|
Flettingar í dag: 7091 Gestir í dag: 45 Flettingar í gær: 7099 Gestir í gær: 94 Samtals flettingar: 1405570 Samtals gestir: 72150 Tölur uppfærðar: 14.11.2024 07:49:57
Færslur: 2024 Október16.10.2024 13:52
|
24-058 Krús. Hún er undan 22-019 Krukku og 23-726 Pixa.
Hún er með arfgerðina R171. Hún er fjórlembingur og gekk
3 undir. Hún var 47 kg. 12. október. Lömbin á móti henni
voru 38 og 44 kg.
|
24-066 Ferja. Hún er undan 17-376 Fóu og 23-724 Arró.
Hún er með arfgerðina R171 og H154. Hún er tvílembingur.
Hún var 48 kg. 12. október
|
24-067 Flóra. Hún er systir Ferju og er líka með arfgerðina
R171 og H154. Hún var 46 kg. 12. október
|
24-069 Hátíð. Hún er undan 23-049 Heklu og Pixa. Hún er
með arfgerðina R171 og N138. Hún var 46 kg. 12 október.
Hún er tvílembingur undan gemling og Hekla gekk með þau
bæði. Gimbrin á móti var 46 kg. 28. september
|
24-071 Rúða. Hún er undan 20-515 Rúbý og 23-725 Dúdda. |
|
Hún er með arfgerðina R171. Hún er einlembingur, en gekk
tvö undir. Hún var 50 kg. 12. október. Við vöndum hrút undir
Rúbý sem var 55 kg. 28. september
|
24-072 Þyrla. Hún er undan 17-355 Þín og Arró. Hún er með
arfgerðina R171. Hún er tvílembingur og var 49 kg. 12. október.
Gimbrin á móti var 47 kg. 28. september
|
24-074 Gátt. Hún er undan 23-048 Glettu og Pixa. Hún er
arfhrein R171. Það þurfti að lóga móður hennar og við
vöndum Gátt og systir hennar undir 17-323 Ingileif. Ingileif
gekk með þrjú lömb. Gátt var 44 kg. 12. október. Lömbin á
móti henni voru 37 og 46 kg. 28. september
|
24-078 Þöll. Hún er undan 18-422 Þrýstin og Arró. Hún er
með arfgerðina R171. Hún er tvílembingur og var 45 kg.
12. október. Hrútur á móti henni var 52 kg. 28. september
|
24-082 Arða. Hún er undan 23-045 Anímóu og Pixa. Hún er
með arfgerðina R171 og H154. Hún var 47 kg. 12. október.
Hún er tvílembingur undan gemling og hrúturinn á móti
henni var 51 kg. 28. september. Anímóa gekk með þau bæði
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
15.10.2024 17:01
|
Þessi ömmu og afa gullmoli kom í morgun og ætlar að gista
eina nótt hjá okkur. Hún fór í fjárhúsin og hafði gaman að
því
|
Hún hjálpaði ömmu að sópa
|
Flott vinnukona
Molinn kveður
|
|
|
14.10.2024 19:01
|
Við rifum vigtarganginn og tókum til í krónni. Við færðum
lömbin yfir í þessa kró
|
Ásetningurinn okkar
|
Þessi er arfhrein T137
Við slátruðum alls 181 lömbum og loka tölur eru þessar:
Meðalfallþungi 19,5
Gerð 9,9
Fita 7,8
Þunginn er eins og í fyrra, en gerðin er slakari. Við vorum
með einungis ARR og T137 hrúta í vetur og þeir eru eitthvað
slakari hrútar, en við vorum með. Nú förum við að byggja
aftur upp gerðina hjá okkur nú þegar við erum búin að koma
inn góðum arfgerðum
Molinn kveður
|
|
|
13.10.2024 18:00
|
Þessi fær pláss í fjárhúsunum í vetur. Hún er arfhrein T137.
Sláturbíllinn kom í dag og nú er búið að velja ásetninginn.
Við setjum 23 gimbrar á. Við ætluðum ekki að setja á nema
20, en það er svo erfitt að láta fallegar gimbrar með góðar
greiningar, í sláturhús. Fyrir utan þennan fjölda, þá er ein
forystugimbur sett á, sem verður ekki sett hjá hrút í vetur.
Það eru farin yfir 100 lömb í sláturhús, sem eru ýmist með
ARR, T137, N138 og H154 og sum þeirra með tvær arfgerðir.
Við áttum tvær gimbrar með C151 og við settum þær báðar á
Við settum lömbin ekkert aftur út. Við erum þá bara búin
að taka þau á hús
Molinn kveður
|
12.10.2024 11:07
|
Við erum búin að vera í fjárragi í allan dag. Við vigtuðum
öll lömbin og við ætlum að velja endanlega líflömb á morgun.
