Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1197
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 1478
Gestir í gær: 49
Samtals flettingar: 1266847
Samtals gestir: 67223
Tölur uppfærðar: 16.9.2024 20:51:12

Færslur: 2024 September

15.09.2024 21:24

11 ár á Möðruvöllum

Í dag eru komin 11 ár síðan við fluttum í Möðruvelli 3. Okkur

líður vel í sveitinni. Þetta er gömul mynd af okkur smiley

Já Möðruvellir 3

 

 

Við vigtuðum 83 lömb í dag og meðalvigtin á þeim var

44,9 kg.

 

Við eigum eftir að fara yfir ærnar, en okkur vantar 15 lömb

af fjalli. Vonandi koma þau næstu helgi, en þá eru aðrar

göngur

 

 

Molinn kveður

 

 

14.09.2024 19:03

Réttir í dag og 13 ára afmæli

Göngur í dag. Veðrið var fínt til að byrja með, en svo varð

kallt og fór að snjóa. Ég fór í fyrirstöðu með Damian, Rikka

og Leó

 

 

Kindurnar renna heim í rétt

 

Við Helga Dóra systir. Hún kom og gekk fyrir okkur heart

Við Helga systir og Rúnar frændi heart

Við Helga og Damian

Elíza mætti með hrútinn og gimbrina

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyvör dóttir Elízu mætti líka í dag. Gaman að fá þær allar

heim

 

Það var klárað að rétta, en við ætlum að vigta lömbin á

morgun. Eftir það kemur í ljós hvað okkur vantar af fjalli

Þessi ömmu og afa gullmoli varð 13 ára í dag. Til hamingju

með afmælið elsku Einar Breki okkar heart Við knúsum þig

seinna

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

13.09.2024 17:22

10 lömb komu heim í dag

Við fengum 5 ær og 10 lömb, á Staðarbakka í dag

 

18-439 Hilda með hrút og gimbur undan 23-722 Brútusi.

Hrúturinn var 53 kg. og gimbrin var 47 kg. Gimbrin (þessi 

hvíta) er með T137. Hilda gerir það gott

16-279 Bytta með hrút og gimbur undan 23-724 Arró.

Hrúturinn er með ARR  og var 49 kg. og gimbrin er með

N138 og var 41 kg.

 

Við vigtuðum 10 lömb og meðalvigtin á þeim var 44 kg.

 

Svo eru göngur á morgun smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

12.09.2024 14:34

25 lömb heim í gær

Við fengum 25 lömb í gær. Við vigtuðum þau í morgun og

vigtin er bara góð á þeim. Meðalvigtin á þessum 25 lömbum

var 46.1 kg.

Hrútur undan 23-050 Baddý og 23-726 Pixa. Hann var 47 kg.

Hann er með arfgerðina N138. Hann gekk undir 22-022 Skútu

Hrútar undan 21-009 Valíu og 23-722 Brútusi. Þessi sem er

meira flekkóttur var 50 kg og er með T137. Hinn var 46 kg.

Við þurfum að skoða þennan betur til ásetnings. Hann er

álitlegur

Gimbur undan 19-444 Höpp og 23-724 Arró. Hún var 42 kg.

Hún er með N138. Hrúturinn á móti henni var 51 kg. og er

með ARR og N138

Hrútur og gimbur undan 19-469 Æðey og Brútusi.

Hrúturinn var 53 kg. og gimbrin 45 kg. Hrúturinn er T137

Hrútur undan 19-474 Þebu og Arró. Hann var 50 kg. og er

með ARR

Bræðurnir undan Valíu

Hrútur undan 20-521 Offu og Brútusi. Hann var 52 kg. og er

með arfgerðina T137

Gimbrin á móti var 39 kg. og er með T137

Þessi fæddist sem gimbur. Við tókum eftir því í vor að það 

komu hrútshorn á hana. Það er ódæmigert kyn á þessu

lambi. Það var 41 kg. með T137 og er undan 20-514 Dendý

og 23-720 Valver

Gimbur undan 22-109 Ágústu og Brútusi. Hún var 43 kg.

þegar við vigtuðum lömbin hér heima, 7. september. Hún

er með arfgerðina C151

Búið að gera vagninn klárann og meiri segja ná í eina ferð

með lömb hingað. Simmi var okkur innanhandar við 

aksturinn heart

Nú erum við komin með nokkra unga. Guðrún Helga var

að unga út Easter Egger eggjum. Við verðum með þá til að 

byrja með eða alveg. Veit ekki alveg, en kannski verðum við

með nokkrar. Þetta eru 15 ungar, en það verða ekki allt

hænur úr þessu. Það verða nokkrir hanar

Við erum með einn vinnumann sem ætlar að sjá um þá. Hann

eyðir miklum tíma í að horfa á og spjalla við þá

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

11.09.2024 20:08

Nokkur lömb komin heim

Við keyrðum að réttinni, til að athuga hvort það væru komnar

kindur í ganginn. Það voru nokkrar kindur í ganginum

 

Við fórum á vinnubílnum og rákum kindurnar í réttina

Við áttum nokkrar kindur. Þarna er Valía með hrútana sína.

Annar þeirra var í blogginu í gær. Þessi flekkótti. Gaman að

sjá lömbin sem komu í dag

19-444 Höpp kom. Hún er með hrút og gimbur undan

23-724 Arró. Hrúturinn er ARR og N138

20-514 Dendý með tvo hrúta undan 23-720 Valver. Hvíti

hrúturinn er með T137

19-469 Æðey mætti með lömbin sín. Þau eru undan

23-722 Brútusi. Hrúturinn er T137

22-024 Mantra og gimbrin hennar undan 23-721 Fastusi.

Hún er með H154

16-270 Sif með gimbur undan 23-035 Lensu og 23-723

Ratipong (þessi hvíta). Hún er með T137. Svarta gimbrin er

undan 17-363 Garúsku og 23-725 Dúdda og gengur undir

Sif

Kerran tilbúin að breytast í fjárflutningakerru

Klár í fjárflutning

 

Við ætlum að vigta lömbin á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

10.09.2024 18:33

Mikil rigning og rok

Það er búið að rigna rétt um 24 mm síðan um miðnætti, til

kl. 19 í kvöld. Við vorum samt heppin með veðrið, bara

rigning en ekki snjókoma

 

Næsta laugardag, já næsta laugardag koma vonandi þessi

lömb, því þá verða göngur smiley

Mynd tekin 20. júní.

Gimbur undan 17-376 Fóu og 23-724 Arró. Hún er með

arfgerðina ARR og H154

Mynd tekin 20. júní.

Gimbrin á móti og hún er líka með ARR og H154

Mynd tekin 21. júní.

Hrútur undan 21-009 Valíu og 23-722 Brútusi. Hann er T137.

 

Hlakka til að sjá þessi lömb og öll hin lömbin á

laugardaginn smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

09.09.2024 16:15

Ferð í Skagafjörð

Við skruppum í Skagafjörð í morgun. Veðrið hér var gott, en

það var rigning í Skagafirði

Já og smá snjókoma. Þessa mynd tók ég á Öxnadalsheiðinni

Kominn pínu snjór. Ég vona að þetta veður verði ekki eins

slæmt og spáin segir

 

Við erum búin að vigta tvisvar. 17. ágúst og 7. september.

 

Á fyrri vigtar degi, vantaði 18-393 Klönku með þrjú lömb. Við

fundum hana, þar sem hún var komin út fyrir girðinguna 

okkar. Við náðum í hana og settum hana inn í fjallshólfið.

Við gengum meðfram girðingunni og löguðum þar sem við

héldum að hún hefði komist út. 

 

Þegar við vigtuðum svo seinni daginn, þá mætti hún ekki

með lömbin í vigtun. Í dag sáum við hana. Hún var á sama

stað og síðast. Við náðum í hana og settum hana á annan

stað, þar sem hún vonandi tollir. Lömbin eru því ekki komin

með vigt. Þegar við settum á fjall í vor, þá var Klanka komin

með júgurbólgu. Lömbin hafa því ekki fengið mjólk hjá henni

síðan í vor. Þau hafa bjargað sér greyin. Þau eru undan 

23-722 Brútusi

Hrútur

Gimbur

Gimbur. Öll eru með arfgerðina T137. Þau eru öll fallega

bjarthvít

 

 

Og líka farin að borða brauð

Klanka með lömbin sín. Ullin er svo ljót á þeim. Orðin svo

þæfð 

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

08.09.2024 16:05

Kindur

23-049 Hekla með gimbrar undan 23-726 Pixa. Þær voru

41 og 42 kg. Þessi hægra megin var 41 kg. og er með

ARR og N138. Hún er líkleg til ásetnings. Hin er með N138

83 kg. er nokkuð gott hjá gemling

Hún er falleg

 

23-045 Anímóa gerir það líka gott. Hún er með hrút og gimbur

undan 23-0-726 Pixa. Hrúturinn var 47 kg. og gimbrin var42 kg.

89 kg. Gott hjá henni. Gimbrin er ARR og H154

 

23-053 Lúpína er með tvo hrúta undan 23-723 Ratipong. Báðir

arfhreinir T137 og voru 34 og 40 kg. 74 kg. hjá Lúpínu

 

23-051 Skyssa er með tvo hrúta undan Pixa. Þeir voru 34 og

39 kg. Annar með ARR og H154. Hinn með N138.  73 kg.

 

Flottar þessar Veturgömlu/gemlingar

 

Borða brauð

18-408 Elín að frekjast við hrútinn sinn

Elín með gimbur og tvo hrúta undan 23-721 Fastusi. Gimbrin

var 35 kg. Þessi öngulhyrndi var 48 kg. og þessi hægra megin

var 43 kg.  126 kg. hjá Elínu. Þau eru öll með T137

Hrútur undan 17-348 Pytlu og Fastusi. Hann gengur undir

sem þrílembingur undir 16-282 Kötlu. Hann var 41 kg. Hér

gæðir hann sér á brauði

Þessi fæddist mjög lítill

Gimbur undan 20-519 Syllu og 23-724 Arró. Hún var 37 kg 

og er með ARR og N138. Hún er þrílembingur og Sylla gekk

með þau öll þrjú. Hún fékk júgurbólgu og mjólkaði þeim bara

fyrripart sumars

Þessi 14 ára drengur kom til okkar í ágúst og ætlar að vera

hjá okkur í eitt ár. Við fáum góðan vinnumann í hópinn 

okkar. Mikil og góð vinna framundan

 

Ekki er það gott sem við eigum von á í veðrinu

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

07.09.2024 15:58

Lömbin vigtuð

Við rákum féð inn, sem er hér heima, og vigtuðum lömbin

Við erum með 9 lömb sem fæddust í júlí og ágúst.

Meðalvigtin á þeim er 21 kg. Þyngsta var 27 kg.

og léttasta var 12 kg. 

 

Við vigtuðum þrílembinga og tvílembinga undan

gemlingum. Þau voru 82. Meðalvigtin á þeim var 38,5 kg.

 

Þetta er þrílembingur undan 21-006 Gjósku og 23-721 Fastusi.

Hann var 56 kg. (þetta er gömul mynd af honum). Lömbin á

móti honum voru 40 og 42 kg.  Í heildina eru þetta 138 kg.

hjá Gjósku. Þessi er með arfgerðina H154. Hin eru með T137

 

19-479 Ásgerður með hrúta undan 23-725 Dúdda. Þeir voru

43, 44 og 49 kg. Í heildina eru þetta 136 kg. hjá Ásgerði. Mynd

tekin 20. ágúst. Einn, þessi þyngsti er með arfgerðina ARR

 

20-508 Lundey var þrílembd og dó frá þessum þrílembingum

þegar þau voru mánaðargömul. Þau hafa bjargað sér vel. Þau

vigtuðu 44, 44 og 48 kg. Samtals 136 kg. Myndir teknar 20. ágúst

Hrútur 44 kg. og með T137

Hrútur 44 kg. og með H154

Gimbur 48 kg. og með H154

 

Ég hlakka til næstu helgi þegar féð kemur af fjalli

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

06.09.2024 10:16

Arfgerðarsýnin komin úr greiningu

Við vorum að fá greininguna úr arfgerðarsýnunum sem við

tókum úr lömbunum sem fæddust í sumar og þessu eina

lambi sem sýnið var ónýtt

Mynd tekin 5. ágúst.

Sýnið úr henni varð ónýtt í vor. Við tókum aftur úr henni og

hún er með ARR og H154 arfgerð. Hún er undan

23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Að öllum líkindum verður

hún sett á. Hún er tvílembingur og Anímóa gengur með þau

bæði

Mynd tekin 20. ágúst. Hrútur undan 16-285 Brók og Pixa.

Hann er með ARR

Mynd tekin 20. ágúst. Gimbrin á móti. Því miður er hún

hlutlaus sad Þau eru fædd 9. júlí

Mynd tekin 20. ágúst. Gimbur undan 18-397 Dáfríð og Pixa.

Hún er ARR

Mynd tekin 20. ágúst. Gimbur á móti. Hún er H154. Þær eru

fæddar 14. júlí

Mynd tekin 28. ágúst. 19-463 Linsa með hrúta undan Pixa.

Annar hrúturinn er ARR og hinn er hlutlaus. Þeir

eru fæddir 19. júlí

Mynd tekin 6. september. Gimbur undan 20-522 Glósu og

Pixa. Hún er ARR. Þvílíkt sem hún hefur stækkað. Hún er 

fædd 3. ágúst

Mynd tekin 6. september. Gimbur og hrútur undan 22-011

Glás og Pixa. Þau eru bæði hlutlaus. Þau fæddust 5. ágúst

20-506 Marey með gimbur og tvo hrúta undan 23-725 Dúdda.

Þau eru öll ARR

Hér er gimbrin

Hrútur

Og hrútur. Hún gengur með þau öll

20-507 Logey með hrút og tvær gimbrar undan 23-724 Arró.

Hrúturin og önnur gimbrin eru ARR

Gimbrar undan 20-519 Syllu og Arró. Ein gimbrin er ARR og

N138, ein er N138 og ein er hlutlaus

Gimbur undan 17-348 Pylsu og 23-721 Fastusi. Hún er 

arfhrein H154

Gimbur undan 18-395 Úllu og 23-722 Brútusi. Hún er T137

Gimbur undan 21-004 Ateríu og Brútusi. Hún er T137

Gimbur undan 23-049 Heklu og Pixa. Hún er ARR og N138.

Hún er tvílembingur og Hekla gengur með þau bæði

 

Við ætlum að reka inn og vigta á morgun

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

05.09.2024 18:29

Gallaðar systur

Í fyrra haust settum við á þessar systur sem eru/voru undan

20-502 Þykk og 21-899 Gimsteini. Báðar voru með arfgerðina

ARR. Þær eru báðar mjög gallaðar.

 

Gletta átti tvær gimbrar og gekk með þær í viku, en þá þurfti

að aflífa hana, því endaþarmurinn gekk út og var eins og

bjúga. Skeiðin gekk líka út. Það var ekkert að henni þegar við

settum hana út með gimbrarnar. Við vöndum þær undir aðra

á (Ingileif). Önnur gimbrin er arfhrein ARR og hin er ARR

 

Gloría er með gallaðar afturfætur, og það mjög gallaðar. 

Fæturnir eru í boga. Hún átti tvo hrúta. Báðir ARR.

Annar þeirra var mjög gallaður. Hann kviðrifnaði og við

sáum þegar kviðurinn opnaðist og gumsið kom út. Við urðum

að aflífa hann. Hinn hrúturinn varð fyrir því óláni að fara

afvelta og þá eru þeir báðir farnir sad 

23-047 Gloría

23-048 Gletta

 

Þetta voru fallegar gimbrar í fyrra haust og gallalausar

 

Lognið var frekar að flýta sér í dag. Veðurstöðin hér sýndi

þetta til kl. 14 þá datt hún út. Það hefur eitthvað bilað vegna

veðurs. Það er samt búið að vera rok og það mikið rok í 

allan dag/kvöld

 

Þríréttað í hádeginu. Ekki slæmt það

 

 

Veðurstöðin datt út um tvö leitið. Kannski vegna veðurs

 

 

Molinn kveður

 

 

04.09.2024 17:44

Hliðvinna

Þessa mynd vantaði í bloggið í gær. Þessi hliðstaur kláraðist

í gær

Í morgun fórum við í að setja upp hliðin. Við byrjuðum á að

klára hliðið uppúr fjárhúshólfinu

 

Hliðið komið upp

 

Og klárt smiley

Svo er hitt hliðið sett upp. Hliðið norður úr fjárhúshólfinu

Þórður verslaði sér slípirokk sem gengur fyrir batteríi, í gær.

Hann var heppinn að hafa verslað sér hann, því hann kom

að góðum notum í morgun

Hann þurfti að skera vír af hliðinu svo hann gæti sett

festingarnar á

Verið að bora fyrir festingum

 

Hliðið komið upp

Og klárt smiley

 

Þá eru tvö hlið klár. Þvílíkur munur að hafa þetta svona

 

Nú eru komin 5 nöfn í viðbót

Siggi Sím kom með nafnið Einstök og

Guðrún Helga kom með nöfnin Silfá, Tildra, Karítas og Melkorka

 

Gaman að fá þessi nöfn. Takk fyrir þau

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

03.09.2024 18:56

Lömb

Gimbur undan 23-045 Anímóu og 23-726 Pixa. Við bíðum 

eftir greiningu úr henni

 

Hrútur á móti henni. Anímóa gengur með þau bæði

Hrútur undan 19-463 Linsu og Pixa. Hann fæddist 19. júlí

Hér er hrúturinn á móti

Hrútur undan 22-011 Glás og Pixa. Hann fæddist 5. ágúst

Gimbur á móti

16-285 Brók með lömbin sín undan Pixa. Þau fæddust 9. júlí

Við fórum í hliðavinnu í morgun. Við kláruðum að ganga frá

staurunum á báðum hliðunum. Núna á bara eftir að setja

hliðið upp og festa það. Þetta verður algjör snilld.

 

Það er komið eitt nafn á forystugimbrina, og það er frá Árna.

Það er Slæða. Eru ekki fleiri sem vilja koma með nafn?

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

02.09.2024 19:14

Glókollur

Ég tók þessar myndir af Glókolli, í gær í Lystigarðinum. Hann

er með svo snöggar hreyfingar að það er mjög erfitt að ná

honum á mynd. Þessar myndir eru ekki góðar hjá mér sad

 

Glókollur

Ég hlakka til að sjá þessi systkin eftir 12 daga. Þessar myndir

voru teknar 8. júní

Það var nú búið að nefna þessa forystugimbur, Höllu. Ég er

nú ekki alveg ánægð með það nafn, þannig að það þarf að 

finna annað nafn á hana. Dettur ykkur eitthvað nafn í hug?

Þið megið kommenta hér fyrir neðan ef ykkur dettur eitthvað

í hug smiley

 

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

01.09.2024 18:07

Svartþröstur

Ég fór í Lystigarðinn í dag og tók nokkrar myndir af

Svartþresti. Hér koma þær

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum að gefa kindunum brauð

 

 

Þrjár þrílembur

Nafna mín kom í dag og gistir eina nótt hjá ömmu og afa heart

 

 

 

 

Molinn kveður

 

 

 
  • 1


clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

2 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

2 mánuði

4 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

8 mánuði

2 daga

Tenglar