Slysin gera ekki boð á undan sér. Elsku Þórður slasaðist í
gærkvöld. Það er að ganga ælupest og hann fékk þá pesti
í gær. Hann fór fram á baðherbergi, en þá leið hann útaf
og datt svona svakalega. Hann var fluttur með sjúkrabíl
á sjúkrahúsið og þar kom í ljós að hann er hálsbrotinn.
Brotið er gott, ef það er hægt að segja að brot sé gott.
Þá þannig að það hreyfist ekkert og það hefur ekkert flísast
úr því. Hann er með kraga sem hann þarf að vera með í 6
vikur og hann þarf að TAKA ÞVÍ RÓLEGA. Ég veit nú ekki alveg
hvernig það gengur en það verður að ganga. Hann var settur
í allskonar rannsóknir og allt kom vel út úr þeim. Hann fékk
að koma heim í dag og líðan hans er alveg ágæt, samt svimi og
ógleði ennþá. Hann fær verkjalyf og ég fylgist vel með honum.
Þetta hefði svo sannarlega geta farið verr.
En hann var heppinn í óheppninni 


 |
Hann fékk ágætis kúlu á ennið og sár á gagnaugað/kinnina
 |
Þetta er búinn að vera svakalegur dagur. Gott að ekki fór verr
 |
Litli stubburinn okkar er kominn með gleraugu. Hann fékk
þau í dag. 3 á vinstra og 1,25 á hægra. Flottur elsku gullið
Molinn kveður
|
|
|
|
|