Já, há, það hvellsprakk á bílnum. Það er nú ekki oft sem dekk
springur nú til dags. (Skeði oft í gamla daga) Ég var á bílnum,
náði ekki að losa varadekkið (það er undir bílnum). Það var
fast og ekki hægt að losa það. Enginn tjakkur og lykill í bílnum.
Eða ég veit ekki hvar það er. Leitaði mikið. Ég hringdi í vin (Þórð)
og hann kom með tjakk og lykil. Við tókum dekkið undan og
fórum með það á verkstæði, ásamt einu nagladekki.
Nagladekkið var sett á felguna og núna er bíllinn á þremur
sumardekkjum og einu vetrardekki. Næsta skref, hvernig
losar maður varadekkið og hvar er tjakkurinn og felgulykillinn
í bílnum. Við verðum að komast að því 
 |
Jæja þessi snjósleði er okkar. Við erum að kaupa hann. Það
verður gaman að draga strákana á skíðum/bretti í vetur
 |
Geggjað verður að eiga sleða 
Molinn kveður
|
|
|
|
|