
Þegar lömbin verða vör við mig, þá
Hlaupa þau af stað
Til mín
Ég get varla labbað fyrir þeim, því þau labba alveg upp við mig og fara fram fyrir mig. Þá dett ég næstum því hahaha
Nú er ég búin að fara með þau (í nokkur skipti) upp í fjallshólf og kveðja þau og segja þeim að þau fái ekki meiri mjólk
Þau hafa ekki elt mig niður eftir
En nei, nei þau koma alltaf aftur og bíða eftir mjólk
Nú í morgun, þá fórum við með þau í fjárhúshólfið hjá gömlu fjárhúsunum og vonandi tolla þau þar
Vonandi síðasti pelinn
Þau hafa tún þar til að bíta gras
Ég setti drónann á loft. Ég hef ekki getað það, í næstum tvo mánuði, vegna þess að fuglarnir ráðast á hann. Núna gat ég flogið aðeins en þegar ég var að fara að lenda honum, þá komu fuglar og réðust að honum. Ég slapp með skrekkinn í þetta sinn
Krakkarnir að reyna að ná í drónann og mér sýnist Týri ætla að gera það líka
Ég tók myndir af þessum túnunum okkar sem eru alvarlega brunnin af þurrk
Alveg svakalegt að sjá þetta
Kálið er samt að ná að spretta smá
Það kom smá væta áðan, en það hefur ekki mikið að segja þegar allt er orðið svona þurrt
Molinn kveður