Það var enginn skíðaskóli í dag vegna veðurs. Vonandi verður skíðaskóli á mánudaginn
Veðrið var ekki gott í morgun, en svo lagaðist það
Það eru komnir skaflar hér og þar, en ekki mikill snjór svona heilt yfir
Þórður að blása frá fjárhúshurðinni
Það var kominn þónokkur snjór á bílaplanið
Gaman að leika sér í þessum nýja snjó
Týri tekur þátt í leiknum
Svartþröstur. Hann kom í garðinn til okkar í dag. Ég hef aldrei séð þennan fugl, nema á mynd. Vonandi er hann kominn til að vera
Molinn kveður