
|
Flettingar í dag: 4928 Gestir í dag: 27 Flettingar í gær: 7715 Gestir í gær: 76 Samtals flettingar: 1844741 Samtals gestir: 82546 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:33:35
Færslur: 2022 Maí31.05.2022 03:06
 |
Við fengum verktaka til að bera á túnin. Hann bar á túnin
niður á engi og öll túnin hér heima
 |
Það báru tvær í gærkvöld og þá eru fjórar eftir. Þessar
gimbrar eru undan 18-407 Kúpu og 20-605 Bæron. Þær eru
frekar litlar
 |
Og hrútur og gimbur undan 15-626 Jövu og 21-705 Kalda.
Þetta eru svakalega stór lömb
Ég er búin að sofa þrjár nætur núna uppfrá og þær verða
fleiri. Ég þarf að vakta þessar fjórar sem eftir eru
 |
15-236 Hexía lét aðeins sjá sig. Hér er hún með gimbrar
undan 16-571 Þyrli
 |
20-508 Lundey með hrúta undan 21-706 Hnikari. Lundey
var þrílembd og þriðja lambið, gimbur, fór undir 16-272 Dúddu
 |
Gimbrar undan 20-510 Tindru og 18-593 Hamri
|
 |
Gimbrar undan 17-323 Ingileif og 20-605 Bæron
 |
15-198 Eðja með hrúta undan 18-593 Hamri
 |
20-522 Glósa með gimbur undan 21-704 Tandra. Glósa var
fimmlembd. Þrjú komu dauð og þessi svarta var frekar lítil.
Hún átti enn minni gimbur sem var lengi inni í hjólhýsi hjá
mér og var svo vanin undir 21-005 Demelsu. Hún er á
myndinni hér fyrir neðan. Glósa er með hrút undan
18-434 Kingu og 20-605 Bæron. Hann var vaninn undir hana
 |
21-005 Demelsa með gimbur undan Glósu
 |
21-004 Atería. Hún var geld
 |
Maríuerlan
 |
Starinn hefur varla undan að ala ungana sína. Þeir hljóta að
fara að fara úr hreiðrinu. Þeir eru orðnir svo stórir
 |
 |
Þeir voru þrír þarna uppá þegar ég kom, en forðuðu sér niður í hreiðrið
 |
Alltaf að éta
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
30.05.2022 17:20
 |
Fyrsti í garðslætti
 |
Þvílíkt verkfæri þessi sláttuvél. Maður er enga stund að slá
garðinn
|
|
 |
16-291 Rakel með hrút og gimbur undan 20-607 Dúa
 |
Gimbrar undan 16-298 Búbbu og 21-705 Kalda
 |
Hrútur undan 20-501 Mön og 21-704 Tandra og gimbur undan
16-279 Byttu og 19-597 Ótta. Gimbrin var vanin undir Mön
 |
Gimbrar undan 19-490 Skák og 20-607 Dúa
 |
20-502 Þykk með hrút og gimbur undan 18-593 Hamri
 |
Gimbrar undan 13-105 Korgu og 18-593 Hamri
 |
18-424 Duna með gimbur undan 19-597 Ótta (þessi litla
mórauða) Duna bar um daginn. Það voru talin þrjú í henni,
en hún kom með eitt lifandi, einn melting og svo drullu í hildum.
Þegar hún var að bera, vandi ég undir hana gimbur undan
21-009 Valíu og 21-706 Hnikari. Valía var tvílembd og henni
var alltaf illa við annað lambið, þessa gimbur. Hún leyfði
henni að sjúga en var alltaf illa við hana. Við tókum hana í
heimalingahópinn og settum hana út og þegar
Duna bar þá var tilvalið að venja undir hana
 |
Gimbur og hrútur undan 15-214 Snjáku og 20-605 Bæron.
