Við buðum pabba og mömmu með okkur á rúntinn í dag.
Við fórum Fljótarúntinn, eins og við köllum hann. Hann er,
til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, í Fljótin og Öxnadalsheiði heim.
Við fórum á rafmagnsbílnum og hann lék sér að keyra með
okkur þennan rúnt
 |
Siglunes
 |
Miklavatnsósinn
 |
Molastaðir
 |
Fjallið fyrir ofan Molastaði. Þarna eyddi ég mörgum góðum
stundum í að leika mér. Fór oft þarna uppeftir þegar ég var
krakki
 |
Hólar. Svakalega flott hús komið þarna
 |
Reykjarhóll
 |
Saurbær
 |
Helgustaðir
 |
Minna-Holt. Þessa jörð átti ég að fá í arf eftir að Jón væri allur.
Það hinsvegar klikkaði eitthvað. Ég hefði alveg verið til í að
eiga heima þarna 
 |
Minna-Holt
 |
Við fengum okkur að borða á Ketilási
Við fórum svo á Sauðárkrók og heimsóttum systir mína þar
Mjög góð og skemmtileg ferð 
Molinn kveður
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|