Jæja nú fer þetta að skella á. Þessi var borin í morgun þegar ég fór í fjárhúsin kl. 7. Þetta er 17-314 Sletta. Hún kom með tvær gimbrar og hrút. Hún átti tal 4. maí
Einstaklingsstíurnar settar upp í dag
Fyrsti í kaffi í fjárhúsunum. Alltaf gaman
Lömbin hennar Túbbu. Þau stækka hratt þessi sex lömb sem fæddust um daginn
20. október, 11. janúar og 1. maí 20-504 Myrja
Já í dag eru komin 22 ár síðan við Þórður giftum okkur. Við vorum búin að vera saman í 15 ár áður
1. maí 1999 ákváðum við Þórður að gifta okkur. Við hringdum í Sr.Pétur heitinn sem þá bjó í Laufási og spurðum hann hvort hann gæti pússað okkur saman. Hann sagði okkur að koma. Við hringdum í hann um kl. 19 og vorum gift rétt fyrir kl. 21
Við tókum börnin okkar Guðrúnu og Þórhall með okkur, já og frænku mína sem var hjá okkur þennan dag
Þetta var bara mjög snjallt hjá okkur

Þórður ég elska þig
Molinn kveður