Hún var þrílembd og þriðja lambið, hrútur, fór undir
16-299 Bólu
 |
Gimbur undan 17-351 Áru og 21-705 Kalda
 |
Maríuerla
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
29.05.2022 14:54
 |
Við fórum rúnt á fjórhjólunum, í morgun
 |
Við fórum niður á engi
 |
Strákarnir eru orðnir svo flinkir að keyra hjólin
 |
Við fórum eins og hægt er að komast norður eftir enginu
|
|
 |
 |
Svo flottir og duglegir
 |
Það er alveg nauðsynlegt að taka með sér nesti
 |
 |
Við fundum mörg hreiður og flest öll voru mávahreiður. Þetta
er hinsvegar kríuegg
 |
Mávaegg
 |
Mávaegg
 |
Mávaegg
 |
Og aftur mávaegg
 |
Ég held að þetta sé spóaegg
 |
Álftarungar á ánni
 |
Svo flottir
 |
Flottir strákarnir okkar
 |
 |
 |
 |
Svo var það heimferð og hún gekk vel
 |
Svo æðislegt að eiga þessi hjól
 |
Staraungarnir í fjárhúsunum eru orðnir svo stórir. Foreldrarnir
hafa varla undan að fæða þá. Þegar þeir koma þá eru sko
læti. Ég held stundum að froðuplastið springi frá og þeir detti
niður, lætin í þeim eru svo svakaleg
 |
Verið að fæða ungana
 |
Nóg að gera hjá þeim
Ég er aftur farin að sofa í fjárhúsunum eftir viku frí. Ég svaf
síðustu nótt uppfrá og ætla að sofa þar næstu nætur. Það
eru 6 eftir og þær bera á næstu dögum
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
28.05.2022 19:27
 |
Við ákváðum að skella okkur í smá ferðalag á húsbílnum, þar
sem það eru tvö ár síðan við fengum hann
 |
Við byrjuðum á því að fara til Ólafsfjarðar og leyfa strákunum
að fara í fjöruna þar
 |
Þeir voru þar dágóða stund
 |
Við fórum rúnt í sveitinni hans Þórðar. Þetta eru
Þóroddsstaðir, þar sem Þórður fæddist og ólst upp til átta
ára aldurs
 |
Ólafsfjörður
 |
Við fórum til Siglufjarðar og í Fljótin. Fórum í Haganesvík og þar
fóru strákarnir í fjöruna. Við keyrðum svo Öxnadalsheiði heim.
Þetta var góður rúntur og góður dagur
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
27.05.2022 18:01
 |
Hrútur undan 16-305 Elinóru og 21-705 Kalda
 |
18-402 Rikka með gimbrar undan 21-703 Jalla
 |
Gimbrar undan 25-623 Elsu og 19-597 Ótta
 |
18-435 Þrúga með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta
 |
15-244 Ræma með gimbrar undan 21-703 Jalla
 |
Hrútar undan 16-305 Elinóru og 21-705 Kalda. Þriðji hrúturinn
fór undir 15-207 Þökk
 |
18-439 Hilda með hrút og gimbur undan 20-607 Dúa
 |
19-453 Sónata með gimbrar undan 21-703 Jalla
 |
Hrútur og gimbur undan 17-348 Pylsu og 21-705 Kalda
 |
Hrútur og gimbur undan 19-473 Argintætu og 20-607 Dúa
|
|
|
|
|
|
|
|
 |
Þrösturinn er farinn að liggja á og eggin eru fjögur
Molinn kveður
|
|
|
26.05.2022 18:06
 |
Hrútur undan 15-214 Snjáku og 20-605 Bæron og gimbur
undan 16-299 Bólu og 21-701 Brúsa. Hrúturinn var vaninn
undir Bólu, því hún var einlembd
 |
Hrútar undan 16-901 Móeyði og 21-703 Jalla
 |
17-328 Dyngja með gimbur og hrút undan 18-591 Vita.
Hún var þrílembd og þriðja lambið, hrútur fór undir 20-515
Rúbý
 |
Hrútur og gimbur undan 16-291 Rakel og 20-607 Dúa
Enn eru eftir 6
Molinn kveður
|
|
|
|
25.05.2022 17:30
 |
21-751 Steinodda. Hún er orðin svo flott 
 |
Systkinakúr. Fjórlembingar undan 19-483 Blökk og 18-591
Vita. Fjórða lambið fór undir 17-378 Kleópötru
 |
Hrútar undan 14-168 Kráku og 21-703 Jalla
 |
15-619 Eyrún með gimbrar undan 18-591 Vita og hrút undan
17-314 Slettu og 21-705 Kalda (baugótta) Við gerðum hana
þrílembda, því hún mjólkar mjög mikið
 |
Góður sopinn
 |
Hrútur undan 20-500 Musku 21-704 Tandra og gimbur
undan 17-314 Slettu 21-705 Kalda
 |
17-325 Litfríð með hrút og gimbur undan 21-703 Jalla
 |
17-358 Pysja með hrúta undan 19-597 Ótta. Pysja var
þrílembd
Það bar ein ær í gærkvöld og þá eru 6 eftir
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
24.05.2022 17:17
 |
21-701 Brúsi
 |
21-703 Jalli
 |
21-704 Tandri
 |
21-705 Kaldi
 |
21-706 Hnikar
 |
17-357 Dimitría með tvo hrúta og eina gimbur undan
21-703 Jalla
 |
15-207 Þökk með gimbur undan 20- 605 Bæron og hrút
undan 16-305 Elinóru og 21-705 Kalda
 |
Þessi fær sér sopa
 |
Hrútur og gimbur undan 14-152 Sjönu og 16-571 Þyrli
|
|
|
|
|
|
|
|
|
23.05.2022 16:44
 |
Eins og ég sagði í bloggi í gær, þá var lamb sem var búið að
týna mömmu sinni og búinn að vera án hennar í allavega
tvo daga. Við tókum hann inn og settum í heimalingahópinn.
