Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 374
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 3487
Gestir í gær: 488
Samtals flettingar: 920124
Samtals gestir: 48908
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 16:40:08

18.12.2022 19:23

Sólveig farin suður

Sólveig kveikti á kerti hjá Týra, í morgun. Hún er búin að eiga

nokkrar stundir hjá honum, þennan tíma sem hún er búin 

að vera hér

Við vorum með nokkra vinnumenn með okkur í

morgungjöfinni heart Tveir fyrir miðju eru búnir að vera veikir,

en eru að ná sér. Sá yngsti var alveg mjög veikur

Hún kvaddi kindurnar sínar í morgun, því hún fór suður í dag.

Það var gaman að fá hana norður hingað til okkar heart 

44 ær eftir að fá fangdag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.12.2022 19:59

Vetur konungur er á leiðinni

Nú eru rétt um 50 ær eftir að fá fangdag. Vonandi náum við

þeim öllum. Það er svo mikið betra að vera með burðardag

á sauðburði.

 

Nú fer að skella á vetur. Frostið fór í rétt um18 gráður í nótt. 

Vatnið fraus ekki í fjárhúsunum. Þökk sé hitalögninni 

sem Þórður setti á vatnslögnina undir grindunum. Við erum

vel búin fyrir veturinn. Snjósleðinn og snjóblásarinn sjá til þess

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.12.2022 20:57

Snjósleði

Snjósleðinn kom í gær. Nú vantar bara snjóinn til að geta

farið að keyra smiley

Ástarlífið heldur áfram í fjárhúsunum. Við erum komin með

fangdag á 86 ám. Rétt um 60 ær eftir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.12.2022 18:00

Komin smá snjóföl

Smá föl yfir allt. Það er aðeins bjartara þegar þetta hvíta er. 

Ekki alveg eins dimmt

Þessir komu í heimsókn í gær

 

Fallegur fugl

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.12.2022 16:20

11 mánaða gullmoli

Þessi ömmu og afa gullmoli er 11 mánaða í dag. Hún er svo

ótrúlega dugleg. Farin að labba/hlaupa um allt bæði inni og

úti. Hún er svo dugleg að labba úti. Hún dettur oft, en það

pirrar hana ekkert. Hún stendur bara upp og labbar af stað

Sólveig kom til okkar í gær og ætlar að vera hjá okkur fram á

sunnudag. Það er nú ekki víst að hún geti farið heim þá vegna

veðurs sem á að vera

 

Þessa dagana erum við 7 á heimilinu heart

Já það er alltaf fjör á Möðruvöllum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.12.2022 19:45

Þolinmóður maður

Ástarlífið í fjárhúsunum er í fullum gangi. Við erum komin 

með fangdag á 50 til 60 ám. Sauðburður byrjar 1. maí

Þessi síungi maður er sá þolinmóðasti maður sem ég veit um.

Hann fer oft margar ferðir í bæinn með börn í skóla, æfingar 

og fleira. Hann bíður og bíður í bílnum, meðan æfingar standa

yfir, bíður eftir skólabíl og  bíður þegar ég skrepp inn

í búð til að kaupa vörur. Já hann bíður og bíður. Í dag fór hann

fimm ferðir í bæinn heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.12.2022 20:59

Afmælisdrengur í gær

Ég gleymdi að segja frá því í gær, að þessi flotti strákur

er orðinn 14 ára. Hann átti afmæli í gær. Hann átti svo

góðan afmælisdag heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.12.2022 19:50

Sauðfjársæðing

Vinur okkar kom og sæddi 12 ær fyrir okkur, í dag

Ærnar sem hann sæddi

5 voru sæddar með Austra. Tvær af þeim eru með T137 

arfgerðina

 

5 voru sæddar með  Gimsteini. Ein af þeim er með T137 

arfgerðina

Forystuærnar eru tvær og voru sæddar með Fjalla. Við ætluðum

að nota forystuhrútinn sem við keyptum, en hann fékk rautt 

flagg úr arfgerðarsýnatökunni þannig að við ákváðum að nota

hann ekki

 

Þessi stóð sig heldur betur vel í dag. Hann tók þátt í

jólapakkamóti hjá Skákfélagi Akureyrar

Hann gerði sér lítið fyrir og varð í öðru sæti. Fékk silfur heart

Ánægður með árangurinn

Það var uppskeruhátíð/verðlaunaafhending fyrir haustmisserið

að móti loknu. Hann fékk þessa viðurkenningu fyrir bestu 

ástundun, haust 2022. Hann fær alltaf þessar viðurkenningar, 

því hann mætir alltaf á skákæfingar. Hann hefur fengið þær margar.

