Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 637
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 795
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 1938886
Samtals gestir: 83778
Tölur uppfærðar: 25.4.2025 18:10:45

Færslur: 2025 Mars

16.03.2025 17:24

Hlíðarfjall í dag

Ég fór með þrjá á skíði í dag

Og veðrið var æðislegt

 

 

 

 

 

 

Sá yngsti fór á stökkpallana og tók þvílíku stökkin

 

Svo flottur og fannst þetta geggjað

Já ég var þarna líka og fékk mér göngutúr upp í fjall.

Svo gaman og gott að njóta útiverunnar í svona góðu veðri.

Eftir að vera búin að vera í fjallinu í dágóðan tíma,

þá fórum við í sund á Þeló

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.03.2025 19:12

Svartþrastarhjón

Svartþrastarhjón í Lystigarðinum í dag

Karlfuglinn

 

 

Kvenfuglinn

 

Fallegir fuglar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.03.2025 19:44

Fyrsti ökutíminn

Nú er þessi búinn að fara í sinn fyrsta ökutíma. Meira hvað

tíminn líður áfram á ógnarhraða

Það gekk mjög vel hjá guttanum, enda með reynslu að keyra

fjórhjól hér. Vonandi rúllar hann þessu upp

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.03.2025 19:05

Skíðaskólinn, dagur 3

Í dag var þriðji dagur í skíðaskólanum. Þessi er frekar ánægður

með þessa daga í fjallinu

Elsku stubburinn okkar svo ánægður

Börnin að raða sér upp í hópana, gulur, rauður grænn og blár

 

Og veðrið. Já það var gott eins og hina dagana. Við erum 

búin að vera mjög heppin með þessa daga. Eitt árið varð

að aflýsa skíðaskólanum, því veðrið var svo vont

Ég hitti þennan ömmugullmola. Hann var með skólanum

sínum, Hrafnagilsskóla, í fjallinu

Já og ég hitti líka þennan ömmugullmola. Hann var líka með

skólanum sínum eins og bróðir hans

Það var svo gott veður að það var hægt að fara úr gallanum

og slaka á

Þetta var svo gaman heart

Auðnutittlingur að fá sér að borða úr matardallinum sem

ömmugull gaf mér. Þetta er svo flott hjá honum, hann

smíðaði þetta sjálfur heart

 

Algjör snilld

Tunglið í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.03.2025 17:26

Skíðaskólinn, dagur 2

Ég fór í fjallið til að aðstoða börnin á skíðin, í skíðaskólanum.

Dagur tvö. Þessi var frekar sáttur

Veðrið maður minn. Svakalega gott eins og í gær

 

 

 

Ooohh hvað þetta er æðislegt. Útivera er svo góð 

Ég hitti þennan. Hann var á skíðum með skólanum sínum

Græni hópurinn

Rauði hópurinn

Guli hópurinn

Og blái hópurinn

Ég hitti þennan frænda. Hann var á skíðum með skólanum

sínum

 

Á morgun verður skíðaskóli, dagur 3. Þá verða líka börnin 

í Hrafnagilsskóla. Það verður gaman að hitta tvo ömmu

gullmola sem eru í þeim skóla

 

Sólin í morgun smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.03.2025 17:23

Skíðaskóli. 1. - 4. bekkur Þelamerkurskóla

Þelamerkurskóli fer með 1. - 4. bekk í skíðaskóla í Hlíðarfjalli.

Þau fá 3 daga í kennslu og svo er útivistardagur í framhaldinu.

Hann verður miðvikudaginn 19. mars

Yngsti strákurinn okkar er í þriðja bekk og þess vegna í

fjallinu í dag. Hér er hann kominn í græna hópinn

Elsti okkar var í fríi í VMA og auðvitað kom hann með mér

til að aðstoða börnin á skíðin. Ég hef alltaf farið í fjallið og

aðstoðað börnin á skíðin, þegar ég hef átt barn í 1. - 4. bekk.

