
Við settum 19-489 Blöndu upp hjá smálömbunum í hlöðunni, í gær. Við byrjuðum að vakta hana í gærkvöld, þá með ca. fjóra tíma á milli. Ég gáði að henni áður en ég fór að sofa í gærkvöld, kl. þrjú í nótt og kl. hálf átta í morgun. Það var ekkert að ske hjá henni þá. Við fórum svo í fjárhúsin rétt rúmlega átta (þegar strákarnir voru farnir í skólann), þá var kominn belgur hjá henni
Við fórum í það að gefa. Hún fór bara að éta og var ekki með neina sótt. Þegar við vorum búin að gefa í öllu húsinu, byrji sóttin hjá henni
Ég stillti mér upp þarna við garðann, kraup á gólfinu og myndaði í gegnum rifu undir garðanum, til að trufla hana ekki
Hún var lítið vör við mig, þó hún hafi horft þarna á símann minn
Og þá byrjar myndasyrpan af henni
Stutt í fyrra lambið
Ekki alveg í fókus, en þarna er hausinn kominn út og vel það
Hún stóð upp og þarna sést hvar lambið hangir, ef vel er að gáð
Og svo datt það úr henni
Hún snéri sér við og byrjaði að kara það. Hún varð strax góð móðir
Hún er blendingur (móðirin forysta). Hún var sumrungur/smálamb í fyrravetur og átti að fara í sláturhús síðasta haust. Hún ákvað hinsvegar sjálf að fá að vera á húsi þennan vetur, því hún skilaði sér ekki heim fyrr en 6. desember, þá fengin
Byrjuð að kara lambið
Smálömbin forvitin og fylgjast með
Alveg sátt með svörtu gimbrina sína
Það leið ekki langur tími á milli. Þarna sést í hitt lambið
Og hún lagðist niður og það kom í einum rembing
Það er komið þarna
Og það var svar-flekkótt gimbur
Blanda með báðar gimbrarnar sínar
Ég fór með strákana í fjárhúsin þegar þeir komu heim úr skólanum. Þeir voru glaðir að sjá litlu lömbin
Það er alltaf gaman að fá fyrstu lömbin. Vorið er rétt að koma
Molinn kveður