
|
Flettingar í dag: 5946 Gestir í dag: 21 Flettingar í gær: 7216 Gestir í gær: 67 Samtals flettingar: 1852975 Samtals gestir: 82607 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:31
Færslur: 2023 Apríl15.04.2023 12:33
 |
Við fengum aðstoð við að sprauta féð. Tveir af
vinnumönnunum okkar
 |
Við sprautuðum allt féð, seinni sprautuna gegn lambablóðsótt
 |
Meðan við vorum að sprauta féð, lék þessi sér með pöddur
og ánamaðka
 |
Þoka í morgun
 |
En það breyttist fljótt og við tók sól og blíða. Við ákváðum
því að fara á skíði. Ég fór með tvo í fjallið. Við vorum rétt um
tvo klukkutíma og þeim fannst gaman
 |
Damian klár. Sólbráð og smá krap
 |
Dagur klár
 |
Og ég naut útiverunnar. Yndislegt að vera úti í svona góðu
veðri
 |
 |
Veðrið sko.........
 |
Þessi flugvél var að hugsa um að lenda í fjallinu, held ég. Hún
allavega flaug mjög lágt
 |
 |
TF-ROD. Ég tók þessar myndir á símann. Það var auðvelt
þegar hún flaug svona lágt
Svo eru nokkrar drónamyndir sem ég tók í dag
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Allt orðið autt og nú fer allt að þorna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
14.04.2023 19:42
 |
Þegar einn fer (fór til Reykjavíkur að keppa í körfubolta), þá
kemur annar í staðinn 
 |
Smá tilraun í gangi hjá mér. Ég veit að þetta er ekki fallegt, en
ég ætla að athuga hvort starinn vilji verpa í þetta. Ef ekki þá
tek ég þetta niður. Kemur í ljós fljótlega 
Molinn kveður
|
|
13.04.2023 17:52
 |
Græna línan. Ég held að heitavatnslögnin liggi þarna undir
 |
Og þarna líka. Græna línan
 |
Skógarþröstur
 |
Auðnutittlingur. Þeir hanga utan á þessu nánast allan daginn.
Þeir eru duglegir að borða
 |
Þetta er svo fallegur fugl
 |
 |
 |
Enn að éta. Þeir hljóta að verpa hér hjá okkur. Þeir eru búnir
að vera hér í allan vetur
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
12.04.2023 18:05
 |
Nú erum við búin að skipta út fötunum hjá kindunum. Þessar
eiga að vera betri fyrir og á sauðburði
 |
Starinn er duglegur að koma í garðinn okkar
 |
Heiðagæs
 |
Þær eru margar hér á Möðruvöllum
 |
Svartþrastar-karl
Molinn kveður
|
|
|
|
|
11.04.2023 16:49
 |
Snjórinn er nánast horfinn. Vorið að koma og 20 dagar í
fyrstu lömbin
 |
Rjúpur í garðinum. Í gær voru tveir rjúpu-karlar, en í dag
voru rjúpurnar orðnar þrjár. Ég sá ekki hvort þessi þriðja
var karl eða kerling. Ég náði bara mynd af þessari og þetta er
karl. Hinar vildu enga myndatöku
 |
Ég skrapp upp í fjárhús í kvöld. Við mér blasti þetta skæra
ljós í Staðarskarðinu. Ég veit ekki hvaða pláneta þetta er
 |
Þetta ljós sést ekki eins vel á myndinni eins og það er í
rauninni. Það var mjög skært
 |
Þrílemburnar eru orðnar þreyttar
|
|
|
Molinn kveður
|
|
10.04.2023 16:46
 |
Fyrsti, og alls ekki sá síðasti í kaffi í fjárhúsunum
 |
Þessir vinnumenn, útbjuggu svona fyrir strákústana og fleira
 |
Glæsilegt hjá þeim
 |
Fimmta fjórhjólið tekið í notkun
 |
Við ákváðum að halda áfram að dunda okkur í fjárhúsunum
 |
 |
Gera klárar einstaklingsstíur fyrir sauðburð
 |
5 stíur komnar þarna
 |
22-019 Krukka
 |
22-029 Skel
 |
22-022 Skúta
Það komu tveir rjúpu karlar í heimsókn í dag
 |
 |
 |
 |
 |
 |
 |
Og lóan kom í dag. Þá er nú vorið komið 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
09.04.2023 18:59
 |
Aðeins að hreifa við snjónum, til að hann verði fljótari að fara.
Þeir eru líka að eyða tímanum, á meðan Þórður er að útbúa
páskaeggjaratleik.
Og þá er hann byrjaður, ratleikurinn
 |
Fyrsta vísbending
 |
 |
 |
Damian að ná í vísbendingu
 |
Og Bubbi líka. Hann þurfti ekki að nota stiga
 |
Hann fór létt með að ná vísbendingunni án þess að nota
stiga
 |
 |
Alexander að ná í vísbendingu
Og þeir fundu páskaeggin eftir mikla leit
 |
 |
 |
 |
Nú er bara að fá sér nammi
Þetta eru vísbendingarnar sem þeir þurftu að finna
 |
 |
 |
 |
Í gær, í páskaeggjaleitinni, þá fannst ekki eitt eggið. Bubbi
fór út að leita í dag og fann það. Við vorum búin að leita
mikið að því 
 |
Við ákváðum að taka okkur rúnt til Skagastrandar í dag.
