Auðnutittlingar í garðinum okkar. Þeir eru að rífast um
sólblómafræ. Ég tók nokkrar myndir af þeim og hér koma
þær
Það er gaman af þessum fuglum. Þeir eru mikið hér og hafa
verpt hérna. Það eru komnir margir ungar
Molinn kveður
Við fengum verktaka til að bera á túnin
Við létum bera á allt hér heima og niður á engi
Við erum með tvö móðurlaus lömb. Þær voru þriggja vikna
þegar móðir þeirra dó. Þær hafa bjargað sér greyin litlu
Tjaldur í garðinum
Ég held að honum hafi verið kalt
20-496 Fnjósk með gimbur og hrúta undan 22-715 Vísi. Þessi
til hægri er gimbur
18-393 Klanka með hrút og tvær gimbrar undan 22-717
Vívalda. Þau eru öll með T137. Þau eru yngstu lömbin okkar.
Fædd 22. maí
Gimbur undan Klönku
Og gimbur undan Klönku
Hrútur undan Klönku
17-330 Stássa með hrúta undan 22-714 Ægi
18-436 Hlökk með hrút og tvær gimbrar undan 19-597 Ótta
15-619 Eyrún með hrút og tvær gimbrar undan 22-714 Ægi
17-341 Akafía með gimbur og tvo hrúta undan 20-694 Grilli
20-501 Mön með hrút og tvær gimbrar undan 20-604 Grilli
Það var rigning og lömbin blaut. Það er alltaf verra að taka
myndir í rigningu
Jæja þá vannst tími í að slá garðinn
Við vorum með duglegan vinnumann með okkur
Hann mokaði öllu grasinu upp í skófluna. Svo duglegur
Við þurftum að færa hjólin og þá var upplagt að taka mynd
af þeim
Þessi lék sér í pleimó á meðan
Þessi ömmu og afa gullmoli er níu ára í dag. Fallegur og
góður strákur
Eins og ég sagði í bloggi 5. júlí, þá eru áburðarpokarnir í tómu
veseni. Þeir rifnuðu þegar átti að hífa þá upp. Við vorum búin
að koma þeim á bretti. Það fannst svo snilldarráð til að geta
híft þá upp. Það voru fóðurblöndupokar sem við hvoldum
yfir áburðarpokana og gátum þá híft þá upp
Nú er málið leyst
Hægt að hífa þá upp
Og það verður ekkert mál að koma áburðinum í dreifarann
Þórður snéri í morgun
Og garðaði upp
Klárt fyrir rúllun. Ingás kom og rúllaði þetta. Það voru nú
ekki margar rúllur af þessu. 8 rúllur
Við gengum frá endunum og merktum rúllurnar
Og Þórður keyrði þeim heim
Ég var með vinnumann með mér í þessu
Og annan sem keyrði um túnið á fjórhjóli
Síðasta rúllan úr fyrrislætti sett í stæðuna
Ég veit ekki alveg hvað við gerum við svona mikið af heyi
Fyrningar
Rúllufjöldi úr fyrri slætti er kominn upp í 215. Það verða
margar rúllur eftir sumarið
Þórður sló stykkið fyrir neðan íbúðarhúsin, í morgun
Það er annar sláttur á þessu stykki
Hann snéri svo um hádegi
Við kláruðum að ganga frá endum og merkja rúllurnar
Og Þórður kláraði að keyra rúllunum heim. Það átti eftir
að bætast við fleiri rúllur í stæðuna, eftir að ég tók þessa
mynd
Fyrri heyskap lokið, nema ef við sláum stykkið fyrir neðan
íbúðarhúsin aftur. Líklegast verður það slegið þrisvar
Þórður snéri niður á engi, í morgun
Fór svo og garðaði upp um hádegi
Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo og rúllaði
Það voru 95 rúllur sem komu af þessu stykki. Svakalega
margar rúllur
Við fórum og gengum frá endum og merktum rúllurnar, en
kláruðum ekki. Við klárum á morgun
Þórður fór eina ferð í dag
Við fórum aðeins upp í fjallshólf í morgun þegar Þórður var
að snúa og raka saman
Strákarnir settust niður og léku sér. Það var mikið um flugu.