Úff þetta er svo erfitt. Sláturbíllinn kemur á morgun og þá
verður ekki aftur snúið. Loka ásetningur kemur þá í ljós á
morgun
Molinn kveður
|
11.10.2024 15:38
|
Svona var þetta í morgun hjá okkur. Smá föl. Einn bíll var
settur á nagladekk í dag. Það veitir ekki af, þar sem við
þurfum að keyra í VMA tvisvar á dag
|
Sólin að brjótast í gegn
|
Ég flaug drónanum upp í fjallshólf, til að athuga með kindur.
Við erum að fara að reka inn á morgun og senda restina á
sunnudaginn í sláturhús
|
Tók í leiðinni mynd af Möðruvöllum 3, 4 og 5
|
Ég fann fyrst tvö lömb og kom þeim heim. Svo fann ég þessi
fjögur lömb og kom þeim niður að hliði
|
|
|
|
|
Þau ákváðu að stoppa þarna og góna á drónann. Ég flaug að
þeim í meters hæð. Þá tók annað svarta lambið sig til og
réðist að drónanum. Ég rétt náði að taka hann á loft áður
en hann stangaði til hans. Hann slapp
|
Svo ákváðu þau að halda af stað heim
|
|
Ég var komin með þau að hliðinu þegar dróninn pípaði að
straumurinn á batteríinu væri orðinn lítill. Ég þurfti að skilja
þau eftir þarna og fljúga heim. Við fórum svo á fjórhjólunum
til að klára verkefnið og það gekk nú ekki vel. Lömbin höfðu
snúið við og voru óþekk við okkur. Við mistum þau aftur upp
í skóg. Það tókst samt að lokum að ná þeim heim. Við rekum
inn á morgun og þá verður allt féð sunnan við fjárhúsin og
ekkert mál að reka inn
|
Linsa með lömb sem fæddust í júlí
|
Þær fara nú mjög illa með heyið. Það fer mikið til spillis
|
Glás með lömbin sín sem fæddust í ágúst
|
Dáfríð með lömbin sín sem fæddust í júlí
|
Þessi gimbur fæddist í júlí. Myndin er tekin 20. ágúst
|
Þetta er sama gimbrin. Mynd tekin í dag. Skrítið hvernig
hornin hafa breyst
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
10.10.2024 13:36
|
Nú er veturinn aðeins að minna á sig
|
Það er búin að vera smá snjókoma í dag, en ekki svo mikil.
Það er bara smá grátt á meðan það er allt hvítt á Akureyri.
Það var meiri snjókoma þar
|
Ærnar hafa það gott. Fá hey eins og þær geta í sig látið. Við
ætlum að fara að taka lömbin og veturgömlu á hús
Molinn kveður
|
|
|
09.10.2024 16:12
|
Hrútur undan 22-011 Glás og Pixa. Hann er hlutlaus. Hann
fæddist í ágúst og fær pláss í fjárhúsunum í vetur
|
Gimbur á móti og hún er líka hlutlaus. Hún fær líka pláss í
fjárhúsunum í vetur. Þetta eru yngstu lömbin okkar
|
Elíza kemur alltaf til mín þegar ég geng um með myndavélina.
Henni líkar best, þegar hún fær athygli mína ein. Um leið og
það koma fleiri kindur þá hörfar hún, en kemur til að fá sneið
|
Þær mæðgur voru heppnar, því það voru ekki fleiri kindur í
byrjun, en svo komu fleiri
|
Það verður áreiðanlega auðvelt að gera Egedíu gæfa. Hún
var orðin pínu gæf í vor. Það verður gaman að gæla við þær
í vetur
Molinn kveður
|
|
|
|
|
08.10.2024 15:40
|
Það viðraði vel til myndatöku í morgun
|
Kindurnar liggja vel í þessum steinum
|
Þeim finnst þeir sjúklega góðir
Við rákum nokkrar kindur inn í morgun og vigtuðum lömbin
sem komu, bara til gamans
|
Gimbur undan 22-021 Kotru og Fastusi. Hún var 54 kg. og er
með arfgerðina T137
|
Gimbur á móti henni og hún var 51 kg. og er arfhrein H154
|
Hrútur undan 22-014 Gátu og Pixa. Hann var 57 kg. og er
með ARR
|
Gimbur undan 16-287 Mollu og Fastusi. Hún var 51 kg. og er
með T137
|
Gimbur undan 17-330 Stássu og Valver. Hún var 50 kg. og
er með T137
|
Hrútur undan 19-474 Þebu og Arró. Hann var 58 kg. og er
með ARR
|
Mæðgur
|
Gimbur undan 17-376 Fóu og Arró. Hún var 45 kg. og er með
ARR og H154
|
Gimbur á móti henni og hún var 47 kg. Hún er líka með
ARR og H154
|
Hrútur undan 21-001 París og Fastusi. Hann var 65 kg. og er
með T137 og N138. Þessa mynd tók ég 30. september
|
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
07.10.2024 16:38
|
Sauðárkrókur. Við fórum í morgun á Krókinn til að ná í
kjötið í heimtöku
|
Öxnadalsheiði, rétt áður en við fórum niður
Bakkaselsbrekkuna
|
|
Bakkaselsbrekkan. Veðrið var mjög gott og ferðin gekk vel
|
|
|
Gimbur undan 22-109 Ágústu og Brútusi. Hún verður sett á.