Það er svo gaman að geta tekið þátt í því og sjá framfarir 

hjá þeim. Þau eru svo fljót að ná þessu

 

 

 

Veðrið var alveg dásamlegt. Sól og hiti

Skíðaskólinn er þrjá daga. 11, 12 og 13 mars. Ég verð alla

þessa daga til að aðstoða smiley

 

Hlíðarskóli fer í fjallið á morgun og þar á ég einn dreng

 

Hrafnagilsskóli fer á fimmtudaginn og þar á ég tvo ömmu

drengi. Það verður gaman að hitta þá í fjallinu heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.03.2025 18:44

Morgungjöf

Hér bíða þær eftir því að fá heyið í garðann

Ánægðar með tugguna, enda úrvals hey sem við erum að 

gefa

Frí í VMA og þá erum við með einn vinnumann með okkur í

fjárhúsunum. Hann er duglegur að hjálpa okkur heart

Og nú er hann að fara í sinn fyrsta ökutíma á föstudaginn.

Árin líða, það má nú segja. Hann kom til okkar 6 ára 

gamall og er að fara í sinn fyrsta ökutíma surprisesurprise

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.03.2025 18:52

Strákarnir okkar

Nú erum við öll sameinuð á ný. Tveir voru að koma heim í

dag heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.03.2025 18:08

Fuglarnir okkar

Fuglarnir eru duglegir að éta fóðrið hjá okkur. Þeir eru mjög

margir sem koma daglega og fá sér í gogginn

Auðnutittlingur

Auðnutittlingur

Auðnutittlingar

Auðnutittlingur

Snjótittlingur

 

Mjög gaman að hafa þá hér

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.03.2025 16:36

Nafna mín að gefa fuglunum

Ömmu gullmolinn gaf fuglunum með mér í morgun. Henni 

fannst gaman að fylgjast með þeim

Hún er búin að vera tvo daga hjá okkur og er farin heim heart

Þessi Smyrill varð á vegi okkar á leið í bæinn í dag

Hann var alltof langt í burtu frá mér. Þessi mynd er ekki alveg

nógu góð þar sem færið var of langt

Þessi var í Lystigarðinum í dag

Auðnutittlingur í garðinum okkar

Snjótittlingur

Auðnutittlingur

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.03.2025 17:17

Mjög gott veður í dag

Þessir tveir á leiðinni suður, að hitta mæður sínar. Þeir koma

aftur á sunnudaginn. Báðir að skoða flugmiðana sína

Möðruvallakirkja

Við skruppum í göngin, í dag

 

Gaman í sveitinni

Þau voru dugleg að leika sér úti. Nafna mín og einn drengur

af fjórum. Þrír eru í fríi

 

 

Við nöfnurnar í fjárhúsunun

Aðeins að skoða símann, í seinni gjöfinni í fjárhúsunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.03.2025 17:04

Nafna mín

Nafna mín kom í heimsókn og ætlar að gista tvær nætur

Hún fór með okkur í fjárhúsin og hjálpaði okkur að gefa

Hún fékk smá æfingu á skíðum hér heima. Við fundum smá

halla fyrir hana

Hún stóð nokkrar ferðir, en datt líka nokkrar ferðir. Æfingin

skapar meistarann

 

Henni fannst þetta mjög gaman

Þórður blés snjónum af veginum, sem kom í gær

 

 

Bókfinkan er hér enn. Hún er pínu stygg. Maður þarf að 

vera þolinmóður til að ná af henni mynd

Auðnutittlingar að fá sér í gogginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.03.2025 16:44

Öskudagsgleði í Þelamerkurskóla

Þessir mættu svona í skólann í dag. Úlfar hér á ferð

Það snjóaði þónokkuð í nótt. Hvítt teppi yfir allt

 

Sólin var að reyna að brjótast í gegn í morgun

Úti að leika sér

Það gengur heldur betur á föturnar. Þær eru orðnar hálfar

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.03.2025 16:15

Slæmt skyggni í morgun

Svona var veðrið í morgun

Tveir að bíða eftir skólarútunni

 

Fuglarnir komu auðvitað þegar fór að snjóa. Ég er forvitin

að vita hvar þeir eru, þegar það er snjólétt. Ég tók nokkrar

myndir af þeim í dag. Bókfinkan er hér enn, en hún vildi ekki

láta taka mynd af sér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.03.2025 17:20

Lifeline steinefni

Lifeline Lamb & Ewe steinefnastampurinn er einstakur

að sinni gerð þar sem samsetningu hans er ætlað að tryggja

sem best heilbrigði ófæddra lamba og lambánna um leið.

Við erum byrjuð að gefa þetta steinefni

 

Það vantaði ekki, þær réðust á fötuna

Algjörlega sólgnar í þetta

Það verður fljótt að klárast úr fötunum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

7 mánuði

11 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

9 mánuði

13 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

11 daga

Tenglar

Eldra efni