Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 736
Gestir í dag: 69
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 921074
Samtals gestir: 48983
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 15:29:57

09.10.2021 21:09

Kindur


Við fórum yfir ærnar í dag. Það stefnir í að heimturnar séu góðar

Hér koma nokkrar myndir

20-500 Muska undan 14-159 Möðru og 16-827 Mínus

20-514 Dendý undan 17-357 Dimitríu og 19-600 Gunnsa

20-505 Læka undan 15-249 Lufsu og 16-825 Glám

20-520 Alfa undan 17-341 Akafíu og 19-600 Gunnsa

20-513 Tóta undan 16-307 Trjónu og 18-591 Vita

20-515 Rúbý undan 18-402 Rikku og 19-596 Inda

20-504 Myrja undan 15-625 Móskrípu og 16-825 Glám

20-491 Santína undan 17-311 Selju og 16-820 Vidda

20-507 Logey undan 13-121 Ljúfu og 19-597 Ótta

20-498 Hrifla undan 14-140 Hríslu og 17-831 Amor

20-497 Helma undan 14-140 Hríslu og 17-831 Amor

20-523 Þyrý undan 12-065 Þilju og 19-597 Ótta

19-447 Mús undan 14-175 Mánadís og 18-591 Vita

Styttist í að þær verði teknar á hús





Molinn kveður


08.10.2021 18:03

Fallegt veður


Útsýnið í morgun var fallegt emoticon

Týri að sóla sig

Á morgun kemur í ljós hvað okkur vantar margar ær. Við ætlum að skrá niður hverjar eru komnar og athuga með júgur á þeim

Á sunnudaginn vigtum við lömbin





Molinn kveður


07.10.2021 19:20

Laus við spelkuna


Í dag er mánuður síðan ég meiddi mig á puttanum. Ég fór í skoðun og nú er ég laus við spelkuna. Ég held að ég sakni hennar smá

Puttinn lítur svakalega vel út. Allt á réttri leið emoticon Eini sársaukinn er að beygja hann. Ég þarf að þjálfa hann upp, því í spelkunni var puttinn beinn og ég gat ekki beygt hann. Ég held að ég verði fljót að ná mér emoticon


Knúsa, Sóldís og Sólrún hafa það gott inni. Þær eru ekki á leiðinn út



Litlu stubbarnir eru duglegir að borða. Ég held að þeim finnist bara gott að vera inni


Yfirlitsflug. Ekki veitir af. Ég hef séð lömb fara afvelta við það að klóra sér. Sum þeirra ná sér sjálf á fætur, en sum ekki og þá er gott að fljúga yfir





Molinn kveður


06.10.2021 18:40

Flug

Flugið tekið á hverjum degi, ef veður leyfir

Fyrst þegar ég var að fljúga yfir kindurnar, þá tóku þær á sprett. Núna hinsvegar eru þær ekki að kippa sér upp við drónann. Eru bara í rólegheitum að bíta

Forystufé

Þessar voru upp á fjallstúni

Yfirlitsflug

Það er kominn haust litur á trén

Möðruvellir 3





Molinn kveður


05.10.2021 21:01

Daglegt flug


Ég reyni að fljúga einu sinni á dag og athuga með féð. Sjá hvort allt sé ekki í lagi

Staðarhnjúkur og Staðarskarð

Og auðvitað þessi mynd





Molinn kveður


04.10.2021 19:18

Litlu lömbin


Dalur litli er sáttur að vera kominn inn

Flís er líka ánægð að vera komin inn

Dalur byrjaður strax að borða brauð

Þessar eru búnar að vera á einhverju flakki. Við sóttum þær í dag. Knúsa, Sóldís og Sólrún

Yfirlitsflug í dag

Snjórinn farinn. Haustrigningar byrjaðar





Molinn kveður


03.10.2021 20:14

Flottar ær

Nokkrar ær, af mörgum, sem gerðu það gott

13-121 Ljúfa var einlembd. Við vöndum undir hana. Hún skilaði 49 og 59 kg. lömbum af fjalli


14-254 Skoppa var þrílembd, en gekk með tvö lömb. Þau voru bæði 50 kg. af fjalli. Þriðja lambið var vanið undir 18-402 Rikku og það var líka 50 kg


15-245 Mosa var tvílembd og hún skilaði 50 og 54 kg. lömbum af fjalli


16-291 Rakel var tvílembd og skilaði 51 og 52 kg. lömbum af fjalli


18-399 Melóna var tvílembd og bæði lömbin voru 52 kg. af fjalli

Það eru mun fleiri ær sem skiluðu flottum lömbum





Molinn kveður


02.10.2021 20:40

Litli hrússi


Við settum þetta krútt inn í dag, ásamt mömmunni. Nú þarf hann ekki að þola meiri rigningu og snjókomu. Við ætlum að setja hitt litla lambið inn á morgun. Byrjuð að hýsa emoticon





Molinn kveður


01.10.2021 18:17

Fjögur ár


Fjögur ár ??  Blessuð sé minning þín elsku Sigga  ? ? 


