Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1500
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 8445
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 1885707
Samtals gestir: 83058
Tölur uppfærðar: 16.4.2025 05:10:51

Færslur: 2025 Febrúar

13.02.2025 18:09

Fósturtalning

Gunnar og Jón komu og töldu fóstrin í ánum

 

 

Talið var í 88 fullorðnum ám og 24 gemlingum

 

 

Gemlingar (árgangur ´24) eru 24   

11 með 1, fóstrin drepast í þrem   

13 með 2, eitt fóstur drepst hjá einni

samtals 37 fóstur, eða þá 33 fóstur

1,54 lömb á gemling

 

Tveggjavetra (árgangur ´23) eru 17

3 með 1  

13 með 2, eitt fóstur drepst hjá einni 

1 með 3 

samtals 32 fóstur, eða þá 31 fóstur

1,88 lömb á kind

 

Þriggjavetra (árgangur ´22) eru 12

2 með 0 

4 með 2, eitt fóstur drepst hjá einni 

6 með 3 

samtals 26 fóstur

2,16 lömb á kind

 

Fjögravetra (árgangur ´21) eru 5 

3 með 2 

2 með 3 

samtals 12 fóstur

2,40 lömb á kind

 

Fimmvetra (árgangur ´20) eru 16

2 geldar 

1 með 1 

4 með 2 

9 með 3 

samtals 36 fóstur

2,25 lömb á kind

 

Sexvetra (árgangur ´19) eru 12

2 með 1 

6 með 2 

4 með 3

samtals 26 fóstur

2,17 lömb á kind

 

Sjövetra (árgangur ´18) eru 15

1 geld

2 með 1 

8 með 2 

4 með 3 

samtals 30 fóstur

2,0 lömb á kind

 

Áttavetra (árgangur ´17) eru 10

2 geldar 

2 með 1

4 með 2 

2 með 3

samtals 16 fóstur

1,60 lömb á kind

 

Níuvetra (árgangur ´16) er 1

1 með 2

samtals 2 fóstur

2,0 lömb á kind

 

 

Fullorðnar ær 2,05 lömb

Gemlingar 1,54 lömb

Þetta gerir þá 1,94 í heildina

Geldar ær eru með í þessum meðaltölum

 

Alls eru þetta 217 talin fóstur, en þau verða 211,

því það drepast 6 fóstur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

12.02.2025 19:53

Fósturtalning á morgun

Gunnar kemur á morgun og telur fóstrin í ánum

Og þá verður maður að hafa góðan mat. Lambasneiðar í

raspi smiley

Möðruvallakirkja í morgun

Og í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.02.2025 16:43

Góð útivera

Þessir báðu um að fara hátt upp í loft smiley

Í dag voru þrír í fríi og einn í skóla

 

Við tókum langa útivist í dag. Við fórum upp að Staðará og

þar var leikið

 

 

 

Verið að brjóta snjóbrúna

 

 

Tveir fóru í gegnum rörin í ræsinu

 

 

Svo fóru þeir að renna sér á klakanum

 

 

 

Staðarhnjúkur

Enginn snjór. Bara smá klaki

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.02.2025 17:08

Flottir vinnumenn

Tveir í fríi og tveir í skóla. Það var starfsdagur í

Þelamerkurskóla í dag og þá fáum við vinnumenn með okkur

í fjárhúsin. Þeir voru mjög duglegir að hjálpa okkur. Þarna eru

þeir að brytja brauð handa kindunum

Smá sprell í gangi þarna

Þórður setti kerið út, sem rúlluplastið er í. Þeir fengu að

vera í því á meðan hann setti það út. Það á að taka plastið

í dag

Flottir vinnumenn heart

Ég bakaði pönnukökur fyrir kaffitímann í dag

Ekki oft sem maður nennir þessu

Það er bara vorveður í lofti núna. Allt að verða autt

Allur klaki að verða horfinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.02.2025 17:07

Góð útivera í dag

Eftir gegningar í morgun

Fullmannað þessa helgi hjá okkur (allir heima). 

 

Við ákváðum að athuga hvort vatnið á túninu væri nógu 

frosið, til að geta tekið fram skautana. Það reyndist svo vera.

Strákarnir sýndu listir sínar á svellinu

 

Þessi fór ekki á skauta. Notaði bara hamarinn sér til dundurs

Það var alveg ótrúlegt hvað þeir voru góðir að skauta

 

 

 

Flottu strákarnir okkar

 

Við fórum svo í sund á Dalvík og svo á skólalóðina þar.

Við heimsóttum líka vini okkar og þau tóku vel á móti okkur

eins og alltaf heart

Þegar við komum heim frá Dalvík, þá var góða svellið okkar

orðið rennandi blautt. Kominn 7 stiga hiti og svellið að fara. 

Gaman samt fyrir þá að hafa getað farið á skauta hér heima.

