Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 820
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1212
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 873874
Samtals gestir: 46917
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 12:15:13

27.02.2024 19:44

Enn er allt á floti

Það er komin stór og mikil tjörn á túnið fyrir neðan

íbúðarhúsin. Ég held að það sé alveg að fara að flæða yfir

veginn. Nú er farið að frysta, þá hættir að renna í tjörnina

 

 

 

Ég fór með Þórð á sjúkrahúsið í morgun og það er í fjórða

skiptið sem hann fer þangað eftir slysið. Hann átti hræðilega

nótt og hræðilegan morgunn. Loksins fékk hann verkjalyf 

sem virka á hann. Hann er búinn að vera þokkalegur frá 

hádegi í dag og vonandi verður nóttin góð. Já og framhaldið.

Þetta er alveg komið nóg

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

26.02.2024 19:08

Allt á floti

Vinur okkar kom og gekk frá ullinni. Batt fyrir pokana, vigtaði

og merkti. Fór svo með þá í geymslu hjá hinum ullarpokunum.

Takk Gestur minn smiley

Hér er allt á floti

 

 

Það er farið að leka inn í bílskúr

Já hreinlega allt á floti

 

 

Það er það sama með Þórð. Hann er mjög kvalin og getur

nánast ekkert sofið. Hann fer í endurkomu á bráðadeildina

á morgun og þá vonandi verður eitthvað gert fyrir hann. 

Þetta getur ekki gengið svona

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

25.02.2024 17:44

Kindur

Hrútarnir

 

Gemlingarnir

Þrílemburnar

Kindurnar komu bara vel undan snoðinu. Elíza kemur alltaf

til mín til að fá brauð. Hún fékk brauð í kvöld smiley

 

 

Þórður átti slæma nótt og alveg fram að hádegi. Þá fór aðeins

að slakna á verkjunum. Þeir eru samt mjög miklir ennþá. 

Hann gat farið í sturtu og hresstist við það. Vonandi fer

þetta að batna hjá honum. Hræðilegt að horfa upp á hann

svona verkjaðan

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

24.02.2024 19:23

Snoðið tekið af

Í dag kom Unnar og klippti snoðið af kindunum. Honum til

aðstoðar var hörku lið. Við Þórður vorum ekkert á staðnum.

Þetta gekk mjög vel hjá þeim. Takk öll fyrir hjálpina heart

Hægt var að kíkja annað slagið og sjá hvernig gekk hjá þeim

Búið að klippa og gefa

23-047 Gloría  ARR  tvílembd

18-408 Elín þrílembd

21-002 Krúella þrílembd

22-019 Krukka  fjórlembd

 

Þórði leið ekki vel í nótt og morgun, fyrir verkjum á

öxl já eða undir herðablaðinu á hægri hendi. Guðrún kom

og fór með hann á bráðamóttökuna. Hann var myndaður

á öxl og þá kom í ljós að vöðvinn undir öxlinni er rifinn.

Þetta er svakalegur sársauki. Hann fékk aðra tegund

af verkjalyfjum og vonandi fer þessi verkur að víkja. Þetta

er nú alveg komið nóg. Seinni partinn í dag hefur hann verið

aðeins skárri. Hann hefur getað setið og horft á fréttir meðal

annars. Vonandi verður nóttin góð fyrir hann

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

23.02.2024 17:20

Þórður kominn á ról

Af Þórði er það að frétta að hann (eins og ég sagði í gær) var

að glíma við ógleði og svima í gær. Við reyndum eins og við 

gátum að fá ógleðilyf fyrir hann en ekkert gekk. Það var eina

í stöðunni að senda hann með sjúkrabíl til að fá eitthvað gert

fyrir hann. Sjúkraflutningamennirnir gáfu honum ógleðilyf í

æð þegar þeir komu og það hafði góð áhrif á hann. Hann fór

á sjúkrahúsið og var skoðaður í bak og fyrir. Allt kom vel út.

Hann var heppin, því í fylgd með honum var stúlka sem veit

sínu viti í heilbrigðisgeiranum og gaf ekkert eftir í þessari 

skoðun. Hún kom svo með hann hingað heim eftir að skoðun 

lauk. Þau voru komin um tvö í nótt. Takk fyrir þetta allt heart

Ástandið á Þórði er ALLT, ALLT ANNAÐ í dag, en í gær. Þvílíkur

munur fyrir hann að hafa fengið þessi ógleðilyf. Hann er 

kominn á ról og þarf ekki að lyggja og hreyfa sig nánast 

ekkert og líða samt illa. Hann hefur haft lyst á mat í dag. 