Snjórinn nánast farinn



Yfirlitsflug





Molinn kveður


30.09.2021 18:15

Nokkur lömb


Í morgunsárið


Við létum setja nagladekk undir báða bílana, í morgun. Þeir eru klárir í veturinn


Yfirlitsflug í morgun


Gimbur undan 17-353 Glóý og 19-597 Ótta
Kynbótaspáin hennar er 112-100-107-109
Hún var 39 kg. af fjalli


Gimbur undan 15-239 Meltu og 20-531 Gúa
Kynbótaspáin hennar er 99-107-105-114
Hún var 38 kg. af fjalli. Hún er þrílembingur og þau fóru öll móðurlaus á fjall


Hrútur undan 20-512 Lind og 18-593 Hamri
Kynbótaspáin hans er 105-107-108-107
Hann er tvílembingur undan gemling og hún gekk með þau bæði. Hann var 44 kg. af fjalli og lambið á móti var 31 kg.


Hrútur undan 19-463 Linsu og 20-604 Grilli
Kynbótaspáin hans er 107-109-108-104
Hann var 40 kg. af fjalli


Gimbur undan 14-181 Gimbu og 19-597 Ótta
Kynbótaspáin hennar er 108-103-103 106
Hún var 45 kg. af fjalli





Molinn kveður


29.09.2021 20:24

Gott veður


Snjókarlinn og þrír gullmolar emoticon


Eftir veðrið í gær, er komin sól


Bjart og gott veður


Lömbin komin á beit


Ég er búin að fljúga um allt í dag og gá að fénu


Kindagata


Myrkárbakkarétt


Gott að kúra á mömmu emoticon 20-527 Sól með hrútinn sinn


Möðruvellir 3, 4 og 5




Möðruvellir 3


12-065 Þilja


Java með lambið sitt, sem ég held að sé hrútur

Goltuflekkótt lamb, þrælsprækt eftir veðrið í gær





Molinn kveður


28.09.2021 20:40

Fyrsti í vetri skollinn á


Veðrið í morgun. Rok og slydda, já mikil slydda


Aumingja féð í þessu veðri


Ekki gott að vera á bíl á sumardekkjum í þessu færi, en það slapp


Þessi var ekki svo heppinn


Þessar doppur á veggnum, eru laufblöð. Já tætt laufblöð


Þessi karl varð til í dag

Brosir breitt framan í heiminn





Molinn kveður


27.09.2021 19:35

Lambi bjargað


Fyrsti snjórinn í vetur, kom í nótt


Svona verður þetta næstu daga/vikur


Smá snjókoma í nótt


Vinnukonan að störfum


Ég flaug drónanum yfir kálið í dag. Ég sá eitt lamb afvelta

Ég setti staðsetningu á minnið hvar ég sá það, lenti drónanum og æddi af stað. Ég leitaði og leitaði þar sem ég hélt að það væri. Ég hélt að það hefði náð að koma sér á fætur, því ég fann það ekki. Ég fór heim, náði í drónann og flaug honum aftur yfir. Þá sá ég það og sá þá hvar ég ætti að leita, því ég fór með drónann að kálinu og flaug honum þaðan. Ég lenti honum og fór af stað til að finna lambið. Ég fann það á lífi. Það hefur ekki verið búið að liggja lengi, því það hafði gott jafnvægi þegar ég velti því við


Nokkrar myndir af lömbum



Gimbur undan 14-168 Kráku og 20-604 Grilli



Maður fær alltaf sting í magann þegar maður sér svona sjón



Maður heldur að þau séu dauð. Sem betur fer voru þau á lífi. Sváfu bara svona vært


Gimbrar undan 14-145 Kirnu og 16-571 Þyrli

Knúsa heimalingur

Sólrún heimalingur

Sóldís heimalingur










Litla lambið bar sig vel eftir rigninguna og rokið í gær og snjókomuna í nótt





Molinn kveður


26.09.2021 20:12

Lömb


Hrútur undan 16-279 Byttu og 19-597 Ótta


Gimbur undan 19-473 Argintætu og 20-607 Dúa


Hrútur undan 16-291 Rakel og 18-590 Sonik


Hrútur undan 16-262 Mekku og 20-608 Tetrix





Molinn kveður


25.09.2021 20:00

Seinni göngur


Á leiðinni í fyrirstöðu upp í fjalli

Alveg að verða komin

Duglegu frændsystkinin í fyrirstöðu


Þessir forystusauðir komu


Og þessi kom með tveggja vikna gamlan hrút (var nýborin í fyrri göngum). Þetta er 20-527 Sól. Hún var heimalingur í fyrra og eitt af minstu lömbunum þá

Hér er hún í maí í fyrra (litla lambið)


Og þessi 15-626 Java fór geld á fjall. Hér er hún með 2-3 daga gamalt lamb. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún ber að hausti, því 2018 var hún geld og

Bar 4. október 2018

Við fengum nokkrar í dag

Ég held að okkur vanti tvö sett (tvær ær og 4 lömb),
og 5 stök lömb. Þetta eru ekki alveg áreiðanlegar tölur, en nálægt því. Við eigum svo alveg eftir að fara yfir ærnar





Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

14 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

16 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

14 daga

Tenglar