Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 603
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 1495
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 1354600
Samtals gestir: 69523
Tölur uppfærðar: 18.10.2024 09:30:56

Færslur: 2021 Júlí

16.07.2021 22:07

Fyrri heyskap lokið


Stykki 6 og 7 var rúllað í gær, 15. júlí
59 rúllur á stykki 6 og 85 rúllur á stykki 7
Alls eru komnar úr fyrri slætti 195 rúllur


Þau gengu upp að fossi í dag. Flottur hópur





Molinn kveður


15.07.2021 21:45

Lítið ættarmót þessa daga


Flottur hópur í heimsókn. Það vantar fjóra á þessa mynd


Það er alveg mjög sérstakt samband á milli okkar Knúsu. Ég er búin að hugsa um hana síðan hún var dags gömul. Hún heldur að ég sé mamma hennar. Hún sýnir engum eins mikla ást og mér. Alveg hreint yndisleg emoticon

Elsku Knúsa





Molinn kveður


14.07.2021 21:31

Slegið niður á engi


Stykki 6 og 7 niður á engi, voru slegin 13. júlí
Í dag kom rigning og ekki hægt að rúlla í dag. Kannski verður hægt að rúlla á morgun

Já það kom kærkomin rigning í dag. Þó það hafi ekki verið hægt að rúlla, þá var nú gott að fá rigningu, því allt var að skrælna


Ég fæ alltaf góða hjálp við að gefa lömbunum





Molinn kveður


13.07.2021 22:10

Ömmu og afa gullmoli


Jæja loksins erum við búin að knúsa þennan ömmu og afa gullmola. Hún var að flytja til Íslands frá Noregi. Hún verður eins árs núna 17. júlí og við erum að sjá hana í fyrsta skipti fyrir utan að sjá hana í gegnum netið. María og fjölskylda komu í dag og ætla að vera hér í nokkra daga. Ég held að við fáum öll börnin okkar í heimsókn emoticon Góðir dagar framundan hjá okkur öllum emoticon





Molinn kveður


12.07.2021 21:12

Heyskapur


Öll túnin hér heima voru slegin 9. júlí


Öllu snúið einu sinni, en tvisvar þar sem var aðeins meira á


Þarna sjást túnin sem slegin voru

Stykki 1 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 6 rúllur
Stykki 3 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 21 rúllur
Stykki 4 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 2 rúllur
Stykki 5 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 15 rúllur
Stykki 8 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 4 rúllur
Stykki 9 slegið 9. júlí. Rúllað 11. júlí. 3 rúllur


Samtals eru þetta 51 rúllur

Það var frekar lítið á þessum stykkjum, því ærnar eru ný farnar af þeim. Og til viðbótar beitinni, þá eru þau brunnin vegna þurrks. Samt nauðsynlegt að hreinsa þau. Nú þarf gróðurinn frekar mikið á rigningu að halda



Ömmu og afa gullmoli er 7 ára í dag emoticon Til hamingju elsku fallegi Haukur Nói okkar emoticon


Já þær eru farnar að mæta á hverjum morgni og reka á eftir mér með pelana þessar elskur

Og þá er að láta þær elta mig uppeftir

Og fara með þær inn í réttina, gefa þeim og klifra svo yfir og stinga af. Þær fara svo að fara á fjall eftir nokkra daga emoticon





Molinn kveður


11.07.2021 20:46

Staðarhnjúkur

Gengum á Staðarhnjúk í dag

Lögðum af stað frá þessu hliði um hálf ellefu í morgun

Veðrið var fínt, en skyggnið var ekki gott til að byrja með

Það var þoka alveg niður að fossi

Við vorum ánægð að sjá þessa gæjast í gegn. Þá var möguleiki að þokan færi

Við vorum ekki alveg viss hvar ætti að fara upp vegna skyggnis

Klár í fjallið

Þarna sést í botninn í Staðarskarðinu

Þarna vorum við komin í sól en þokan fyrir neðan okkur

Þarna sést í botninn á skarðinu

Við erum þarna komin upp. Þvílíkir dugnaðar drengir sem við eigum

Þetta var í kassanum. Ég saknaði þess að það var engin gestabók þarna

Við fórum líka á syðri hnjúkinn

Útsýnið var flott









Sælir og ánægðir drengir

Hér er leiðin upp á Staðarhnjúk. Þessi gula lína sýnir leiðina sem á að fara upp, en við fórum þar sem rauða línan er. Þvílíkt klúður. Ég átti að vita leiðina, en þegar við byrjuðum að labba þarna upp, þá var þoka og ég áttaði mig ekki á því strax að við værum ekki á réttri leið

Þegar við komum niður fylltum við tómu flöskurnar og fengum okkur að drekka. Við vorum búin með allan vökva sem við vorum með og vorum orðin þyrst

Og það voru fleiri sem voru ánægðir að sjá vatnið

Komin niður við hliðið kl. 17  Gulu örvarnar sýna Staðarhnjúk fyrir þá sem ekki vita það

Það verða einhverjir með strengi á morgun. Duglegir göngugarpar





Molinn kveður


10.07.2021 17:46

Staðarárfoss


Við fórum upp að fossi í morgun

Þeir voru alveg ákveðnir að fara upp að fossi

Vatnselgur

Aðeins að hvíla sig

Tekin frá fossinum

Tekið niður fossinn

Við fórum létt með þennan göngutúr



Flottur foss

Fossinn er þarna sem gula strikið er. Við ætlum að fara upp á Staðarhnjúk á morgun ef veðrið verður svona gott. Það verður gaman