Ég var búin að leita og leita að mömmunni en fann hana
ekki. Þegar ég fór síðustu ferðina í fjárhúsin í gærkvöld, þá
sá ég hana. Ég fór inn og náði í hrússa og sýndi henni hann.
Hún fór strax að jarma á hann og hún elti okkur inn í fjárhús.
Hún var svo ánægð að fá loksins hrútinn sinn og hrússi ánægður
með hana. Við vorum öll heppin og ánægð 
 |
Þessi flekkótti hrútur er undan 15-193 Hugljúfu. Hann var
vaninn undir 15-241 Botnu, því Hugljúf var þrílembd. Hann
var minnstur af þeim þrílembingum
 |
Hrútur og gimbur undan 17-364 Þóru og 18-591 Vita
 |
Það er nóg gras ennþá. Við höfum ekki þurft að setja margar
rúllur út. Það er annað ástand núna en í fyrra. Þá var allt
að skrælna úr þurrki
 |
17-325 Litfríð með hrút og gimbur undan 21-703 Jalla
 |
Það er samt ein og ein sem fara í rúllurnar
 |
Hrútur undan 19-455 Hýru og 16-571 Þyrli
 |
Þrílembingar (tveir hrútar og ein gimbur) undan 18-404 Lænu
og 20-603 Sagosen
Enn eru eftir 7 ær
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
22.05.2022 14:41
 |
Hrútur undan 14-162 Örk og 18-593 Hamri
 |
16-285 Brók með hrút og gimbur undan 21-703 Jalla
 |
Svo flott lömb
 |
20-521 Offa með hrút og gimbur undan 21-704 Tandra
 |
20-507 Logey með gimbrar undan 21-706 Hnikari
 |
Gimbur undan 15-618 Viðbót og 20-607 Dúa
 |
14-253 Krumma með hrút undan 21-703 Jalla og gimbur
undan 16-287 Mollu og 21-705 Kalda. Krumma var einlembd
og við vöndum undir hana
 |
Gimbur undan 13-121 Ljúfu og 19-597 Ótta
 |
Hrútur undan 19-478 Plómu og 20-605 Bæron. Hann var
búinn að týna mömmu sinni. Ég er búin að sjá hann einan
í tvo daga og hef ekki fundið mömmuna. Við náðum honum
inn og nú er hann kominn í heimalingahópinn og sýgur
fóstruna. Við erum með 5 heimalinga
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
21.05.2022 18:49
 |
Vinnumennirnir okkar. Við erum búin að vera í girðingarvinnu
í allan dag. Nú ætti girðingin að vera orðin kindaheld
 |
15-193 Hugljúf með hrúta undan 19-597 Ótta. Hún var
þrílembd og þriðji hrúturinn fór undir 15-241 Botnu
 |
16-304 Oddný með gimbur undan 21-701 Brúsa (hvíta) og
hrút undan 15-225 Breddu og 16-571 Þyrli
 |
20-521 Offa með hrút og gimbur undan 21-704 Tandra
 |
Fjórða eggið komið
Það bar ein í nótt, þannig að það eru 7 eftir. Ég held að það
beri engin í nótt. Þess vegna ætla ég að sofa heima. Ég er
búin að sofa í fjárhúsunum síðan 25. apríl = 26 nætur. Ég
þarf samt að sofa fleiri nætur í fjárhúsunum, því sauðburður
er ekki búinn. Tek allavega einn dag í pásu. Förum yfir
stöðuna á morgun
Molinn kveður
|
|
|
|
|
20.05.2022 15:05
 |
Gefa kindunum brauð áður en farið er í skólann
 |
Það er skógarþröstur sem búinn að gera hreiður í garðinum hjá
okkur
 |
Ekki hátt upp í trénu
 |
Ekkert mál að teygja sig og taka mynd. Við ætlum að fylgjast
með honum. Það má samt ekki trufla hann of mikið
 |
Heimalingarnir eru alveg að ná þessu. Gott fyrir þá að geta
fengið sér að drekka þegar þeir vilja. Við vorum með fjóra,
en einn þeirra var vaninn undir einlembu sem bar
 |
Frekar ánægðir
 |
13-115 Embla með hrúta undan 18-591 Vita
 |
14-256 Skrítla með gimbrar undan 20-607 Dúa. Önnur er grá
og hin botnuflekkótt
 |