Duglegur drengur heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

10.12.2022 19:37

Ljósadagur í Þelamerkurskóla

Ljósadagur í skólanum í gær. Ég tók nokkrar myndir með

drónanum

 

 

Kertaljósin sem börn og kennarar kveiktu

 

Svo dönsuðu þau í kringum jólatréð. Flott hefð hjá skólanum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.12.2022 18:45

Hrútarnir settir í

Í dag var jólapeysu og jólasveinahúfu dagur í skólanum. Þeir

tóku þátt og fóru í þessum flottu peysum

 

 

Flottir strákar

 

Það var líka föndur- og ljósadagur í skólanum og ég fór með

drónann og tók nokkrar myndir sem ég læt hér inn á morgun

 

Nú er ástarlífið byrjað í fjárhúsunum. Við settum hrútana

í. Við notum ekki alla, þar sem nokkrir (3) fengu rautt flagg úr

sýnatökunni í arfgerðarransókninni. Við ætlum að láta 

sæða nokkrar ær og dýralæknir kom og sprautaði seinni

sprautuna við samstillingunni

Hér er Vívaldi með króna vinstra megin, Króli með hyrndar 

hægra megin fyrir innan og Vísir með þessar kollóttu fyrir 

framan

Vinstra megin fyrir innan er Sagosen, fyrir framan Ægir og 

hægra megin fyrir innan Grillir og fyrir framan Ótti

Þessar verða sæddar á sunnudaginn

Flóni er með gemlingana

Vívaldi fékk blandaðan hóp, þar sem hann er blandaður 

sjálfur og með T137

Vísir að störfum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 
 

08.12.2022 20:13

Snjókoma

Ömmu og afa gullmolar, úti að leika sér heart

Fyrsti snjórinn kom í dag. Ekki mikill, en nóg til

að leika sér

Hún hleypur um allt úti og hefur mjög gaman af því. Hún er 

svo svakalega dugleg þessi elska heart

Þessi moli fór með okkur í fjárhúsin seinni partinn og hann

bjó til þetta listaverk úr snjónum. Þetta er amangos, ef þið

sjáið það ekki smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.12.2022 19:44

Lömbin tekin undan

Við tókum mæðurnar frá þessum lömbum 1. desember

Þau hafa nú stækkað aðeins síðan þessar myndir voru teknar

 

 

Þessi ömmu og afa gullmoli verður 11 mánaða 14. desember.

Hún byrjaði að labba 9,5 mánaða og er núna farin að hlaupa

um. Þvílíkt sem hún er dugleg þessi elska heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.12.2022 20:40

Útigangsær

Útigangsærin, Blanda, sást í gær með hvítt lamb með sér. Hún

stakk menn og hunda af sér

Ég flaug drónanum um fjallið hér fyrir ofan, í dag, en sá hana

hvergi. Hún felur sig einhversstaðar 

Þetta er útigangsærin Blanda. Hún var á fjalli allan síðasta

vetur og sást aldrei. Vonandi sést hún aftur og vonandi

verður hægt að ná henni

Við frestuðum að setja hrútana í ærnar. Ástæðan er sú, að 

niðurstöðurnar úr sýnunum á að koma á morgun. Við erum

búin að fá úr nokkrum sýnum og Æðey er með T137 arfgerðina,

eins og við vorum að giska á. Við þurfum að raða hrútunum

eftir því hvernig sýnin koma út

Þeir eru orðnir frekar pirraðir á þessu atvinnuleysi

22-712 Króli

Þessi stubbur fer alltaf með okkur í fjárhúsin seinnipartana.

Honum finnst skemmtilegra að fara í fjárhúsin en að vera í

tölvunni. Hann bjó til þetta "hús" og leikur sér í því allan tímann

meðan verið er að gefa

Hann bauð mér í "kaffi" í dag. Mjög gott "kaffi" hjá honum

Kvöld gjöfin

Í morgun

Í kvöld

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.12.2022 20:48

Útiljós

Jæja loksins er komin lýsing á hlöðuna. Peran var ónýt og ekki

hægt að fá svona peru. Það þurfti að skipta um ljós og þetta er 

útkoman. Nú er maður ekki í myrkri smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

04.12.2022 19:16

Mömmukökur

Ég bakaði tvær uppskriftir af mömmukökum (kossum) í dag

 

386 kökur

Sem verða af 193 kossum. Ég kláraði að setja krem á milli smiley

Kvöld eftir kvöld er útsýnið svona út um stofugluggann

Mjög fallegt

Úti með vasaljós

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

13 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

15 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

13 daga

Tenglar