
Gimbrarnar hennar Blöndu. Þær eru orðnar svo svakalega gæfar. Það eru að koma horn á þær
Sjö hrútar hópast um eina ær
20-606 Munkur
20-508 Lundey. Hún kom til okkar Týra og hún vildi að Týri sleikti sig í framan. Ég læddist og klappaði henni. Það var allt í lagi þangað til að hún fattaði að það var ég sem var að klappa henni, þá færði hún sig frá. Svo kom hún aftur og ég klappaði henni og þegar hún fattaði að það var ég en ekki Týri sem var að koma við hana, þá færði hún sig aðeins frá. Svona gekk þetta í smá tíma þar til hún gaf sig og fannst æðislegt að fá klapp frá mér. Hún er orðin mjög gæf
Yndisleg
Fjórlemburnar. Með þeim eru þrjár þrílembur og þrjár tvílembur. Þessi kollótta til hægri, er að springa. Þvílík vömb. Hún er fjórlembd
Yfirlitsflug yfir kindurnar
Þær höfðu það nú frekar gott
Gemlingarnir að fá sér að drekka
Veðrið var æðislegt í dag
Sápukúludans
Hann er að sprengja sápukúlur
Við fórum í smá göngutúr í dag
Við fórum í krúsirnar. Þar er smá tjörn og Týri skemmti sér vel
Flottir strákar
Þeim fannst þetta gaman, öllum þrem
Aðeins að sulla í vatninu
Áburðurinn kom í gær
Molinn kveður