
|
Flettingar í dag: 5946 Gestir í dag: 21 Flettingar í gær: 7216 Gestir í gær: 67 Samtals flettingar: 1852975 Samtals gestir: 82607 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:31
Færslur: 2022 Apríl15.04.2022 19:07
 |
Morgungjöf. Maður fær óskipta athygli þegar búið er að gefa
á garðann og á að fara að opna. Þær fylgjast vel með manni.
Þarna er ein (Búbba) sem kann að bjarga sér, þó svo
að það eigi eftir að opna
 |
Nú er sko vorið komið. Ég þvoði, þurrkaði og setti aftur á,
rúmföt af fjórum rúmum Þvílíkt veður í dag. Æðislegt
 |
 |
Hann kallar ekki allt ömmu sína þessi hressi maður. Garðar
frændi Þórðar kom á hjóli frá Akureyri (Skógarhlíð), í morgun.
Hann verður áttræður 1. maí. Það er nú ekki hægt að sjá
það. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann hjólar hingað 
 |
Þessi fékk sér æfingu á fjórhjólinu
 |
Þrestirnir syngja fyrir okkur
Nokkrar drónamyndir í dag
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Húsbíllinn bíður eftir okkur. Við tökum rúnt á honum á
morgun eða sunnudaginn 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
14.04.2022 17:32
 |
Strákarnir fengu að knúsa kiðlinga á Myrká
 |
Ég held að þetta sé Doris
 |
Þeim fannst þetta mjög gaman
 |
Kiðin eru farin að éta hey
 |
Þau standa alveg upp á endann
 |
Svo flott
 |
Strákarnir í smá fjórhjólaæfingu. Við tókum litla hjólið út í
dag. Það verður líklegast notað eitthvað næstu daga
 |
 |
 |
Flottir strákar að leika sér
 |
Ég held að vorið sé komið miðað við að það eru komnar
flugur Ég vil fá vorið, en ekki flugurnar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
13.04.2022 19:14
 |
21-003 Vera er fyrsti gemlingurinn sem ber.
Hún á tal 29. apríl og var sónuð með tvö
 |
21-006 Gjóska ber 30. apríl. Hún var sónuð með tvö en
annað drepst
Já kominn smá sauðburðarspenningur í mig
Molinn kveður
|
|
|
|
12.04.2022 19:56
 |
Svona verður þetta eftir 14-16 daga. Sauðburður eftir
hálfan mánuð
Molinn kveður
|
11.04.2022 16:42
 |
Smá bakstur í dag
 |
Mjög fljótlegt að baka muffins. Ég skil ekkert í mér að vera
svona löt að baka. Þegar maður byrjar, þá er þetta ekkert
svo leiðinlegt
 |
Ég gerði eina uppskrift. Hún verður fljót að hverfa ofan í
nokkra munna hér á bæ
Molinn kveður
|
|
|
10.04.2022 19:25
 |
Jæja þá loksins fórum við í það að taka sýni úr kindunum.
Arfgerðargreining fyrir riðu
 |
Við tókum sýni úr 20 kindum
 |
Gestur hjálpaði okkur. Hann tók öll sýnin 
 |
Sýnin komin í poka
 |
Vinnumennirnir að þvo hjólin
 |
Þau voru orðin mjög óhrein
 |
Góðir vinir
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
09.04.2022 18:45
 |
Elsku litla gullið okkar fékk nafn í dag. Falleg athöfn 
 |
Þessi fallega stúlka heitir Birgitta Ósk. Já ég fékk nöfnu 
Svo falleg elsku ömmu og afa gull 
 |
Bræður hennar eru líka fallegir ömmu og afa gullmolar. Þeir
eru hér að passa upp á kertið hennar
 |
Kræsingarnar tilbúnar
 |
 |
 |
 |
 |
Flottir bræður tilbúnir í veisluna
 |
Morgungjöf. Við vorum mjög fljót í fjárhúsunum í morgun.