Þvílíku fargi af manni létt. Eins og þið sjáið þá er hann kátur

Elsku, elsku elskan mín heart

 

Það á að taka snoðið af kindunum á morgun og það

er búið að manna það. Allir boðnir og búnir til að hjálpa

okkur. Takk þið öll heart

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 

22.02.2024 22:03

Elsku Þórður

Tveggja ára mynd af okkur Þórði heart

 

Fréttir af Þórði. Hann er búinn að glíma við svima

og ógleði síðan hann kom heim í gær. Hann fór

aftur á sjúkrahúsið í kvöld til að fá eitthvað við

svimanum og ógleðinni. Vonandi finna þau hvað

veldur þessu svo hann geti farið að vera á fótum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

21.02.2024 20:53

Slys gera ekki boð á undan sér

Slysin gera ekki boð á undan sér. Elsku Þórður slasaðist í 

gærkvöld. Það er að ganga ælupest og hann fékk þá pesti

í gær. Hann fór fram á baðherbergi, en þá leið hann útaf

og datt svona svakalega. Hann var fluttur með sjúkrabíl

á sjúkrahúsið og þar kom í ljós að hann er hálsbrotinn.

Brotið er gott, ef það er hægt að segja að brot sé gott.

Þá þannig að það hreyfist ekkert og það hefur ekkert flísast

úr því. Hann er með kraga sem hann þarf að vera með í 6

vikur og hann þarf að TAKA ÞVÍ RÓLEGA. Ég veit nú ekki alveg

hvernig það gengur en það verður að ganga. Hann var settur

í allskonar rannsóknir og allt kom vel út úr þeim. Hann fékk

að koma heim í dag og líðan hans er alveg ágæt, samt svimi og

ógleði ennþá. Hann fær verkjalyf og ég fylgist vel með honum.

Þetta hefði svo sannarlega geta farið verr.

En hann var heppinn í óheppninni heartheartheart

Hann fékk ágætis kúlu á ennið og sár á gagnaugað/kinnina

Þetta er búinn að vera svakalegur dagur. Gott að ekki fór verr

Litli stubburinn okkar er kominn með gleraugu. Hann fékk

þau í dag. 3 á vinstra og 1,25 á hægra. Flottur elsku gullið

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

20.02.2024 17:37

Svell um allt

Þessi er tekin í morgun. Það eru komin svell um allt. Algjör

óþarfi

Tunglið í kvöld

Skjáskot úr myndavélinni í fjárhúsunum í kvöld. Ég gaf þeim

aðeins brauð. Elíza kemur alltaf til mín til að fá brauð

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

19.02.2024 19:05

Sólin skín

Fallegt veður uppúr hádegi í dag. Sólin er farin að hita. Það

munar mikið um hanaS

Auðnutittlingur að fá sér að borða

Auðnutittlingur

Tunglið í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

18.02.2024 17:58

Fuglar

Starinn kom í heimsókn í dag, en þáði ekki neitt að borða

Hékk bara upp í tré

Ég fór í Lystigarðinn í dag og sá Silkitoppu

Og auðvitað þurftu þær að hanga langt upp í trjánum

Ég hefði viljað hafa þær neðar til að ná betri myndum

Gráþröstur var þarna líka

 

Gráþröstur

Þessi hjálpaði okkur í fjárhúsunum í morgun og fór svo út að

leika sér í snjónum

Þessi flaug hér yfir í sveitinni í dag

Tunglið í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

17.02.2024 18:28

Silkitoppa

Ég fór í Lystigarðinn í dag og náði þessum myndum af

Silkitoppu. Þær voru mjög hátt upp í tré. Ég hefði viljað að 

þær hefðu verið neðar, til að ná betri myndum af þeim

 

Við erum með einn vinnumann um helgina og hann

var duglegur að hjálpa okkur

Geldu ærnar og Pixi. Fjórar eru búnar að ganga og nú er 

spurning hvort þær halda. Það kemur í ljós í sumar

Gróðurinn er enn loðinn eftir frostþokuna í gær. Þetta er í

Lystigarðinum í dag

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

16.02.2024 19:43

Frostþoka

Skrítið veðurfar í dag, þoka og frost

 

 

Þoku frosin strá

Og þoku frosin tré

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

15.02.2024 19:41

Fjöldi lamba undan hrútum

23-720 Valver er með arfgerðina T137

Við eigum von á 31 lömbum undan honum

 

23-721 Fastus er með arfgerðina T137 og H154

Við eigum von á 53 lömbum undan honum

 

