
Flottir afastrákar. Þeir teiknuðu og skrifuðu á þessa poka og gáfu honum í afmælisgjöf. Þórður verður sjötugur á morgun
Hér stendur Afi minn er góður, sterkur og góður að smíða. Þetta skrifar 6 ára afastrákur
Þetta eru Möðruvellir 3, 4 og 5. Þarna má sjá fjárhúsin og líka Týra. Níu ára afastrákur teiknaði þetta
Þetta er mjög flott hjá þeim
Guðrún Helga dóttir okkar fékk ull hjá okkur einhverntíman eftir áramótin. Hún fékk hvíta, svarta og gráa ull. Hún lét vinna hana fyrir sig og prjónaði þessa peysu á pabba sinn og gaf honum í afmælisgjöf. Ullin er unnin á einhvern sérstakan hátt. Minna þvegin og lopinn er öðruvísi en venjulegur lopi
Hér er flotta peysan sem hún prjónaði úr Möðruvalla ullinni
Hún er snillingur
Svakalega flott hjá henni
Hann fékk rausnarlega gjöf frá börnunum okkar og fjölskyldum
Þetta er svakalega flott gjöf. Nú förum við til Vestmannaeyjar í sumar
Það verður æðislega gaman
Þórður fékk þennan ættarhring frá fjölskyldunni okkar í Noregi (dóttur Þórðar og fjölskylda) Svakalega flott
Alveg svakalega flott
Hann fékk fallegan blómvönd frá Fanneyju
Og Kinda sögur 2. bindi frá Damian og Alexander
Við Damian og Alexander gáfum honum þennan stól. Það verður að vera þægilegt fyrir sjötugan mann að sitja við tölvuna, vinnandi í bókhaldi
Afmælisgestirnir í dag, sem voru börnin okkar fjögur, fjölskyldur þeirra og Fanney
Við ákváðum að fá þau (börnin okkar og fjölskyldur) í dag, þannig að það verði ekki eins margir á morgun. Þetta covid sko
Dagurinn í dag var æðislegur í alla staði. Það hefði verið gaman að fá fjölskylduna frá Noregi en þau koma vonandi þegar þetta covid hættir
Takk fyrir daginn elsku þið

Molinn kveður