21-703 Jalli. Hann er svo flottur
 |
19-453 Sónata með gimbrar undan 21-703 Jalla
 |
14-188 Bella með hrút og gimbur undan 18-593 Hamri
 |
15-236 Hexía á harðahlaupum með gimbrar undan 16-571
Þyrli
 |
Það er svo mikil beit að, að það fer ekki mikið af heyi þessa
dagana. Það eru rúllur á nokkrum stöðum en það er ekki
mikið sem étið er af þeim
Nú eru 8 ær eftir að bera
433 lömb, 212 hrútar og 221 gimbrar
Það verður sauðburður fram í júní
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
19.05.2022 15:05
 |
Það mígrigndi í nótt. Ég opnaði fjárhúsin svo ærnar gætu
komið inn. Þær nýttu sér það óspart
 |
Þær voru fegnar að komast inn
 |
Beðið eftir skólabílnum
 |
Hrútar undan 13-115 Emblu og 18-591 Vita
 |
Þreyttur hrútur undan 16-288 Jóney og 21-705 Kalda
 |
Hrútur undan 21-008 Ísey og 21-706 Hnikari
 |
17-361 Lulla með tvo hrúta og gimbur undan 18-593 Hamri
 |
18-436 Hlökk með hrút og gimbur undan 19-597 Ótta
 |
14-175 Mánadís með gimbur undan 18-423 Þyrlu og
19-597 Ótta (hvíta) og hrút undan 15-241 Botnu og
20-607 Dúa (flekkótta) Mánadís var einlembd og lambið
hennar var vanið undir 17-333 Múu. Múa var líka einlembd.
Þær báru á sama tíma og var tilvalið að venja tvö undir Mánadís
og láta Múu fá lambið hennar beint úr fæðingu. Ekkert vesen
með það 
 |
Starinn er enn og aftur með hreiður í fjárhúsunum. Það eru
læti í ungunum þegar hann kemur til að gefa þeim
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
18.05.2022 16:09
 |
Í dag hefði elsku tengdamamma, Sigga Þórðar. orðið 91 árs.
Blessuð sé minning þín elsku Sigga mín 
 |
Bubbi gaf kindinni sinni brauð, áður en hann fór í skólann
í morgun
 |
Síðasti gemsinn bar í morgun. 21-009 Valía
 |
Hún átti flott lömb, hrút og gimbur
 |
18-438 Skræpa með gimbrar undan 19-597 Ótta
 |
16-278 Seigla með hrút og gimbur undan 21-701 Brúsa
 |
19-468 Minný með gimbrar undan 19-591 Vita
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
17.05.2022 14:27
 |
Við héldum að við mundum sleppa við það að hafa heimalinga,
en það gekk nú ekki. Þeir eru orðnir fjórir, en fjölgar á morgun
þar sem við ætlum að taka eitt undan þrílembum sem nýlega
eru bornar. Það eru nú samt nokkrar komnar út með þrjú
lömb. Ég held að þær þrílembur ráði við að vera með þrjú
 |
Það er allt notað til að vera í skugganum. Þessi lágu við fjórhjólið
í dag í hitanum
 |
Gimbrar undan 14-256 Skrítlu og 20-607 Dúa. Önnur
botnuflekkótt og hin grá
 |
Þessi flaug yfir í morgun
Nú eru 12 óbornar. Líklegast eru ein eða jafnvel tvær sem
hafa látið. Það kemur allavega ekkert undir þær. Svo eru
nokkrar sem hafa gengið upp og bera ekki fyrr en um
mánaðarmót. Þegar ca. þrjár eru bornar, þá líklegast bera
hinar ekki fyrr en um mánaðarmót. Þetta fer að koma í ljós
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|

|
 |
|
 |
|

clockhere Birgitta Lúðvíksdóttir 820-7756 23. júlí, 1962 Möðruvellir 3 Hörgársveit Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit Einar Breki, kom í heiminn atburður liðinn í 13 ár 6 mánuði 18 daga Haukur Nói, kom í heiminn atburður liðinn í 10 ár 8 mánuði 21 daga Birgitta Ósk, kom í heiminn atburður liðinn í 3 ár 2 mánuði 19 daga Tenglar
|
|
 |
|
 |
|

|