Mynd dagsins
Damian fékk að baka vöfflur með Helgu, fyrir Jólamarkaðinn í Þelamerkurskóla. Óli kokkur er held ég að dansa.
Það var jólamarkaður þar sem hægt var að kaupa allskonar jóladót sem var búið að búa til já og líka nammi og kökur. Ágóðinn rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Flott framtak
Þau tóku sig vel út og vöfflurnar voru mjög góðar
Damian flottur, kominn í svuntu.
Við fengum okkur vöfflur og kakó
Við fórum Möðruvallakirkju núna í kvöld. Þar var aðventustund og Damian söng með barnakór Þelamerkurskóla. Flottur kór þarna
Barnakór Þelamerkurskóla
Þessar myndir tók ég í morgun. Það er bara allur snjór að verða farinn. Mikil hláka í dag
Veðrið í dag. Lognið er eitthvað að flýta sér
Molinn kveður