 

Góð útivera í dag smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.02.2025 16:33

Hlíðarfjall

Ég fór með fjóra á skíði í dag

Flottu drengirnir okkar

Það er ekki mikill snjór í fjallinu

Það voru bara tvær lyftur í gangi, báðar diskalyfturnar, neðri

og efri

Það er heldur ekki mikill snjór á Glerárdal. Ég efast um að

það sé hægt að fara á sleða inn að Lamba

Það er svo spáð hláku og ekki lagast þetta við það

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.02.2025 17:38

Gott veður í dag

Veðrið í dag er búið að vera gott

Ég náði þessari mynd af uglu, 15. ágúst 2019

Hún var róleg og leyfði mér að smella af nokkrum myndum. 

Mér finnst gaman að taka fuglamyndir, já og myndir af 

kindum líka. Já og bara myndir af hinu og þessu

Það voru nokkrar uglur á sveimi hér í Hörgársveit fyrir

nokkrum árum, en en ég hef ekki séð þær lengi hér

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.02.2025 17:30

Rok og rigning

 

Svona var veðrið í nótt og dag hjá okkur. Við sluppum vel.

Ekkert tjón sem við höfum orðið vör við

 

Rok og rigning

Snjórinn farinn og komin tjörn á túnið

Vonandi nær þetta vatn að fara áður en það frystir

Allt á floti á milli bílskúrs og húss

Ekki mikill snjór í fjallinu

Og klakinn við fjárhúsin er nærri horfinn. Hann nær að hverfa

á næstu dögum. Mér sýnist að það sé hiti í kortunum næstu

daga

Þegar það er svona veður, þá er nú gott að baka smá fyrir

kaffitímann

Þetta hvarf á svipstundu

 

Þrír strákar voru heima (enginn skóli vegna veðurs) en einn

fór í VMA

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.02.2025 18:25

Rauðar viðvaranir

Já þetta er staðan seinnipartinn í dag og á morgun

Veðrið í dag er búið að vera allskonar. Ýmist bjart eða þannig

að maður sér varla neitt. Möðruvallakirkja í morgun

Veðrið í morgun, eftir gegningar í fjárhúsunum

Fuglarnir búnir að borða í allan dag. Undirbúa sig fyrir vonda

veðrið sem á að koma

Strákarnir fóru út að leika sér eftir skóla. Veðrið var þá alveg

þokkalegt. Vonandi verður veðrið ekki brjálað í nótt og

morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.02.2025 19:41

Brynningarskálar

Þessar brynningarskálar voru pantaðar af Temu. Nú á eftir

að reyna á þær hvort þær séu ekki eins góðar og þær sem

við erum með. Það verður betra á sauðburði, að þurfa ekki

að brynna í fötur frammi í fjárhúsi

Þær líta vel út. Ég hef trú á að þær séu góðar. Verðmunur er

mikill, á þeim og þeim sem keyptar eru hér heima

Að lokinni gjöf í morgun

Maxímus

Gott veður í dag

 

Þessa mynd tók ég á símann

 

Nokkrar fuglamyndir.

Þeir láta sig alltaf hverfa þegar hitinn fer yfir frostmark. Ég 

veit ekki hvert þeir fara. Svo koma þeir um leið og það kemur

frost

Snjótittlingur

Snjótittlingar

 

Auðnutittlingur

Snjótittlingar

Auðnutittlingar

Bókfinka

Bókfinka

Snjótittlingar

Snjótittlingur

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

03.02.2025 17:24

Gemlingar

24-054 Egedía  N138

M:18-409 Elíza  F:23-727 Maxímus

24-0058 Krús  R171

M:22-019 Krukka  F:23-726 Pixi

24-062 Kilja  H154/H154

M:22-021 Kotra  F:23-941 Fastus

24-068 Sissa  T137

M:17-330 Stássa  F:23-720 Valver

24-071 Rúða  R171

M:20-515 Rúbý  F:23-725 Dúddi

24-075 Valka  T137/N138

M:22-013 Vanadís  F:23-723 Ratipong

24-076 Rist  T137

M:15-244 Ræma  F:23-720 Valver

24-077 Renta  T137

M:15-244 Ræma  F:23-720 Valver

24-080 Viska  T137/T137

M:23-029 Valný  F:23-723 Ratipong

24-082 Arða  H154/R171

M:23-045 Anímóa  F:23-726 Pixi

Lognið á undan storminum. Veðrið í kvöld er ekki eins og 

búið var að spá. Það er rok, en ekki 50 m/s

Þegar það er rok og rigning, þá er bara tekið í spil. Flottir

strákar

Og þessi lék sér bara

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.02.2025 16:57

Tunglið

Tunglið í kvöld

Snjórinn er nánast farinn, en mikið um svell

 

Svona á veðrið að vera á morgun. Það verða umhleypingar

næstu daga

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.02.2025 18:22

Hrútarnir teknir úr ánum

Við tókum hrútana úr ánum í morgun. Það voru nú bara 

tveir, einn í sitthvori krónni. (Flekkótti og svarti)

Strákarnir eru búnir að leika sér mjög mikið í skjólbeltinu.

Þeir eru búnir að "byggja" þrjú hús með greinum. Hér er 

eitt þeirra

Og hér annað

Og það þriðja hér

Flottir í þessum leik smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

7 mánuði

2 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

9 mánuði

4 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

2 daga

Tenglar

Eldra efni