Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 1552293
Samtals gestir: 188286
Tölur uppfærðar: 18.9.2019 05:31:25

18.08.2019 20:24

Göngur eftir 27 daga


Göngur verða 14. september. Ég hlakka til að sjá þessa þá. Þetta er 14-151 Tætla með hrúta undan 18-591 Vita. Vonandi kemur hún með báða hrútana í lagi. Í fyrra átti hún svakalega flotta hrúta, en þeir komu laskaðir af fjalli

Molinn kveður


17.08.2019 20:19

Sveitasæla í Skagafirði


Við fórum í dag, á Sveitasælu í Skagafirði. Alveg hreint frábær dagur í alla staði. Það er orðinn árlegur viðburður hjá okkur að mæta þangað emoticonGuðni forseti Íslands setti Sveitasæluna


Guðrún formaður Bændasamtaka Íslands ávarpaði gesti


Sigvaldi Helgi og Bergrún Sóla komu fram og sungu. Mjög flott hjá þeim


Svo var það hrútaþukklið


Vinningshafar í hrútaþukkli


Axel Kárason dýralæknir var með sýningu á klaufsnyrtibásnum


Það var margt um manninn


Kálfasýningin var á sínum stað


Þessi bás var með þeim allra flottustu á svæðinu. Kristbjörg María Bjarnadóttir, Neðri-Vindheimum, var með þennan flotta bás. Hún gerir allskonar myndir og það flottar myndir. Ég á eftir að kaupa af henni myndir emoticonMargar flottar vélar og tæki voru á svæðinu


Peysurnar okkar voru valdar sem fallegustu peysurnar á Sælunni. Við fengum þessar gærur í verðlaun fyrir það. Dóttir okkar Guðrún Helga á heiðurinn af þessum peysum. Þær eru ÆÐISLEGAR

ALVEG HREINT FRÁBÆR DAGUR

Molinn kveður


16.08.2019 21:16

Seinni sláttur

Seinni sláttur hafinn. Heimatúnin slegin, en það verður ekki snúið á þeim fyrr en á sunnudaginn vegna þurrkleysis. Vonandi verður hægt að hirða þetta fljótlega emoticon 

Þessi mynd er tekin í fyrrislættiKláraði að púsla í dag/kvöld emoticon

Molinn kveður


15.08.2019 21:19

Ugla

Draumur minn varð að veruleika í dag þegar ég hitti þessa

Já mig hefur alltaf langað til að ná mynd af uglu. Þessi var á leið okkar á rúntinum í dag. Hún var frekar gæf og leyfði mér að smella nokkrum myndum af sér áður en hún flaug burtu


Flottur fugl

Molinn kveður


14.08.2019 21:40

Rigning og þá er púslað


Svona dagar hjá mér í rigningunni emoticon Það sem er gaman að púsla emoticon

Molinn kveður


13.08.2019 21:18

Kjarnaskógur


Við fórum í Kjarnaskóg í dag. Keyptum okkur pitsu og safa og borðuðum þar


Svo fengu leiktækin að finna fyrir orkuboltunum


Gott að geta komið sér undir þak, þegar rignir mikið. Það rigndi mikið í dag í skóginum
Jógahugleiðsla upp á þaki


Einn í slökun í bleytunni


Og svo kaffitími, eftir nokkra klukkutíma í Kjarna

Molinn kveður


12.08.2019 19:56

Í dag féllu þrjár aurskriður í Hörgársveit

Það féllu þrjár aurskriður í Hörgársveit í dag


Þessi er fyrir ofan Ytri-Reystará


Þessi er fyrir ofan Skriðuland


Og þessi er fyrir ofan Kjarna


Vatn sem rennur úr skriðunni og niður á tún í Kjarna


Hér rennur það yfir túnið


Það er búið að rigna í allan dag. Rennan á húsinu hefur ekki undan. Það er búið að bora gat á niðurfallsrörið og bunan stendur þar út. Ég held að það þurfi ekki að meiri vökva í bili fyrir gróðurinn. Hann er búinn að fá nóg


Þetta verður orðið flott í næsta mánuði

Molinn kveður


11.08.2019 20:23

Rigning í allan dag


Þegar það rignir, já og rignir er gott að fara í sund. Sundlaugin á Þelamörk er ein besta sundlaug landsins emoticon

Molinn kveður


10.08.2019 21:20

Handverkshátíðin á Hrafnagili


Við skruppum á Handverkshátíðina á Hrafnagili í dag. Þar var margt og mikið að sjá eins og venjulega


Við fórum með þessa þrjá með okkur og það gekk bara vel
Listaverk eftir Hrein Halldórsson alþýðulistamann. Mjög flott


Ég held að pabbi og mamma hafi átt Farmal cub þegar við bjuggum á Molastöðum í Fljótum. Hann var einmitt með svona sláttugreiðu. Líklega er þetta eins emoticonJúlli fékk að fara á hestbak

Molinn kveður


09.08.2019 19:52

BÚIN AÐ MÁLA


Við vorum byrjuð að mála um kl. átta í morgun þessar hliðar


Og við vorum búin um kl. 15  emoticon  emoticon  emoticon  Þá erum við búin að mála allt, ÆÐISLEGT


Komið eitt ár með þessum emoticon

Molinn kveður


08.08.2019 21:18

Farið að sjá fyrir endann á málaravinnunni


Við vorum komin út að mála um kl. 8 í morgun. Við rukum í vestur stafninn


Já og við vorum búin með hann um kl. 11. Þá eru allir stafnarnir búnir og það er nú gott. Mikið verk að mála þá


Þetta breytist mikið við að mála emoticon


Nú eigum við bara þetta L eftir. Vonandi rignir ekki á morgun svo við getum KLÁRAРemoticon emoticon

Molinn kveður


07.08.2019 19:43

Enn að mála


Og áfram höldum við áfram að mála. Nú er það suður stafninn


Byrjuðum ekki fyrr en um kl. þrjú í dag, að mála, en við kláruðum þetta emoticon

Molinn kveður


06.08.2019 21:36

Íbúðarhúsið, austur hlið


Þá er það íbúðarhúsið, hlið tvö sem er austur hliðin


Já við náðum að klára að mála þessa hlið emoticon emoticon

Molinn kveður


05.08.2019 19:50

Byrjuð að mála íbúðarhúsið


Jæja þá er það íbúðarhúsið, norður hliðin


Og við kláruðum hana í dag emoticon

Molinn kveður


04.08.2019 18:19

Bílskúrinn klár


Jæja þá er að hendast í að mála suður hliðina á bílskúrnum


Og já við kláruðum bílskúrinn fyrir hádegi


Bílskúrinn klár emoticon

Við ákváðum að slá restinni af deginum upp í kæruleysi og leyfa börnunum að fara í tívolí á Akureyri

Hér eru nokkrar myndir af því
Já þau skemmtu sér vel í dag. Fóru í hin ýmsu tæki emoticon

Molinn kveður
clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

8207756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgárdalur

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgárdal

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

8 ár

4 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

5 ár

2 mánuði

6 daga

Tenglar

Eldra efni