
Alltaf gaman þegar manni er komið á óvart. Haukur Nói og Guðrún Helga komu okkur á óvart og komu með pitsur handa okkur, í dag og að vísu líka í gær. Þá var það Einar Breki og Guðrún Helga. Oooohhhh svo gott að fá pitsur, sérstaklega á sauðburði
Helga Dís að hjálpa okkur við gjafir. Hér er hún að sópa garðann
Og Guðrún Helga tók líka í kústinn
Og líka Sólveig Björk. Allir að hjálpa til
Þórður að útbúa spil
Alltaf verið að borða. Það verður að vera þannig þegar mikið er að gera. Maður þarf orku
Já enn verið að borða. Veðrið var mjög gott í dag
Já haha verið að borða og skemmta sér
Þessir tveir eru góðir vinir. Það er æðislegt hvað þeir eru góðir saman
Fallegir strákar
Þeir léku sér úti í góða veðrinu, með dót
Alsæll
Og líka alsæll
Flottir vinir
Góð vinkona mín kom í heimslókn
Hún býr á næsta bæ við okkur. Helena Dejak
Þetta lamb kom í heiminn í gær. Það er mjög skrítið að hann skuli lifa, því í gær var 26. apríl og hann átti að fæðast 7. maí. Móðir hans var að láta. Hitt lambið var dautt. Það vantar 11 daga upp á fulla meðgöngu
Hann er það hress að hann er farinn að labba aðeins um
Þeir bræður smíðuðu svona flottan ramp, fyrir kindurnar sem fara þarna upp. Algjör snilld
Það eru komin 100 lömb á lífi
Molinn kveður