Við vorum með svo flotta vinnumenn með okkur. Við vorum
búin að gefa og komin heim hálf níu, sem er held ég met 
 |
Já búin og komin heim kl. hálf níu í morgun. Við höfðum
þá fínan tíma til að undirbúa veisluna fyrir Birgittu Ósk  
Góður og fallegur dagur  
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
08.04.2022 17:58
 |
Um daginn, tókum við upp steinana í stéttinni, til að koma
þriggjafasa rafmagnskapli út í bílskúr. Það gekk vel
 |
Í dag, röðuðum við steinunum aftur niður. Það gekk líka mjög
vel. Ég held að það sjáist ekki hvar rásin fyrir kapalinn var,
því þetta er svo vel gert 
 |
Við fengum góða hjálp við þennan frágang
Molinn kveður
|
|
|
07.04.2022 16:38
 |
Árshátíðin var í dag. Alexander tók þátt
í sýningunni hjá 3.-4. bekk. Mjög flott hjá þeim (Örkin hans
Nóa)
 |
3.-4. bekkur
 |
Damian kynnti atriðið hjá 7.-8. bekk. Hann stóð sig svakalega
vel
 |
Hann er hér ásamt bekknum sínum
Við erum mjög stolt af strákunum okkar   
 |
Jæja nú er hleðslustöðin komin upp og bíllinn settur í
samband hér heima. Hann er svona fjórum sinnum fljótari
að hlaða. Þvílík snilld
Molinn kveður
|
|
|
|
|
06.04.2022 16:44
 |
Nú er verið að vinna í því að setja upp hleðslustöð fyrir
rafmagnsbílinn
 |
Við tókum upp steina, til að gera rás fyrir rafmagnskapalinn
frá íbúðarhúsinu og út í bílskúr. Við þurfum að koma þriggja
fasa rafmagni þangað út
 |
 |
Búið að bora og setja rafmagnskapalinn þarna út og yfir í
bílskúr
 |
Kapallinn kominn inn í bílskúr. Það á eitthvað eftir að vinna
við þetta áður en við getum farið að hlaða bílinn
Molinn kveður
|
|
|
|
|
05.04.2022 15:50
 |
Svona var þetta í gærmorgun
|
 |
Og svona í morgun. Það hefur snjóað þónokkuð í nótt
 |
Möðruvallakirkja í morgun
 |
Sólin var að reyna að brjótast í gegnum snjókomuna
 |
Það tókst nú ekki hjá sólinni að brjótast í gegn
 |
 |
Svona var í allan dag
 |
Okkur var færður húsbíllinn, á sunnudaginn. Við þurfum að
bíða í nokkra daga til að geta farið rúnt á honum. Það er gott
og gaman að vera búin að fá hann heim 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
04.04.2022 19:08
 |
Svona var staðan í morgun. Allur snjór að verða farinn. Ég
held samt að það eigi að vera kallt og snjóa þessa viku. Ég
hélt að vorið væri komið. Það kemur þá í næstu viku
Molinn kveður
|
03.04.2022 19:24
 |
Í dag var æskulýðsmessa í Möðruvallakirkju, þar sem
fermingarbörn leiddu og fluttu okkur guðspjall
 |
Þau voru glæsileg og gerðu þetta vel 
 |
Vinnumennirnir okkar í morgun
 |
Ekki slæmt heyið sem við erum að gefa
Molinn kveður
|
|
|
|
02.04.2022 17:59
 |
Við erum búin að sprauta allt féð, fyrri sprautuna gegn
lambablóðsótt
 |
Það er biðröð í snyrtingu, á snyrtistofu Týra. Hrútarnir sækja
í Týra, til að láta hann sleikja sig. Þeim finnst það gott
 |
Flottir vinnumennirnir okkar 
 |
Fyrsti í grillkjöti í dag
 |
Svakalega gott
Molinn kveður
|
|
|
|
|
01.04.2022 18:22
 |
Við sprautuðum ærnar í tveim króm, í morgun. Tvær krær
eftir
 |
Við höfum alltaf þurft að setja ruslatunnurnar inn í bílskúr,
ef það er rok. Núna þurfum við þess ekki
 |
Þórður keypti tunnukjamma, á netinu
 |
Við settum kjammana upp í dag
 |
 |
Báðar tunnurnar fastar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 6 mánuði 19 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 8 mánuði 22 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 2 mánuði 20 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|