Frændi minn, Rúnar, býr þar. Hann á kindur og auðvitað
kíkkuðum við á þær hjá honum. Hann á 40 kindur og það eru
bara tvær sem eru hvítar í þeim hóp. Glæsilegt hjá honum
 |
Mjög flott húsið hans og kindurnar
 |
Við sáum mjög marga helsingja
 |
Og líka heiðagæs
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
08.04.2023 18:13
 |
Grillsneiðar í gær, læri í dag 
 |
Hangikjöt á morgun
 |
Helga færði strákunum þessa flottu boli. Þeir eru mjög ánægðir
með þá, enda mjög flottir. Takk elsku Helga og Simmi 
 |
Nafna mín 
 |
Pabbi og mamma komu í mat 
 |
Þessir bíða spenntir eftir því að leita að páskaeggjunum
 |
Já, hún fann egg 
 |
Eggjaleit
 |
 |
 |
 |
 |
Já það má borða það strax
 |
Með fullan munn af súkkulaði
 |
 |
Og auðvitað var farið í fjárhúsin. Hún var ekkert hrædd við
kindurnar
 |
Júlí, (þessi sem fæddist í júlí) fékk klapp
 |
Settist niður og skoðar kindurnar
 |
Búbba fann sinn eiganda og fékk gott klapp
 |
Þetta eru gullin mín   
 |
Snjórinn er alveg að verða farinn þarna sunnan við hlöðuna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
07.04.2023 19:07
 |
Þórður krafsaði í snjóinn, sem var eftir fyrir sunnan hlöðuna
 |
Hann er búinn að dreifa vel úr honum
 |
Þessi mynd er tekin 9 tímum seinna
 |
Æfingin skapar meistarann
 |
Og meistarinn er orðinn klár í þessu
 |
Þvottadagur í dag. Bíllinn þveginn
 |
Og fjórhjólið
 |
Já og fjórhjólin öll
 |
Já allir að hjálpast að
 |
 |
Svo var æðislegur matur
 |
Sem Damian sá um að grilla
 |
Og vá hvað þetta var góður matur
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
06.04.2023 18:23
 |
Vinnumennirnir okkar, búnir í fjárhúsverkunum
 |
Mikil útivera í dag. Veðrið var svo gott
 |
Það snjóaði aðeins í nótt. Fuglarnir röðuðu sér á auðu rákina,
sem kemur af hitavatnslögninni. Þessi auða rák sést líka
sunnan við veginn
 |
Þeir finna eitthvað æti þarna
 |
 |
Auðnutittlingurinn kemur alltaf til að fá sér að éta
 |
Við sáum rjúpu á göngu okkar í morgun
 |
Hún var nú ekkert hrifin af því að ég tæki mynd af henni
 |
Gæs á flugi
 |
Fjárhúsin
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
05.04.2023 17:46
 |
Þessi vinnumaður kom til okkar í morgun. Búbba var fljót
að nýta sér hann, til að klappa sér
 |
Við fengum annan vinnumann í dag. Við þurftum að nota
strumpastrætóinn, því við vorum of mörg í grána
 |
Þrír jafnaldrar og einn yngri. Þessi vinnumaður verður í
nokkra daga hjá okkur
Molinn kveður
|
|
|
|
|
04.04.2023 19:33
 |
27 dagar í sauðburð
 |
 |
Þetta er í Bændablaðinu í dag. Við erum þarna í 10. sæti.
Þarna á að standa Þórður og Simmi, en ekki Þórður og
Birgitta
 |
 |
Og það er eins með þetta. Þarna á að standa Þórður og Simmi,
En ekki Þórður og Birgitta
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
03.04.2023 18:55
 |
Tjaldurinn mætti í dag. Hann er flottur þessi fugl. Hann er
samt frekar óþolandi þegar hann er kominn með unga, því
þá ræðst hann á drónann. Það gerir hann áreiðanlega vegna
þess að hann heldur að hann sé ránfugl og er að passa að
dróninn éti ekki ungana
 |
Álftin kom í fyrsta sinn 31. mars. Ég náði ekki að mynda hana,
því hún stoppaði ekki lengi hér. Hún sást svo daginn eftir, en
stoppaði ekki lengi þá heldur. Í dag var þessi hópur mættur
hjá okkur
 |
Og gæsin er líka mætt
 |
 |
 |
Skógarþrösturinn mætti í gær. Garðurinn iðaði af þröstum
í gærmorgun. Það er greinilega að koma vor
 |
 |
Starinn er búinn að vera hér í vetur. Hann lét sig ekki vanta
í garðinn í dag
 |
Stari
 |
Auðnutittlingurinn kom líka í garðinn í dag
 |
 |
Hann fékk sér að éta úr matarstauknum
 |
Hrafninn kom líka, en vildi enga mynd af sér
 |
Þessi flugvél flaug yfir. Það stendur NAVY á henni. Þetta er
einhver herflugvél
 |
Við keyptum dúk til að setja á gólfið í kaffistofunni, í
fjárhúsunum
 |
Og hann er kominn á gólfið. Það verður mun betra að þrífa
gólfið núna
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
02.04.2023 19:07
 |
Vinnumennirnir okkar næstu 9 daga. Þeir eru komnir í
páskafrí og hjálpa okkur í fríinu. Nú er Bubbi búinn að vera
hjá okkur í eitt ár. Tíminn er svo fljótur að líða 
 |
Við fórum til Ólafsfjarðar í dag. Okkur var boðið í skírn
 |
Það var verið að skíra þennan sæta gullmola. Dagur
Valur fallegi drengur
Molinn kveður
|
|
|
01.04.2023 19:08
 |
Nú er komið að því. Það er verið að þjálfa þennan í því að
setja rúllu upp í afrúllarann
 |
Það tókst líka svona vel hjá honum. Ekkert mál 
 |
Við höldum áfram að skrifa á merkin. Við eigum bara 100
merki eftir
 |
Ég hitti þessar elskur í afmælisveislu í dag. Við nafna að tala
saman og það gekk mjög vel
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 6 mánuði 19 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 8 mánuði 22 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 2 mánuði 20 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|