23-722 Brútus er með arfgerðina T137

Við eigum von á 31 lambi undan honum

 

23-723 Ratipong er með arfgerðina T137

Við eigum von á 17 lömbum undan honum. Hann var hjá

gemlingum og tveim fullorðnum

 

23-724 Arró er með arfgerðina R171

Við eigum von á 69 lömbum undan honum

 

23-725 Dúddi er með arfgerðina R171

Við eigum von á 28 lömbum undan honum

 

23-726 Pixi er með arfgerðina R171

Við eigum von á 24 lömbum undan honum. Hann var hjá

gemlingum og fjórum fullorðnum

 

23-727 Maxímus er með arfgerðina N138

Við eigum von á 2 forystulömbum undan honum

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

14.02.2024 16:28

Ítarlegri niðurstöður fósturtalningar

Við flokkuðum ærnar í morgun. Hér eru þrílemburnar og ein

fjórlemba

Tvílembur og einlembur

Gemlingarnir

Geldu ærnar settum við hjá hrút. Svo eru hrútarnir

þarna innan við

 

 

Það var talið í 106 fullorðnum ám og 20 gemlingum

 

Fullorðnu ærnar

7 eru geldar

7 með 1

55 með 2, ein er með tvö dauð fóstur

40 með 3

1 með 4

 

Gemlingar eru 20

1 er geldur

12 með 1

7 með 2

 

 

Gemlingar (árgangur ´23) eru 20  

1 geld 

12 með 1, fóstrin drepast í tveim gemlingum  

7 með 2

samtals 26 fóstur, eða þá 24 fóstur

1,3 lömb á gemling

 

Tveggjavetra (árgangur ´22) eru 15

1 geld

2 með 1  

8 með 2 

3 með 3

1 með 4 

samtals 31 fóstur

2,07 lömb á kind

 

Þriggjavetra (árgangur ´21) eru 6 

2 með 2 

4 með 3 

samtals 16 fóstur

2,67 lömb á kind

 

Fjögravetra (árgangur ´20) eru 20

1 geld 

1 með 1 

7 með 2, fóstrin drepast í einni 

11 með 3 

samtals 48 fóstur

2,4 lömb á kind

 

Fimmvetra (árgangur ´19) eru 15

2 geldar 

1 með 1 

8 með 2 

4 með 3 

samtals 29 fóstur

1,93 lömb á kind

 

Sexvetra (árgangur ´18) eru 21

2 geldar 

9 með 2 

10 með 3

samtals 48 fóstur

2,29 lömb á kind

 

Sjövetra (árgangur ´17) eru 18

2 með 1 

11 með 2 

5 með 3 

samtals 39 fóstur

2,17 lömb á kind

 

Áttavetra (árgangur ´16) eru 9

1 geld 

1 með 1

5 með 2 

2 með 3

samtals 17 fóstur

1,89 lömb á kind

 

Níuvetra (árgangur ´15) eru 2

1 með 2

1 með 3

samtals 5 fóstur

2,5 lömb á kind

 

 

Fullorðnar ær 2,20 lömb

Gemlingar 1,3 lömb

Þetta gerir þá 2,06 í heildina

Geldar ær eru með í þessum meðaltölum

 

Alls eru þetta 259 talin fóstur, en þau verða 255,

því það drepast 4 fóstur

 

 

 

Öskudagsgleði í skólanum í gær. Nú eru þeir komnir í frí

þangað til 21. febrúar. Vika í fríi

Við fórum í fjallið í dag. Tveir á skíði og einn á bretti

 

Það voru mjög fáir í fjallinu. Strákarnir komust margar ferðir

án þess að þurfa að bíða í röð

 

 

 
 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.02.2024 19:27

Fósturtalning

Gunnar kom og taldi fóstrin í kindunum

 

 

Eldri ær 91  

0  -  6 ær

1  -  5 ær

2  -  43 ær

3  -  37 ær

202  fóstur

Fj. pr. á  2,22

 

Tveggja vetra ær 15

0  -  1 ær

1  -  2 ær

2  -  8 ær

3  -  3 ær

4  -  1 ær

31 fóstur

Fj. pr. á  2,07

 

Gemlingar 20

0  -  1

1  -  12

2  -  7

26 fóstur

Fj. pr. gemling 1,30

 

4 fóstur drepast og alls eru þetta þá 255 fóstur

 

Leiðinlegt hvað margar eru geldar. En við erum ánægð

með annað. Ég læt meiri upplýsingar inn á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður 

 

 



clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

12 ár

6 mánuði

15 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

9 ár

8 mánuði

17 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

15 daga

Tenglar