Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 331
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 38
Samtals flettingar: 920669
Samtals gestir: 48948
Tölur uppfærðar: 28.4.2024 08:32:24

04.09.2022 18:14

Girðingarvinna

Við vorum í girðingarvinnu í dag og gera klárt fyrir féð þegar

það kemur af fjalli. Þessir hornstaurar voru á hliðinni. Við 

löguðum þá og nú er girðingin orðin fjárheld

Girðingin sem við gerðum við í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.09.2022 15:22

Fjárvagninn klár

Veðrið í morgun. Þoka og sól

Við settum fjárkassann á vagninn

Við lyftum kassanum upp

Og Þórður bakkaði vagninum undir hann

Kominn á og vagninn klár fyrir réttirnar smiley

Flottur vinnumaður. Hann er duglegur

Við gerðum við girðinguna, upp með veginum, upp að 

fjárhúsum. Við gerðum líka við hliðið norðan við fjárhúsin

Þessi kom í heimsókn í morgun í þokunni

Aðeins óskýr mynd út af þokunni

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.09.2022 19:30

Eldri borgari

Ég flaug drónanum til að athuga hvort Ágúst og Ágústa væru

hjá mömmu sinni eða einhversstaðar týnd í kálinu. Þau voru

hjá mömmu sinni og höfðu það gott 

Hér eru þau að narta í kálið með mömmu sinni

Það er að byrja að koma haustlitur á trén

Bara þessi litlu fyrir ofan húsið okkar

Nóg er af heyinu, yfir 300 rúllur

Möðruvallaklausturskirkja

Ég veit nú ekki af hverju ég var að fá þetta bréf. Ég held að 

þetta bréf hafi átt að fara eitthvað annað laugh

En það var merkt mér surprise Einhver misskilningur smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.09.2022 16:48

Kindur

20-522 Glósa með gimbur undan 21-704 Tandra. Glósa var

fimmlembd. Hún er þarna líka með hrút undan 18-434 Kingu

og 20-605 Bæron

17-343 Slaufa með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta

15-621 Kúra með hrút og gimbur undan 18-591 Vita

17-376 Fóa með hrút undan 20-603 Sagosen. Hún átti líka 

gimbur sem týndist í vor

18-407 Kúpa með gimbrar undan 20-605 Bæron

17-336 Natalía með gimbrar undan 21-705 Kalda. Hún var 

þrílembd og þriðja lambið(hrútur) fór undir 19-455 Hýru

19-445 Lúra með hrút og gimbur undan 21-705 Kalda

Natalía og Lúra

Við opnuðum fyrir heimalingana og lambærnar með litlu

lömbin, í kálið í dag

Litlu flekkóttu lömbin týnast bara þarna. Ég þarf að fljúga 

yfir á morgun til að athuga hvort þau séu ekki örugglega 

með mömmu sinni

Barkáin og Hörgáin mætast. Önnur er kolmórauð en hin er

tær

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

31.08.2022 16:40

Frisbígolf

Við keyptum frisbígolf fyrir strákana um daginn. Þeir hafa 

verið með það í garðinum. Við ákváðum að færa það niður

á tún fyrir framan íbúðarhúsin, því það er ný búið að slá

það tún. Við ætlum að hafa það þar í einhvern tíma. Ég fór

í dag og spilaði við þá og ég get nú bara vanist því að keppa

við þá. Ég meirisegja vann þá í nokkur skipti smiley

 

10 dagar í göngur og réttir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

30.08.2022 18:16

Töðugjöld

Strákarnir byrjaðir í skóla og þá er það ég sem þarf að ganga

frá endum og merkja rúllurnar sem rúllaðar voru í gær

Þetta var fljótlegt

Þórður stóð sig vel í þessum heyskap í sumar. Ég bjóst að

vísu ekki við öðru

Þarna eru síðustu rúllurnar komnar á vagninn

Og síðasta stæðan klár

TÖÐUGJÖLD.  Já heyskap lokið þetta árið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

29.08.2022 19:00

Seinni heyskapur

Stykki 8 slegið 26. ágúst. Snúið tvisvar og rúllað 29. ágúst,

17 rúllur

Stykki 6 og 7, slegin 27. ágúst. Ekkert snúið. Rúllað 29. ágúst,

18 rúllur á stykki 6 og 9 rúllur á stykki 7

Alls erum við búin að heyja 293 rúllur í sumar

Fyrningar eru 15 rúllur, þá eru alls 308 rúllur til hér smiley

Guðmundur á Þúfnavöllum að rúlla niður á engi

 

 

 

Flott og spræk lömb

Og þessi líka flott og spræk

 

 

 

 

Töðugjöld á morgunsmiley

 

 

28.08.2022 17:02

Hjalteyrarfjara

Við fórum á Hjalteyri í dag og eyddum smá tíma í fjörunni

Svakalega flottur staður

Ég sá dílaskarf

Ég held að þetta sé líka dílaskarfur

Já og þessi

Og ég sá líka himbrima

 