Já þær fundu mig aftur í morgun

Og þá er bara að láta þær elta mig upp í fjárhús, í réttina og gefa þeim. Ég gef þeim alltaf þar emoticon Þær fá mjólk þrisvar á dag





Molinn kveður


09.07.2021 20:38

Stuttbuxnaveður í dag


Þær fundu mig haha nú er friðurinn úti


Við byrjuðum morguninn á að fara upp í fjallshólf

Góðir vinir/bræður

Já og sterkir

Þeir prufuðu að vaða berfættir. Það fannst þeim kallt



Þeir fengu þá bara að vaða í skónum

Enginn er verri þótt hann vökni emoticon

Staðarskarð

Fossinn í Staðaránni


Við tókum með okkur heim, nokkra steina

Og þeir fengu að mála á þá



Við fórum svo á fjórhjólunum niður á engi

Góður túr



Afi með strákana sína

Við tókum með okkur nesti, sem er nauðsynlegt á svona fallegum stað


Við hittum þennan unga. Ég held að þetta sé kríu ungi


Flottir fósturbræður emoticon


Sæl og ánægð eftir daginn





Molinn kveður


08.07.2021 21:25

Fjallshólfið

Við skruppum upp í fjallshólf aðeins að kíkja á kindurnar sem þar eru

18-593 Hamar og 20-606 Munkur


16-571 Þyrill


Jesú, undan 20-525 Gloríu. Þessi hrútur er eingetinn emoticon


20-603 Sagosen


18-406 Prinsessa með gimbrar. Ekki er vitað hver faðirinn er þar sem hún fékk á fjalli í haust. Hún fékk ekki að fara á fjall núna


19-489 Blanda með gimbrar. Það er sama með hana. Ekki vitað hver er faðir lambanna og hún fær ekki að fara á fjall


18-591 Viti


20-609 Grindill


18-593 Hamar


20-606 Munkur og 16-571 Þyrill


Stari. Hann er með unga í annað sinn í vor/sumar





Molinn kveður


07.07.2021 21:20

Svakalegur hiti í dag


Tókum smá göngutúr í morgun


Hjalteyrarfjara

Það er búið að vera einum of gott veður í dag. Hitinn fór í 22,9 stig og það er svakalegt. Það er gott ef hitinn er í svona 16-18 stigum. Alveg nóg fyrir okkur





Molinn kveður


06.07.2021 20:59

Seinni sprautan


Nú er ég fullsprautuð. Ég fékk seinni sprautuna í dag


Strákarnir að gefa heimalingunum. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað þær verða lengi á mjólk. Ég er að gefa þeim þrisvar á dag. Ég þarf að fara að minka það í tvær gjafir





Molinn kveður


05.07.2021 21:17

Heimalingar


Krúttin mín

Heimalingarnir


Við fórum á leikvöllinn við Naustaskóla í dag







Allir í stuði og gaman að leika





Molinn kveður


04.07.2021 20:45

Fljótin


Við fórum í smá bíltúr á húsbílnum í dag

Við buðum pabba með og við fórum í Fljótin

Við keyrðum til Ólafsfjarðar og fórum Lágheiðina

Við stoppuðum á Lágheiðinni og fengum okkur kaffisopa

Týri fékk að fara með okkur og honum leiddist það nú ekki

Við stoppuðum í Haganesvík og borðuðum hangikjöt. Það er mjög langt síðan ég hef komið þangað

Sláturhúsið og kaupfélagið í Haganesvík

Í Haganesvík. Við fórum svo til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og heim

Við pabbi í lok dags emoticon Það var gaman að hafa hann með okkur í dag emoticon





Molinn kveður


03.07.2021 21:08

Gáseyri


Við byrjuðum morguninn á að loka hliðum á túninu upp í fjallshólfinu, svo hrútarnir geti ekki verið þar. Við fórum á fjórum fjórhjólum



Við fórum á Gáseyri. Skeljarnar eru alltaf vinsælar

Týra fannst sko ekki leiðinlegt

Hann fór bæði í tjörnina og sjóinn

Að ná í prik

Hann fór nú næstumþví í kaf


Þórður með strákana og Týra


Verið að finna skeljar og fleira


Þeir fóru fram á klettinn




Lóuþræll




Kría




Einhverjar endur


Það voru tveir kappar að leika sér á bretti í sjónum

Hér er annar

Og hér er hinn

Þekkir einhver þessa kappa?





Molinn kveður


02.07.2021 20:16

Flottir vinnumenn


Við tókum girðinguna niður, fyrir framan íbúðarhúsin. Kindurnar farnar og þá er ekki þörf fyrir girðingu fyrr en í haust. Við fengum góða hjálp við það verkefni


Hér eru þeir bræður að taka staurana og setja þá á kerruna

Svo duglegir





Og staurarnir settir á kerruna

Flottir og góðir bræður

Já og staurarnir komnir á kerruna

Búnir með verkefnið


Það er búið að vera gott veður í marga daga, nema hvað það er búið að vera mikið rok með því. Í dag hinsvegar var logn eða svo til. Þá var kaffitíminn tekinn úti


Þórður bar áburð á lóðina



Og sáði fræi í moldina. Það var ekki hægt að sá fyrr, því lömbin voru alltaf að heimsækja okkur í garðinn. Nú eru þau öll farin á fjall

Það verður flott þegar fræin fara að spíra





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

1 mánuð

4 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

3 mánuði

6 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

9 mánuði

4 daga

Tenglar