Það þurfti að slá aðeins frá sér flugurnar
Þeir gerðu þetta hús fyrir pokemonana
Spói
Stelkur
Þota sem flaug fyrir ofan okkur
Við grilluðum okkur beikon og hamborgara
Gott að grilla beikonið
Glæsilegur hópur sem stóð sig svo vel
Þórður snéri tvisvar í dag á stykki 6, á enginu. Það verður
rúllað á morgun
Við fórum á N1 mótið og horfðum á ömmu og afa gullmolann
okkar spila með liðinu sínu. Þau stóðu sig svakalega vel. Ég
tók nokkrar myndir og hér koma þær. Svolítið margar, en
þetta er svo mikill snillingur að ég verð að koma því hér að
Ég er endalaust stolt af honum
Þórður sló niður á engi, í dag
Það er vel sprottið þar
Hann snéri einu sinni
Vonandi náum við þessu á laugardaginn
Við fórum að sjá ömmu og afa gullið spila á N1 mótinu. Hann
og liðið hans stóð sig mjög vel. Hann er efnilegur þessi
gullmoli. Hér koma nokkrar myndir af honum spila
Flottastur
Við gengum frá endum og merktum rúllur, í morgun/dag.
Veðrið var rigning og kuldi
Þórður keyrði heim rúllunum
18 rúllur í ferðinni
Þórður stendur sig mjög vel í þessu
Og raðar í stæðu. Hann kláraði að keyra heim í kvöld
Svo er það áburðurinn. Hann er eintómt vesen.
Áburðarpokarnir eru orðnir svo lélegir að það er ekki hægt
að hífa þá upp
Þeir slitna og allt út um allt. Það fór einn poki svona, en svo
fann Þórður upp ráð. Hann fór með liðléttinginn og fór alveg
undir pokana og setti þá upp á bretti. Það munaði nú litlu að
annar poki færi svona, en það slapp
Nú eru allir áburðarpokarnir komnir upp á bretti og þessi
sem fór niður, er kominn í plastkar. Svo er það spurning,
hvernig gengur að koma þessu upp í áburðardreifarann
Ég fór upp í fjallshólf að kíkja á þrílemburnar og gefa þeim
brauð
Rakel og Stássa
16-305 Elinóra með flekkóttan hrút undan Vívalda. Hann ber
arfgerðina 138. Hún var einlembd og við vöndum þessa tvo
hvítu hrúta undir hana. Þeir eru undan 17-357 Dimitríu og
22-714 Ægi
Þeir eru svo gæfir og vilja klapp
Þeir eru hrifnir af brauðinu. Við tókum ekki sýni úr þeim
18-422 Þrýstin með tvær gimbrar og einn hrút undan
19-597 Ótta. Báðar gimbrarnar eru með arfgerðina 138
16-291 Rakel með tvo hrúta og eina gimbur undan
22-717 Vívalda. Þau bera öll arfgerðina T137
17-330 Stássa með hrúta undan 22-714 Ægi. Við tókum ekki
sýni úr þeim
18-403 Læpa með tvo hrúta og eina gimbur undan Vívalda.
Gimbrin er með arfgerðina T137 og hrútarnir 138.
18-431 Skeið með tvær gimbrar og einn hrút undan
20-604 Grilli. Við tókum ekki sýni úr þeim
18-393 Klanka með tvær gimbrar og einn hrút undan Vívalda.
Þau eru öll með arfgerðina T137
Klanka
20-501 Mön með tvær gimbrar og einn hrút undan
22-712 Króla. Við tókum ekki sýni úr þeim
19-479 Ásgerður með tvo hrúta og eina gimbur undan
22-714 Ægi. Við tókum ekki sýni úr þeim
15-619 Eyrún með tvær gimbrar og einn hrút undan Ægi.
Við tókum ekki sýni úr þeim
Ég sá kjóa upp í fjallshólfi
Það rigndi ekkert í nótt. Þórður snéri öllu tvisvar í dag
Það var skýjað í morgun, en svo kom sólin
Þórður garðaði svo allt upp
Og Guðmundur á Þúfnavöllum kom svo og rúllaði
Stykki 1, 10 rúllur
Stykki 3, 45 rúllur
Stykki 4, 8 rúllur
Stykki 9, 7 rúllur
Samtals 70 rúllur. Gott að hafa náð þessu
Við kláruðum að lagfæra grindurnar í nyrsta húsinu
Þvílíkur munur. Æðislegt
Miðhúsið búið, nema austasta bilið
Þórður garðaði allt upp núna seinnipartinn. Það er þurrt
þessa stundina, en það er búið að rigna nánast samfellt
síðan hann sló stykkin hér heima. Vonandi náum við þessu
á þriðjudaginn
Það var ekkert búið að snúa þessu. Þetta var slegið 27. og 28.
júní
Nafn:
Farsími:
Tölvupóstfang:
Afmælisdagur:
Heimilisfang:
Staðsetning:
Um:
Einar Breki, kom í heiminn
atburður liðinn í
13 ár
6 mánuði
19 daga
Haukur Nói, kom í heiminn
10 ár
8 mánuði
22 daga
Birgitta Ósk, kom í heiminn
3 ár
2 mánuði
20 daga
Eldra efni
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is