Þessi flaug yfir. Líklegast að koma frá Grímsey

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

27.08.2022 18:04

Seinni sláttur á enginu

Þórður sló á enginu í dag

Þarna er hann að slá stykki 7

 

Og þetta er stykki 6. Hann sló það líka

Hörgársveit

Möðruvellir

Tveir að raka

Og tvö að leika sér

Í morgun var héla á bílunum

Og héla yfir allt túnið

Það var frosið vatnið í hjólbörunum

Klaki. Það er spáð góðu veðri næstu daga. Líklegast verður

rúllað á mánudaginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.08.2022 17:31

Seinni sláttur

Þórður sló restina af heimatúnunum (stykki 8)

Stykki 8.  Já restin hér heima. Svo á eftir að heyja niður á 

engi

Þórður að snúa. Svo er bara spurning hvort þetta verður

rúllað á morgun eða sunnudaginn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.08.2022 19:04

Drónaflug

Að bíða eftir skólarútunni. Drónamynd

Fjórir krakkar héðan frá Möðruvöllum að fara í skólann

Ég flaug til að athuga með lömbin

Þau hafa það gott og eru spræk

 

Frumraun í að baka pitsusnúða

Ég held að það hafi bara tekist sæmilega. Þeir allavega eru

borðaðir

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.08.2022 15:45

Frisbígolf

Við keyptum frisbígolf handa strákunum. Hér eru þeir að 

setja þetta saman

Komið út í garð

Og þeir farnir að spila. Vonandi nota þeir þetta eitthvað smiley

Ég ákvað að baka muffins. Ein uppskrift endist rétt rúmlega

kaffitímann

 

Svakalega góðar og borðast vel

Ég flaug drónanum suðureftir til að kíkja á lambféð. Þeir

eru flottir og vel sprækir

Og þau eru flott og vel spræk. Þau eru farin að bíta gras

Þessi fer að verða mánaðargömul

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.08.2022 15:30

Sauðburður á fyrsta skóladegi

Ég flaug drónanum til að athuga með Mýslu. Ég sagði í gær

að hún yrði borin innan þriggja daga. Hún er þarna á þessari

mynd byrjuð að bera

Við ákváðum að taka hana heim í fjárhús og láta hana bera

þar. Hún fékk nefnilega ekki frið fyrir hrútum (heimalingum),

sem eltu hana um allt

Hún bar tveimur hrútum og það gekk vel

Við fórum svo með hana aftur suður á tún. Lömbin eru stór

og spræk

Þessir hrútar (heimalingar) eru pínu að bögga hana. Hún er

nú dugleg að stanga þá frá

Þétt bar 27. júlí

Og Fleyta bar 9. ágúst

Strákarnir að bíða eftir skólarútunni. Fyrsti skóladagurinn

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

22.08.2022 17:43

Drónaflug

Nú er hægt að fljúga drónanum. Spóinn og tjaldurinn farnir

með ungana, já eða ungarnir orðnir stórir. Þeir hafa verið svo

pirraðir út í drónann þegar ég hef flogið honum, þegar unga

tímabilið er. Ég hef tekið pásu í flugi, í nánast tvo mánuði yfir

sumarið. En já nú get ég flogið. Ég er búin að fylgjast með

þessari í dag. Hún er komin að burði. Hún verður borin innan

þriggja daga

Litlu lömbin hafa það gott. Nota hitann frá mömmu sinni

Algjör krútt

14-184 Dyrgja með hrút undan 18-593 Hamri

Embla með hrútana sína.

Gráa og flekkótta gimbrarnar eru móðurlausar. Þær eru 

undan 14-256 Skrítlu og 20-607 Dúa. Þær voru bara 

mánaðargamlar þegar Skrítla drapst. Við létum þær eiga sig

og þær hafa bara spjarað sig vel

Fallegar systur

Ég flaug um allt

Möðruvellir 3

Ég tók þessa mynd í gærkvöld. Tunglið er lítið núna

Þessa mynd tók ég í gær eftir hádegi. Það sést aðeins glitta

í tunglið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.08.2022 17:46

Smyrill og Krossnefur

Þessi smyrill kom í heimsókn í morgun. Ég stökk út til að 

mynda. Hann var rólegur. Þegar ég var búin að smella 

nokkrum myndum af honum þá flaug hann. Þegar hann var

kominn í loftið, þá var annar smyrill sem hóf sig á loft. Það

var þá annar fugl sem ég sá ekki fyrr en hann flaug burt

Gaman að fá að mynda þennan fugl

Svo var ég svo heppin að ná að mynda þennan krossnef. 

Ég fór í Kjarnaskóg með strákana og fékk mér göngutúr um 

skóginn og sá þá þennan fugl

Ég hef aldrei séð hann, nema á myndum

 

Mér finnst ég vera mjög heppin að hafa séð hann

Gönguleiðin um skóginn

 

Þessi flaug yfir

Tunglið í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

7 mánuði

14 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

9 mánuði

16 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

3 mánuði

14 daga

Tenglar