Hún er með arfgerðina C151.
28. september var hún 49 kg.
|
Hrútur undan 16-279 Byttu og Arró. Hann er með ARR.
28. september var hann 52 kg.
|
Gimbur undan 23-029 Valný og Ratipong. Hún er arfhrein
T137. Hún verður pottþétt sett á.
28. september var hún 41 kg.
|
Gimbur undan 21-002 Krúellu og Fastusi. Hún er með T137.
28. september var hún 49 kg.
|
Hrútur undan 21-009 Valíu og Brútusi. Hann er með T137.
28. september var hann 58 kg.
Ég leitaði að Glókollinum í dag, en sá hann aldrei. Vonandi
kemur hann aftur í garðinn okkar
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
06.10.2024 14:24
|
17-354 Þrasa skilaði hrútum sem voru 55 og 57 kg. á fæti og
fallþunginn á þeim var 24,2 og 24,6 og báðir í U3+
|
Gimbur undan 17-376 Fóu og 23-724 Arró. Hún er með
ARR og H154
|
Já öll beit nánast búin og bara gefið út
|
Gimbur undan 17-330 Stássu og 23-720 Valver. Hún er með
T137
Þegar ég var að ganga heim eftir myndatöku á kindum, þá
var ég vör við Glókoll í garðinum okkar. Ég tók nokkrar
myndir af honum, en það var byrjað að skyggja, þannig
að myndirnar eru ekki góðar. Ég kíki á hann á morgun og
reyni að ná betri myndum af honum. Hér koma nokkrar
|
|
|
|
|
Þetta er svo lítill og fallegur fugl
|
Nú er nafna mín farin heim
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
05.10.2024 14:53
|
|
23-044 Eyvör. Fyrri myndin er tekin 21. september 2023 og
seinni myndin er tekin 23. september 2024
|
|
23-053 Lúpína. Fyrri myndin var tekin 22. september 2023 og
seinni myndin var tekin 4. október 2024. Svakalegur munur
á hornunum. Virðist verða úthyrnd á fyrri myndinni, en
náhyrnd á þeirri seinni
|
Flottar mæðgur, Elíza og Egedía
|
Nafna mín á sprettinum
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
04.10.2024 15:37
|
Við fórum út á tún að hitta kindurnar og gefa þeim brauð.
Nafna mín kom í heimsókn og ætlar að gista tvær nætur hjá
ömmu og afa
|
|
Hrútur undan 22-014 Gátu og 23-726 Pixa. Hann var 53 kg.
og er með arfgerðina ARR. Hann verður settur á
|
Gimbur undan 23-049 Heklu og Pixa. Hún var 44 kg. og er
með arfgerðina ARR og N138
|
Gimbur undan 22-109 Ágústu og 23-722 Brútusi. Hún var
49 kg. og er með C151. Hún varð móðurlaus mánaðargömul
og hefur bjargað sér vel
|
Egedía er farin að tæta í sig brauð
|
23-045 Anímóa skilað góðum lömbum. Hrút sem var 51 kg.
og með fallþunga 19,8 kg. U3 og gimbur sem var 46 kg.
|
Þetta er gimbrin hennar Anímóu. Hún gekk með þau bæði
|
Sólin að kíkja í gegn
|
|
Nafna mín úti að leika
|
Og hún fer hratt yfir
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
03.10.2024 16:45
|
18-439 Hilda skilaði 51 kg. og 59 kg. lömbum af fjalli. Hrúturinn
var með fallþunga 25,10 kg. og fór í U4
Gimbrin verður líklegast sett á
|
Þetta er gimbrin hennar og er með T137
Molinn kveður
|
|
02.10.2024 16:06
|
18-408 Elín skilaði 61,1 kg fallþunga. Gekk með þrjú
|
21-007 Sóldögg skilaði 56,5 kg fallþunga. Gekk með þrjú
|
20-508 Lundey drapst í vor frá þremur lömbum sem voru bara
mánaðargömul. Við gerðum ekkert fyrir þau greyin.
Fallþunginn á þeim var samtals 68,9 kg. Tvö fóru í U3 og eitt
í U3+
|
Þessi fallegi 8 ára strákur kom til okkar í gær og ætlar að vera
hjá okkur í vetur
|
Við erum orðin 6 í heimili
|
Hann var svo glaður að fá að prufa fjórhjólið
|
Við fórum að gefa kindunum brauð
|
Sund á Þeló í dag.
Einn 8 ára, einn bráðum 12 ára, einn 14 ára og einn bráðum
16 ára
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 2 mánuði Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 4 mánuði 2 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 2 ár 10 mánuði Tenglar
|
|
|
|
|
|
|