirkja í morgun


Að bíða eftir skólarútunni emoticon


Horft til Akureyrar í morgun emoticon

Systurnar Hýra og Höfn undan 14-140 Hríslu og 17-371 Krissa. Það hefur breyst hornalagið á þeim á einu ári


19-455 Hýra



19-456 Höfn





Molinn kveður


11.01.2021 16:53

Fallegt


Himininn var flottur í morgun eins og svo oft áður



16-571 Þyrill á vaktinni. Það er allt rólegt hjá hrútunum þessa dagana

19-597 Ótti og 18-593 Hamar að spjalla saman

Þær sleikja saltsteinana reglulega


Seinni parturinn í dag





Molinn kveður


10.01.2021 18:05

Jólasveinabrekkan


Búin með morgungjöf í morgun. Þarna er einn "massaður" vinnumaður emoticon


Við fórum í jólasveinabrekkuna í dag

Það voru margir að viðra börnin sín

Einn ömmu og afa gullmoli kom líka emoticon

Góðir vinir að leika sér saman í aparólunni emoticon





Molinn kveður


09.01.2021 15:49

Sluppum við vonda veðrið


Við sluppum alveg hér við þetta veður sem átti að koma. Það snjóaði aðeins en það varð ekki brjálað veður




Bara ágætisveður


Þegar maður nennir ekki í bæinn, til að fá sér seik, þá býr maður hann bara til sjálfur. Þessi er sko ekkert verri emoticon

20-493 Hjörný undan 15-195 Hörpu og 16-820 Vidda


20-520 Alfa undan 17-341 Akafíu og 19-600 Gunnsa


20-496 Fnjósk undan 17-376 Fóu og 16-820 Vidda


20-507 Logey undan 13-121 Ljúfu og 19-597 Ótta


20-498 Hrifla undan 14-140 Hríslu og 17-831 Amor





Molinn kveður


08.01.2021 18:27

Veturinn er mættur

Jæja, ætli veturinn sé nú loksins að mæta. Það er nánast ekkert búið að snjóa í vetur. Bara komið smá föl, en mikil rigning annað slagið







Það er að versna veðrið. Komið rok og snjókoma


Af 316 kindum, sem eiga að bera, erum við með fangdag á 243. Það eru þá 73 sem hafa ekki fangdag





Molinn kveður


07.01.2021 19:00

Jólin búin


Sjötti janúar í gær og þá tókum við öll jólaljós úr sambandi. Jólin eru búin hjá okkur í Möðruvöllum 3

Við erum búin að ganga frá öllu jóladóti og koma því á sinn stað

Stofan




Eldhúsgluggarnir

Ég er alltaf svo fegin þegar við erum búin að ganga frá jóladótinu emoticon





Molinn kveður


06.01.2021 20:25

Fjárhúslíf


Það er komið hornahlaup á gemlingana


Þessi er að biðja um góðgæti hjá mér


Gemlingar


Morgungjöf lokið





Molinn kveður


05.01.2021 20:19

Rútína


Að bíða eftir skólabílnum. Það er gott að vera í fríi, en það er líka gott að fá rútínuna aftur emoticon


Ein kirkjumynd emoticon





Molinn kveður


04.01.2021 20:36

Ótrúlegt veðurfar


Í morgun eftir morgungjöf. Það er með ólíkindum að það er enginn snjór og varla snjór í fjöllunum, 4. janúar

Við skruppum í bæinn í dag og ég varð að taka nokkrar myndir, á leiðinni heim, til að hafa í þessari dagbók að það hafi ekki verið neinn snjór á þessum árstíma. Alveg með ólíkindum











Já snjóleysi er það í dag





Molinn kveður


03.01.2021 21:00

Morgungjöf


Þær kunna að redda sér, þó að garðarnir séu lokaðir. Þær klifra bara upp á garðabandið

Nú eru allar ærnar fengnar, eða ég vona það. Það hefur ekki verið nein að ganga í nokkra daga





Molinn kveður


02.01.2021 17:00

Fallegt veður


Morgunbirtan 

Möðruvallakirkja í morgun





Flottur himinn í morgun

Listaverk

Við kveiktum í kössunum undan tertunum

Bara lítið bál





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni