Síðasta ærin bar í nótt. Náma var sónuð með eitt. Ég gisti í
fjárhúsunum og hún bar um kl. 3 í nótt, fyrra lambinu. Ég
ætlaði að venja undir hana en hætti við það og ákvað að
lömbin hefðu það betra að annað væri á fóstrunni eins og
það er búið að vera og hitt yrði eitt undir henni. Ég ætlaði
að fara heim að sofa þegar ég var búin að græja lambið hennar
(gefa því töflu og spreyja naflastrenginn), en ákvað að fara
inn og sofna í klukkutíma og kíkja fram eftir það. Ég vaknaði
klukkutíma seinna og þá var kominn haus á seinna lambinu.
Ég vissi ekki að hún væri tvílembd. Ég náði að setja hausinn
inn og ná löppunum. Það gekk vel. Ég ákvað svo að sofa
restina af nóttinni í fjárhúsunum, því það var seinasta nóttin.
Þetta vor er ég búin að sofa 36 nætur í fjárhúsunum
 |
Um kl. tvö í nótt
 |
Verið að sá í flagið
 |
Lömbin í garðinum
 |
Hrútur og gimbur undan 14-145 Kirnu og 20-605 Bæron
 |
Kirnu lömb
|
 |
Þessi er að spá í að klifra upp í tré
 |
Gimbur undan 16-285 Brók og 21-703 Jalla
 |
Og hrúturinn á móti
 |
Hrútur og gimbur undan 18-435 Þrúgu og 19-597 Ótta
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|